Verður Anthony Smith bara enn eitt fórnarlamb Jon Jones? Pétur Marinó Jónsson skrifar 2. mars 2019 12:30 Jon Jones og Anthony Smith. Vísir/Getty UFC 235 fer fram í nótt þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Þeir Jon Jones og Anthony Smith mætast um léttþungavigtartitilinn í aðalbardaga kvöldsins og eru ekki margir sem gefa Smith séns á sigri. Jon Jones ætlar að vera iðinn við kolann á þessu ári og langar að berjast þrjá til fjóra bardaga á árinu. Jones barðist síðast í desember 2018 þegar hann sigraði Alexander Gustafsson en undanfarin ár hefur hann lítið barist vegna vandræða hans utan búrsins. Jones hefur bara barist fjóra bardaga síðan 2015 og gæti nú loksins verið að sýna okkur bardagamanninn sem allir hafa lengi beðið eftir. Lyfjapróf hans verða þó alltaf í umræðunni en ef hann heldur sér á beinu brautinni og berst oft eru honum allir vegir færir. Í nótt mætir hann Anthony Smith og er óhætt að segja að fáir reikni með sigri hjá honum. Stuðullinn á Smith er afar hár og væri sigur hjá honum ein óvæntustu úrslit sögunnar. Stærsti möguleiki Smith er að ná að rota Jones en þó það þurfi bara eitt högg til að gera út af við bardaga er erfitt að sjá fyrir sér Jones rotast. Í 19 bardögum í UFC hefur Jones aldrei verið vankaður og hefur hann þegar mætt mönnum með svipaða eiginleika og Smith. Það lítur því allt út fyrir að Smith verði bara enn eitt fórnarlamb Jon Jones. Sagan hefur þó sýnt okkur að það er aldrei hægt að útiloka neitt í MMA og er Smith staðráðinn í að verða sá fyrsti til að leggja Jones að velli. Þó úrslitin séu ekki tvísýn fyrir bardagann er alltaf gaman að sjá einn þann besta leika listir sínar í búrinu. Fyrri titilbardagi kvöldsins er jafnari á pappírum en þar mætast þeir Tyron Woodley og Kamaru Usman um veltivigtartitil UFC. Woodley er ríkjandi meistari en Usman hefur unnið alla níu bardaga sína. UFC 235 verður sýnt á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl. 3 í nótt. MMA Tengdar fréttir UFC byrjað að hita upp fyrir risakvöld helgarinnar UFC 235 fer fram um næstu helgi í Las Vegas en þetta er eitt svakalegasta kvöld sem UFC hefur boðið upp á lengi. 27. febrúar 2019 14:00 Sami sterinn virðist vera fastur í Jon Jones | Fær að berjast á morgun Sagan endalausa með Jon Jones og lyfjapróf hélt áfram í gær er í ljós kom að fjögur lyfjapróf fyrir bardaga helgarinnar hefðu reynst jákvæð. 1. mars 2019 12:00 Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
UFC 235 fer fram í nótt þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Þeir Jon Jones og Anthony Smith mætast um léttþungavigtartitilinn í aðalbardaga kvöldsins og eru ekki margir sem gefa Smith séns á sigri. Jon Jones ætlar að vera iðinn við kolann á þessu ári og langar að berjast þrjá til fjóra bardaga á árinu. Jones barðist síðast í desember 2018 þegar hann sigraði Alexander Gustafsson en undanfarin ár hefur hann lítið barist vegna vandræða hans utan búrsins. Jones hefur bara barist fjóra bardaga síðan 2015 og gæti nú loksins verið að sýna okkur bardagamanninn sem allir hafa lengi beðið eftir. Lyfjapróf hans verða þó alltaf í umræðunni en ef hann heldur sér á beinu brautinni og berst oft eru honum allir vegir færir. Í nótt mætir hann Anthony Smith og er óhætt að segja að fáir reikni með sigri hjá honum. Stuðullinn á Smith er afar hár og væri sigur hjá honum ein óvæntustu úrslit sögunnar. Stærsti möguleiki Smith er að ná að rota Jones en þó það þurfi bara eitt högg til að gera út af við bardaga er erfitt að sjá fyrir sér Jones rotast. Í 19 bardögum í UFC hefur Jones aldrei verið vankaður og hefur hann þegar mætt mönnum með svipaða eiginleika og Smith. Það lítur því allt út fyrir að Smith verði bara enn eitt fórnarlamb Jon Jones. Sagan hefur þó sýnt okkur að það er aldrei hægt að útiloka neitt í MMA og er Smith staðráðinn í að verða sá fyrsti til að leggja Jones að velli. Þó úrslitin séu ekki tvísýn fyrir bardagann er alltaf gaman að sjá einn þann besta leika listir sínar í búrinu. Fyrri titilbardagi kvöldsins er jafnari á pappírum en þar mætast þeir Tyron Woodley og Kamaru Usman um veltivigtartitil UFC. Woodley er ríkjandi meistari en Usman hefur unnið alla níu bardaga sína. UFC 235 verður sýnt á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl. 3 í nótt.
MMA Tengdar fréttir UFC byrjað að hita upp fyrir risakvöld helgarinnar UFC 235 fer fram um næstu helgi í Las Vegas en þetta er eitt svakalegasta kvöld sem UFC hefur boðið upp á lengi. 27. febrúar 2019 14:00 Sami sterinn virðist vera fastur í Jon Jones | Fær að berjast á morgun Sagan endalausa með Jon Jones og lyfjapróf hélt áfram í gær er í ljós kom að fjögur lyfjapróf fyrir bardaga helgarinnar hefðu reynst jákvæð. 1. mars 2019 12:00 Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
UFC byrjað að hita upp fyrir risakvöld helgarinnar UFC 235 fer fram um næstu helgi í Las Vegas en þetta er eitt svakalegasta kvöld sem UFC hefur boðið upp á lengi. 27. febrúar 2019 14:00
Sami sterinn virðist vera fastur í Jon Jones | Fær að berjast á morgun Sagan endalausa með Jon Jones og lyfjapróf hélt áfram í gær er í ljós kom að fjögur lyfjapróf fyrir bardaga helgarinnar hefðu reynst jákvæð. 1. mars 2019 12:00
Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00