Bjóða milljón dali fyrir son Osama bin Laden Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. mars 2019 07:22 Ekki er vitað hvar Hamza bin Laden er niðurkominn. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna Bandaríkjastjórn hefur sett eina milljón bandaríkjadala til höfuðs Hamza bin Laden. Hann er sonur hryðjuverkaleiðtogans Osama bin Laden sem sagður er hafa skipulagt árásirnar á Bandaríkin þann 11. september 2001. Talið er að sonurinn haldi til í landamærahéruðum Afganistans og Pakistans og óttast menn að hann sé að verða nýr leiðtogi al-Kaída samtakanna. Síðustu misserin hefur Hamza sent frá sér myndbönd og hljóðupptökur þar sem hann hvetur fylgjendur sína til að gera árásir á Bandaríkin og bandamenn þeirra, til að hefna fyrir morðið á Osama bin Laden. Sérsveit bandaríska hersins drap Osama í Pakistan árið 2011 en sonur hans Hamza er talinn vera þrítugur. Bandarísk stjórnvöld skilgreindu Hamza sem hryðjuverkmann fyrir tveimur árum. Hann er talinn hafa gifst dóttur Mohammed Atta, eins árásarmannanna sem rændi farþegaþotu og flaug henni á Tvíburaturnana árið 2001. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir að bréf sem fundust í fórum Osama bin Laden, þegar hendur voru hafðar í hári hans í Abbottabad í Pakistan, bendi til að hryðjuverkaleiðtoginn hafi verið að þjálfa Hamza til að taka við af sér sem leiðtogi al-Kaída. Ekki er vitað nákvæmlega hvar Hamza er niðurkominn en talið er að hann hafi búið í Íran, Pakistan, Afganistan og Sýrland á undanförnum árum. „Hann gæti verið hvar sem er í suðurhluta Mið-Asíu,“ er haft eftir embættismanni í bandarísku utanríkisþjónustunni. Sem fyrr segir eru þó mestar líkur taldar á að Hamza sé einhvers staðar við landamæri Pakistan og Afganistan.WANTED. Up to $1 million for information on Hamza bin Laden, an emerging al-Qa'ida leader. Hamza is son of Usama bin Laden and has threatened attacks against the United States and allies. Relocation possible. Submit a tip, get paid. https://t.co/LtBVhsrwTc #RFJ pic.twitter.com/gmx5hkoSzQ— Rewards for Justice (@Rewards4Justice) February 28, 2019 Afganistan Pakistan Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Fleiri fréttir Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Sjá meira
Bandaríkjastjórn hefur sett eina milljón bandaríkjadala til höfuðs Hamza bin Laden. Hann er sonur hryðjuverkaleiðtogans Osama bin Laden sem sagður er hafa skipulagt árásirnar á Bandaríkin þann 11. september 2001. Talið er að sonurinn haldi til í landamærahéruðum Afganistans og Pakistans og óttast menn að hann sé að verða nýr leiðtogi al-Kaída samtakanna. Síðustu misserin hefur Hamza sent frá sér myndbönd og hljóðupptökur þar sem hann hvetur fylgjendur sína til að gera árásir á Bandaríkin og bandamenn þeirra, til að hefna fyrir morðið á Osama bin Laden. Sérsveit bandaríska hersins drap Osama í Pakistan árið 2011 en sonur hans Hamza er talinn vera þrítugur. Bandarísk stjórnvöld skilgreindu Hamza sem hryðjuverkmann fyrir tveimur árum. Hann er talinn hafa gifst dóttur Mohammed Atta, eins árásarmannanna sem rændi farþegaþotu og flaug henni á Tvíburaturnana árið 2001. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir að bréf sem fundust í fórum Osama bin Laden, þegar hendur voru hafðar í hári hans í Abbottabad í Pakistan, bendi til að hryðjuverkaleiðtoginn hafi verið að þjálfa Hamza til að taka við af sér sem leiðtogi al-Kaída. Ekki er vitað nákvæmlega hvar Hamza er niðurkominn en talið er að hann hafi búið í Íran, Pakistan, Afganistan og Sýrland á undanförnum árum. „Hann gæti verið hvar sem er í suðurhluta Mið-Asíu,“ er haft eftir embættismanni í bandarísku utanríkisþjónustunni. Sem fyrr segir eru þó mestar líkur taldar á að Hamza sé einhvers staðar við landamæri Pakistan og Afganistan.WANTED. Up to $1 million for information on Hamza bin Laden, an emerging al-Qa'ida leader. Hamza is son of Usama bin Laden and has threatened attacks against the United States and allies. Relocation possible. Submit a tip, get paid. https://t.co/LtBVhsrwTc #RFJ pic.twitter.com/gmx5hkoSzQ— Rewards for Justice (@Rewards4Justice) February 28, 2019
Afganistan Pakistan Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Fleiri fréttir Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Sjá meira