Er þeirra tími kominn? Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir skrifar 19. mars 2019 13:00 Íslenskir aktívistar og fólk sem hér leitar hælis sem flóttamenn slógu upp búðum á Austurvelli í síðustu viku. Þau lutu í nótt í lægra haldi fyrir kulda og vosbúð og vonleysi og sorg vegna þess að nokkrir úr hópnum hafa þegar fengið neitun og verða brátt sendir úr landi og tóku búðirnar niður. Baráttan heldur áfram en ekki í tjaldi á Austurvelli. Mótmæli vekja iðulega hörð viðbrögð, enda eru þau gerð til að ná athygli. Með því að tjalda í miðborginni minntu þau sem leita hér hælis óþægilega á tilvist sína. Ef við sjáum þau, mætum þeim, þá getum við ekki látið eins og þau séu ekki hér, eins og þau séu ekki fólk, rétt eins og við, sem þráir venjulegt líf - vinnu, aðgang að heilbrigðisþjónustu, já, og frið. Það er vissulega auðveldara að líta framhjá hópnum ef hann er fjarri sjónum okkar. Og við gátum brugðist við með því að reiðast yfir því að þau væru á Austurvelli eða með því að nema staðar, sjá manneskjurnar og hlusta á þær. Aðalkrafa mótmælendanna sem voru á Austurvelli er einmitt að vera virt svars. Að fá áheyrn. Að stofnaður verði hópur með fulltrúum frá stjórnvöldum, frá fólki í leit að hæli, aktívistum, og einhverjum hlutlausum aðila, til dæmis Rauða krossinum og haldnir samráðsfundir um málefni hælisleitenda. Hvað vilja þau ræða? Þau vilja að öll mál hælisleitenda verði tekin til efnislegrar skoðunar í stað þess að fólki sé vísað brott á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Aðrar kröfur hópsins snúa að aðgangi að heilbrigðisþjónustu, möguleika á vinnu og því að einangrun þeirra í flóttamannabúðunum á Ásbrú verði rofin og búðirnar lagðar niður, enda séu þær skaðlegar andlegri heilsu þeirra sem þar búa. Þau biðja líka um tímabundna stöðvun brottvísunar meðan samráðsfundir standa yfir. Ég tek undir áhyggjur af skorti á efnislegri meðferð í fjölda mála og skora á stjórnvöld að endurskoða hvernig við notum Dyflinarreglugerðina, sem kveður á um að senda skuli hælisleitanda til þess aðildarríkis í Evrópu er hann kom fyrst til. Mörg þeirra landa sem við sendum fólk aftur til geta í raun ekki tekið við þeim og við erum með þessu að senda fólk í aðstæður sem við vitum að eru ekki mönnum sæmandi og beinlínis hættulegar fólki í viðkvæmri stöðu. Þetta á t.d. við um Ítalíu, Grikkland og Ungverjaland. Mótmælin halda áfram þó ekki verði tjaldað á Austurvelli. Þau biðja enn um áheyrn. Ég hvet stjórnvöld til að mæta þeim sem mótmæla og stofna samráðshóp. Það er fyrsta skrefið. Ég gæti trúað að það yrði fyrsti samráðshópurinn þar sem hælisleitendur ættu sjálfir fulltrúa. „Ekkert um okkur án okkar“ hefur verið kjörorð ýmissa hópa sem sótt hafa rétt sinn. Hvað með þau sem leita hælis. Er þeirra tími kominn?Höfundur er prestur í Neskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Íslenskir aktívistar og fólk sem hér leitar hælis sem flóttamenn slógu upp búðum á Austurvelli í síðustu viku. Þau lutu í nótt í lægra haldi fyrir kulda og vosbúð og vonleysi og sorg vegna þess að nokkrir úr hópnum hafa þegar fengið neitun og verða brátt sendir úr landi og tóku búðirnar niður. Baráttan heldur áfram en ekki í tjaldi á Austurvelli. Mótmæli vekja iðulega hörð viðbrögð, enda eru þau gerð til að ná athygli. Með því að tjalda í miðborginni minntu þau sem leita hér hælis óþægilega á tilvist sína. Ef við sjáum þau, mætum þeim, þá getum við ekki látið eins og þau séu ekki hér, eins og þau séu ekki fólk, rétt eins og við, sem þráir venjulegt líf - vinnu, aðgang að heilbrigðisþjónustu, já, og frið. Það er vissulega auðveldara að líta framhjá hópnum ef hann er fjarri sjónum okkar. Og við gátum brugðist við með því að reiðast yfir því að þau væru á Austurvelli eða með því að nema staðar, sjá manneskjurnar og hlusta á þær. Aðalkrafa mótmælendanna sem voru á Austurvelli er einmitt að vera virt svars. Að fá áheyrn. Að stofnaður verði hópur með fulltrúum frá stjórnvöldum, frá fólki í leit að hæli, aktívistum, og einhverjum hlutlausum aðila, til dæmis Rauða krossinum og haldnir samráðsfundir um málefni hælisleitenda. Hvað vilja þau ræða? Þau vilja að öll mál hælisleitenda verði tekin til efnislegrar skoðunar í stað þess að fólki sé vísað brott á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Aðrar kröfur hópsins snúa að aðgangi að heilbrigðisþjónustu, möguleika á vinnu og því að einangrun þeirra í flóttamannabúðunum á Ásbrú verði rofin og búðirnar lagðar niður, enda séu þær skaðlegar andlegri heilsu þeirra sem þar búa. Þau biðja líka um tímabundna stöðvun brottvísunar meðan samráðsfundir standa yfir. Ég tek undir áhyggjur af skorti á efnislegri meðferð í fjölda mála og skora á stjórnvöld að endurskoða hvernig við notum Dyflinarreglugerðina, sem kveður á um að senda skuli hælisleitanda til þess aðildarríkis í Evrópu er hann kom fyrst til. Mörg þeirra landa sem við sendum fólk aftur til geta í raun ekki tekið við þeim og við erum með þessu að senda fólk í aðstæður sem við vitum að eru ekki mönnum sæmandi og beinlínis hættulegar fólki í viðkvæmri stöðu. Þetta á t.d. við um Ítalíu, Grikkland og Ungverjaland. Mótmælin halda áfram þó ekki verði tjaldað á Austurvelli. Þau biðja enn um áheyrn. Ég hvet stjórnvöld til að mæta þeim sem mótmæla og stofna samráðshóp. Það er fyrsta skrefið. Ég gæti trúað að það yrði fyrsti samráðshópurinn þar sem hælisleitendur ættu sjálfir fulltrúa. „Ekkert um okkur án okkar“ hefur verið kjörorð ýmissa hópa sem sótt hafa rétt sinn. Hvað með þau sem leita hælis. Er þeirra tími kominn?Höfundur er prestur í Neskirkju.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar