Trump jós lofi yfir Bolsonaro í Hvíta húsinu Kjartan Kjartansson skrifar 19. mars 2019 23:45 Það fór vel á með Bolsonaro og Trump.Brasilíski forsetinn afhenti Trump meðal annars treyju brasilíska knattspyrnulandsliðsins með nafni hans á bakinu. Vísir/EPA Fagnaðarfundir urðu í Hvíta húsinu í dag þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti tók á móti Jair Bolsonaro, brasilíska starfsbróður sínum, sem hefur verið líkt við Trump. Bandaríkjaforseti jós Bolsonaro lofi en brasilíski forsetinn sagðist standa með Trump gegn „falsfréttum“ og með „hefðbundnum fjölskyldulífstíl“. Hömlulaus hegðun og orðræða Bolsonaro í gegnum tíðina varð til þess að hann hefur verið kallaður „Hitabeltis-Trump“. Bolsonaro hefur ítrekað nítt samkynhneigða, konur, frumbyggja og blökkumenn og lofað fyrrum herforingjastjórn Brasilíu. Trump hefur verið sakaður um að hafa sérstakt dálæti á einræðisherrum og valdboðssinnum frá því að hann tók við sem forseti. Hann var fyrsti þjóðarleiðtoginn til þess að hringja í Bolsonaro og óska honum til hamingju með kosningasigur sinn í október. Forsetarnir tveir ræddu við blaðamenn í Hvíta húsinu í dag og fór Trump lofsamlegum orðum um Bolsonaro. Sagðist hann meðal annars vera stoltur af því að heyra Bolsonaro tala um „falsfréttir“. Bandaríkjaforseti fordæmir neikvæðir fréttir um sjálfan sig og ríkisstjórn hans reglulega sem „falsfréttir“. Sagði hann Bolsonaro hafa staðið sig frábærlega sem forseti og spáði því að samband þeirra yrði stórkostlegt. Þeir deili skoðunum um margt. Undir það tók Bolsonaro og sagðist dást að Trump forseta. „Brasilía og Bandaríkin standa saman í viðleitni sinni til að tryggja frelsi og virðingu fyrir hefðbundnum fjölskyldulífsstíl með virðingu fyrir guði,“ sagði Bolsonaro. Saman stæðu þeir einnig gegn „pólitísk rétthugsandi viðhorfum og falsfréttum“.Bolsonaro sagði fjölmiðlamönnum að hann væri viss um að Trump yrði endurkjörinn forseti á næsta ári.Vísir/EPAÝjaði að NATO-aðild fyrir Brasilíu Boðaði Trump nánara samstarf Bandaríkjanna og Brasilíu, jafnvel að hann myndi berjast fyrir því að Brasilía fengi inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO) þrátt fyrir að stofnsáttmáli bandalagsins útiloki það. Sagði hann blaðamönnum að hann ætlaði að lýsa Brasilíu sem „meiriháttar bandalagsríki utan NATO“ og „jafnvel, mögulega, ef maður byrjar að spá í það, kannski NATO-bandalagsríki“. Sagðist Trump þó þurfa að ræða við marga til að það gæti orðið að veruleika.AP-fréttastofan segir að Brasilía hafi lengi sóst eftir að fá stöðu bandalagsríki utan NATO til að auðvelda hernaðarsamvinnu og vopnakaup frá Bandaríkjunum. Bolsonaro hefur lýst stuðningi við harðlínustefnu Trump í innflytjendamálum. Hann hefur kallað innflytjendur frá fátækum ríkjum „úrhrök jarðarinnar“. „Meirihluti mögulegra innflytjenda hafa ekki góðar fyrirætlanir eða ætla sér ekki að gera sitt besta eða gera bandarísku þjóðinni gott,“ fullyrti Bolsonaro í viðtali við Fox News-sjónvarpsstöðina í gær. Bandaríkin Brasilía Donald Trump Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Fagnaðarfundir urðu í Hvíta húsinu í dag þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti tók á móti Jair Bolsonaro, brasilíska starfsbróður sínum, sem hefur verið líkt við Trump. Bandaríkjaforseti jós Bolsonaro lofi en brasilíski forsetinn sagðist standa með Trump gegn „falsfréttum“ og með „hefðbundnum fjölskyldulífstíl“. Hömlulaus hegðun og orðræða Bolsonaro í gegnum tíðina varð til þess að hann hefur verið kallaður „Hitabeltis-Trump“. Bolsonaro hefur ítrekað nítt samkynhneigða, konur, frumbyggja og blökkumenn og lofað fyrrum herforingjastjórn Brasilíu. Trump hefur verið sakaður um að hafa sérstakt dálæti á einræðisherrum og valdboðssinnum frá því að hann tók við sem forseti. Hann var fyrsti þjóðarleiðtoginn til þess að hringja í Bolsonaro og óska honum til hamingju með kosningasigur sinn í október. Forsetarnir tveir ræddu við blaðamenn í Hvíta húsinu í dag og fór Trump lofsamlegum orðum um Bolsonaro. Sagðist hann meðal annars vera stoltur af því að heyra Bolsonaro tala um „falsfréttir“. Bandaríkjaforseti fordæmir neikvæðir fréttir um sjálfan sig og ríkisstjórn hans reglulega sem „falsfréttir“. Sagði hann Bolsonaro hafa staðið sig frábærlega sem forseti og spáði því að samband þeirra yrði stórkostlegt. Þeir deili skoðunum um margt. Undir það tók Bolsonaro og sagðist dást að Trump forseta. „Brasilía og Bandaríkin standa saman í viðleitni sinni til að tryggja frelsi og virðingu fyrir hefðbundnum fjölskyldulífsstíl með virðingu fyrir guði,“ sagði Bolsonaro. Saman stæðu þeir einnig gegn „pólitísk rétthugsandi viðhorfum og falsfréttum“.Bolsonaro sagði fjölmiðlamönnum að hann væri viss um að Trump yrði endurkjörinn forseti á næsta ári.Vísir/EPAÝjaði að NATO-aðild fyrir Brasilíu Boðaði Trump nánara samstarf Bandaríkjanna og Brasilíu, jafnvel að hann myndi berjast fyrir því að Brasilía fengi inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO) þrátt fyrir að stofnsáttmáli bandalagsins útiloki það. Sagði hann blaðamönnum að hann ætlaði að lýsa Brasilíu sem „meiriháttar bandalagsríki utan NATO“ og „jafnvel, mögulega, ef maður byrjar að spá í það, kannski NATO-bandalagsríki“. Sagðist Trump þó þurfa að ræða við marga til að það gæti orðið að veruleika.AP-fréttastofan segir að Brasilía hafi lengi sóst eftir að fá stöðu bandalagsríki utan NATO til að auðvelda hernaðarsamvinnu og vopnakaup frá Bandaríkjunum. Bolsonaro hefur lýst stuðningi við harðlínustefnu Trump í innflytjendamálum. Hann hefur kallað innflytjendur frá fátækum ríkjum „úrhrök jarðarinnar“. „Meirihluti mögulegra innflytjenda hafa ekki góðar fyrirætlanir eða ætla sér ekki að gera sitt besta eða gera bandarísku þjóðinni gott,“ fullyrti Bolsonaro í viðtali við Fox News-sjónvarpsstöðina í gær.
Bandaríkin Brasilía Donald Trump Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira