Einn besti leikur Mitchell í endurkomusigri á Bucks Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. mars 2019 09:30 Donovan Mitchell vísir/getty Utah Jazz gerði sér lítið fyrir og lagði besta lið NBA deildarinnar Milwaukee Bucks að velli í nótt með ótrúlegri endurkomu í fjórða leikhluta. Það munaði sautján stigum á liðunum þegar tæpar tíu mínútur voru eftir í síðasta fjórðungnum. Þá tóku hins vegar heimamenn í Utah öll völd á vellinum og fóru á 17-2 kafla og minnkuðu muninn í 92-90. Donovan Mitchell jafnaði leikinn þegar fjórar mínútur voru eftir og var leikurinn í járnum það sem eftir var. Donovan Mitchell kom stöðunni í 115-111 af vítalínunni þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum. Gestirnir náðu ekki að svara og sigurinn heimamanna. Mitchell skoraði 46 stig sem er hans besta á ferlinum. 17 af þeim stigum komu á síðustu átta mínútum leiksins.@spidadmitchell (career-high 46 PTS) & @Giannis_An34 (43 PTS) put on an epic scoring duel as the @utahjazz win at home! #TeamIsEverythingpic.twitter.com/VmpNsC63UN — NBA (@NBA) March 3, 2019 Það gengur lítið upp hjá Los Angeles Lakers þessa dagana og þeir hittu botninn í nótt þegar þeir töpuðu fyrir versta liði deildarinnar Phoenix Suns. Þetta var aðeins þrettándi sigur Suns í 64 leikjum í vetur. LeBron James reyndi hvað hann gat að draga sína menn áfram en það gekk ekki í þetta skiptið þrátt fyrir 27 stig, 16 stoðsendingar og 9 fráköst. Lakers er nú fjórum og hálfum sigri frá sæti í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar þegar nítján leikir eru eftir í deildarkeppninni.#TimeToRise@DeandreAyton patrols the paint in the @Suns home win with 26 PTS, 10 REB! #NBARookspic.twitter.com/EZRKs0W4kn — NBA (@NBA) March 3, 2019 Stephen Curry leiddi meistarana í Golden State Warriors til sigurs gegn Philadelphia 76ers. Curry var í villuvandræðum en spilaði í gegnum þau og setti 28 stig í naumum 120-117 sigri Golden State. Hann var fjarverandi mest allan þriðja leikhluta en á lokasprettinum í fjórða leikhluta var það Curry sem fór fyrir gestunum og kláraði leikinn. Kevin Durant var stigahæstur í liði Golden State með 34 stig og DeMarcus Cousins bætti 25 við.@KDTrey5 (34 PTS, 5 AST) and @StephenCurry30 (28 PTS, 5 3PM) fuel the @warriors road W against Philadelphia! #DubNationpic.twitter.com/KlPTUDMWZt — NBA (@NBA) March 3, 2019Úrslit næturinnar: Cleveland Cavaliers - Detroit Pistons 93-129 Indiana Pacers - Orlando Magic 112-117 Miami Heat - Brooklyn Nets 117-88 Philadelphia 76ers - Golden State Warriors 117-120 Dallas Mavericks - Memphis Grizzlies 81-111 San Antonio Spurs - Oklahoma City Thunder 116-102 Denver Nuggets - New Orleans Pelicans 112-120 Phoenix Suns - Los Angeles Lakers 118-109 Utah Jazz - Milwaukee Bucks 115-111 NBA Mest lesið Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Utah Jazz gerði sér lítið fyrir og lagði besta lið NBA deildarinnar Milwaukee Bucks að velli í nótt með ótrúlegri endurkomu í fjórða leikhluta. Það munaði sautján stigum á liðunum þegar tæpar tíu mínútur voru eftir í síðasta fjórðungnum. Þá tóku hins vegar heimamenn í Utah öll völd á vellinum og fóru á 17-2 kafla og minnkuðu muninn í 92-90. Donovan Mitchell jafnaði leikinn þegar fjórar mínútur voru eftir og var leikurinn í járnum það sem eftir var. Donovan Mitchell kom stöðunni í 115-111 af vítalínunni þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum. Gestirnir náðu ekki að svara og sigurinn heimamanna. Mitchell skoraði 46 stig sem er hans besta á ferlinum. 17 af þeim stigum komu á síðustu átta mínútum leiksins.@spidadmitchell (career-high 46 PTS) & @Giannis_An34 (43 PTS) put on an epic scoring duel as the @utahjazz win at home! #TeamIsEverythingpic.twitter.com/VmpNsC63UN — NBA (@NBA) March 3, 2019 Það gengur lítið upp hjá Los Angeles Lakers þessa dagana og þeir hittu botninn í nótt þegar þeir töpuðu fyrir versta liði deildarinnar Phoenix Suns. Þetta var aðeins þrettándi sigur Suns í 64 leikjum í vetur. LeBron James reyndi hvað hann gat að draga sína menn áfram en það gekk ekki í þetta skiptið þrátt fyrir 27 stig, 16 stoðsendingar og 9 fráköst. Lakers er nú fjórum og hálfum sigri frá sæti í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar þegar nítján leikir eru eftir í deildarkeppninni.#TimeToRise@DeandreAyton patrols the paint in the @Suns home win with 26 PTS, 10 REB! #NBARookspic.twitter.com/EZRKs0W4kn — NBA (@NBA) March 3, 2019 Stephen Curry leiddi meistarana í Golden State Warriors til sigurs gegn Philadelphia 76ers. Curry var í villuvandræðum en spilaði í gegnum þau og setti 28 stig í naumum 120-117 sigri Golden State. Hann var fjarverandi mest allan þriðja leikhluta en á lokasprettinum í fjórða leikhluta var það Curry sem fór fyrir gestunum og kláraði leikinn. Kevin Durant var stigahæstur í liði Golden State með 34 stig og DeMarcus Cousins bætti 25 við.@KDTrey5 (34 PTS, 5 AST) and @StephenCurry30 (28 PTS, 5 3PM) fuel the @warriors road W against Philadelphia! #DubNationpic.twitter.com/KlPTUDMWZt — NBA (@NBA) March 3, 2019Úrslit næturinnar: Cleveland Cavaliers - Detroit Pistons 93-129 Indiana Pacers - Orlando Magic 112-117 Miami Heat - Brooklyn Nets 117-88 Philadelphia 76ers - Golden State Warriors 117-120 Dallas Mavericks - Memphis Grizzlies 81-111 San Antonio Spurs - Oklahoma City Thunder 116-102 Denver Nuggets - New Orleans Pelicans 112-120 Phoenix Suns - Los Angeles Lakers 118-109 Utah Jazz - Milwaukee Bucks 115-111
NBA Mest lesið Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira