Geta tekist á við breytingar á vinnumarkaði í fjórðu iðnbyltingunni Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2019 13:30 Huginn Freyr Þorsteinsson stýrði nefnd sem vann skýrslu um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á vinnumarkað. Fréttablaðið/GVA Fjórða iðnbyltingin með aukinni sjálfvirknivæðingu þýðir ekki endilega að störf hverfi en þau geta hins vegar breyst mikið. Þetta segir Huginn Freyr Þorsteinsson sem fór fyrir nefnd sem ríkisstjórnin skipaði til að kortleggja áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á vinnumarkað framtíðarinnar. Hann telur Ísland geta tekist á við breytingarnar með undirbúningi. Því er spáð að miklar breytingar verði á vinnumarkaði með framþróun í gervigreind og annarri tækni sem leiði til aukinnar sjálfvirknivæðingar á næstu árum og áratugum. Í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sagði Huginn Freyr að það væri ekkert nýtt að störf hyrfu eða breyttust. Vísaði hann meðal annars til þess hvernig vinnuafl á Íslandi hefði fært sig úr landbúnaði og sjávarútvegi yfir í þjónustustörf á síðustu öld. „Við höfum alltaf verið að glíma við einhvers konar svona þróun þannig að við þurfum ekki að óttast breytingar á vinnumarkaði, það er kannski bara hvað við gerum í þessu millibilsástandi þegar við erum að fara í gengum breytingarnar,“ sagði hann en nefndin sem hann stýrði skilaði skýrslu sinni til forsætisráðherra á föstudag. Opinber stefnumótun en ekki tæknin væri lausnin á því millibilsástandi. Tryggja þurfi að velferðarkerfi sé til staðar, möguleiki á símenntun og þjálfun mannaflans í grunnfærni. Bæði vinnuveitendur og verkalýðshreyfingin þurfi að bera ábyrgð á að þjálfa starfsfólk í ný störf. Sagði Huginn Freyr að rannsóknir hefðu sýnt að Norðurlöndin væru betur í stakk búin en flest önnur ríki að takast á við afleiðingar fjórðu iðnbyltingarinnar. Hópurinn sem hann stýrði hefði komist að því að Ísland sé á svipuðum stað og nágrannaríkin hvað þetta varðar.Aldan kemur yfir okkur ef ekkert verður gert Áhrif sjálfvirknivæðingarinnar kom ekki jafnt niður á ólíka hópa á vinnumarkaði. Huginn Freyr sagði að störf sem væru fjölbreytt væru ólíklegri til að breytast eða hverfa en þar sem mikillar endurtekningar væri krafist, hvort sem þau krefðust líkamslegs afls eða hugarafls. Þannig gætu breytingarnar haft meiri áhrif á hefðbundin karlastörf en störf kvenna, störf á landsbyggðinni frekar en í þéttbýli og á störf erlendra ríkisborgara frekar en innfæddra. Einnig væri hætta á að störf sem ungt fólk í leit að reynslu á vinnumarkaði hafi leitað í glatist. „Það er ljóst að mörg þau störf sem ungt fólk hefur verið að vinna í munu breytast eða hverfa. Þetta eru þá til dæmis afgreiðslustörf í búðum og svo framvegis,“ sagði hann. Nefndin sem Huginn Freyr stýrði reyndi að jarðtengja umræðu um fjórðu iðnbyltinguna og leggja hvað heiðarlegar staðreyndir um hvað gæti gerst, að hans sögn. Breytingar ættu eftir að verða á vinnumarkaði. Mikill arður yrði til fyrir þá sem næðu árangri í sjálfsvirknivæðingu og tryggja þyrfti sanngjarna dreifingu gæðanna. Ýmisleg siðferðisleg álitaefni ættu ennfremur eftir að koma upp. „Þetta eru allt hlutir sem er mögulegt að takast á við en ef við gerum ekki neitt þá kemur þessi alda bara yfir okkur,“ sagði Huginn Freyr. Kjaramál Sprengisandur Tækni Vinnumarkaður Tengdar fréttir Búa vinnumarkaðinn undir fjórðu iðnbyltinguna Töluverð endurýjunarþörf er í kennarastéttinni og í ýmsum iðngreinum þar sem starfsfólk er að eldast en nýútskrifaðir háskólanemar flykkjast í sérfæðistörf tengd líftækni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu á vinnumarkaðnum sem verður notuð í stefnumótun í menntakerfinu. 25. júní 2018 20:00 Forsætisráðherra segir þjóðina stadda í miðri á fjórðu iðnbyltingarinnar Ráðherra segir mikilvægt að stjórnvöld setji sér aðgerðaráætlun til lengri tíma enda muni breytingarnar hafa áhrif á nánast öll störf. 2. mars 2019 13:02 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Sjá meira
Fjórða iðnbyltingin með aukinni sjálfvirknivæðingu þýðir ekki endilega að störf hverfi en þau geta hins vegar breyst mikið. Þetta segir Huginn Freyr Þorsteinsson sem fór fyrir nefnd sem ríkisstjórnin skipaði til að kortleggja áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á vinnumarkað framtíðarinnar. Hann telur Ísland geta tekist á við breytingarnar með undirbúningi. Því er spáð að miklar breytingar verði á vinnumarkaði með framþróun í gervigreind og annarri tækni sem leiði til aukinnar sjálfvirknivæðingar á næstu árum og áratugum. Í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sagði Huginn Freyr að það væri ekkert nýtt að störf hyrfu eða breyttust. Vísaði hann meðal annars til þess hvernig vinnuafl á Íslandi hefði fært sig úr landbúnaði og sjávarútvegi yfir í þjónustustörf á síðustu öld. „Við höfum alltaf verið að glíma við einhvers konar svona þróun þannig að við þurfum ekki að óttast breytingar á vinnumarkaði, það er kannski bara hvað við gerum í þessu millibilsástandi þegar við erum að fara í gengum breytingarnar,“ sagði hann en nefndin sem hann stýrði skilaði skýrslu sinni til forsætisráðherra á föstudag. Opinber stefnumótun en ekki tæknin væri lausnin á því millibilsástandi. Tryggja þurfi að velferðarkerfi sé til staðar, möguleiki á símenntun og þjálfun mannaflans í grunnfærni. Bæði vinnuveitendur og verkalýðshreyfingin þurfi að bera ábyrgð á að þjálfa starfsfólk í ný störf. Sagði Huginn Freyr að rannsóknir hefðu sýnt að Norðurlöndin væru betur í stakk búin en flest önnur ríki að takast á við afleiðingar fjórðu iðnbyltingarinnar. Hópurinn sem hann stýrði hefði komist að því að Ísland sé á svipuðum stað og nágrannaríkin hvað þetta varðar.Aldan kemur yfir okkur ef ekkert verður gert Áhrif sjálfvirknivæðingarinnar kom ekki jafnt niður á ólíka hópa á vinnumarkaði. Huginn Freyr sagði að störf sem væru fjölbreytt væru ólíklegri til að breytast eða hverfa en þar sem mikillar endurtekningar væri krafist, hvort sem þau krefðust líkamslegs afls eða hugarafls. Þannig gætu breytingarnar haft meiri áhrif á hefðbundin karlastörf en störf kvenna, störf á landsbyggðinni frekar en í þéttbýli og á störf erlendra ríkisborgara frekar en innfæddra. Einnig væri hætta á að störf sem ungt fólk í leit að reynslu á vinnumarkaði hafi leitað í glatist. „Það er ljóst að mörg þau störf sem ungt fólk hefur verið að vinna í munu breytast eða hverfa. Þetta eru þá til dæmis afgreiðslustörf í búðum og svo framvegis,“ sagði hann. Nefndin sem Huginn Freyr stýrði reyndi að jarðtengja umræðu um fjórðu iðnbyltinguna og leggja hvað heiðarlegar staðreyndir um hvað gæti gerst, að hans sögn. Breytingar ættu eftir að verða á vinnumarkaði. Mikill arður yrði til fyrir þá sem næðu árangri í sjálfsvirknivæðingu og tryggja þyrfti sanngjarna dreifingu gæðanna. Ýmisleg siðferðisleg álitaefni ættu ennfremur eftir að koma upp. „Þetta eru allt hlutir sem er mögulegt að takast á við en ef við gerum ekki neitt þá kemur þessi alda bara yfir okkur,“ sagði Huginn Freyr.
Kjaramál Sprengisandur Tækni Vinnumarkaður Tengdar fréttir Búa vinnumarkaðinn undir fjórðu iðnbyltinguna Töluverð endurýjunarþörf er í kennarastéttinni og í ýmsum iðngreinum þar sem starfsfólk er að eldast en nýútskrifaðir háskólanemar flykkjast í sérfæðistörf tengd líftækni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu á vinnumarkaðnum sem verður notuð í stefnumótun í menntakerfinu. 25. júní 2018 20:00 Forsætisráðherra segir þjóðina stadda í miðri á fjórðu iðnbyltingarinnar Ráðherra segir mikilvægt að stjórnvöld setji sér aðgerðaráætlun til lengri tíma enda muni breytingarnar hafa áhrif á nánast öll störf. 2. mars 2019 13:02 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Sjá meira
Búa vinnumarkaðinn undir fjórðu iðnbyltinguna Töluverð endurýjunarþörf er í kennarastéttinni og í ýmsum iðngreinum þar sem starfsfólk er að eldast en nýútskrifaðir háskólanemar flykkjast í sérfæðistörf tengd líftækni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu á vinnumarkaðnum sem verður notuð í stefnumótun í menntakerfinu. 25. júní 2018 20:00
Forsætisráðherra segir þjóðina stadda í miðri á fjórðu iðnbyltingarinnar Ráðherra segir mikilvægt að stjórnvöld setji sér aðgerðaráætlun til lengri tíma enda muni breytingarnar hafa áhrif á nánast öll störf. 2. mars 2019 13:02