Reggie Miller: Hvað hefur komið fyrir elsku NBA deildina mína? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2019 15:30 Trae Young skildi ekkert í tæknivillunni og fleiri voru líka hissa. Getty/Matt Marton NBA-goðsögn hefur áhyggjur af viðkvæmni hjá NBA-dómurum eftir að einn besti nýliði NBA-deildarinnar í vetur var sendur í sturtu í nótt. Trae Young, nýliðinn hjá Atlanta Hawks, var rekinn út úr húsi í NBA-deildinni í nótt að því virðist fyrir að stara á mótherja sinn og sá hinn sami var ekki einu sinni að horfa á hann. Trae Young var með 18 stig og 5 stoðsendingar á 18 mínútum áður en hann var rekinn út úr húsi. Þetta var hans önnur tæknivilla í leiknum og þess vegna var hann útilokaður frá frekari leik.Trae Young is so good now that his taunts (apparently) warrant ejections. Look, if the kid can pull up from 28 & drain a 3 in some dude's face, he's earned the right to do whatever he wants afterward. This tech is weak sauce pic.twitter.com/jVtvXtnaaX — Michael Lee (@MrMichaelLee) March 3, 2019Atlanta Hawks náði engu að síður að vinna 123-118 sigur á Chicago Bulls án hans. Trae Young hafði komið liðinu í 78-62 með því að setja niður þrist. Hann starði hnakkann á Kris Dunn í framhaldinu og einn dómaranna skellti á honum tæknivillu. NBA goðsögnin Reggie Miller var þekktur fyrir frábæra hittni og að spila jafnan best þegar allt var undir í leikjunum. Hann var líka óhræddur við að láta móherja sína vita af því hversu góður hann var. Það þarf því ekki að koma mikið á óvart að Reggie Miller hafi látið í sér heyra eftir tæknivillu næturinnar. „Hvað hefur komið fyrir elsku NBA deildina mína? Allt er svo mjúkt og viðkvæmt núna. Trae Young átti aldrei að fá tæknivillu fyrir þetta. Ég hefði verið blankur og búið að henda mér út úr deildinni eftir tvö ár,“ skrifaði Reggie Miller eins og sjá má hér fyrir neðan.What’s happened to my beloved NBA game? So damn SOFT and SENSITIVE now, nooooo way Trae Young should be given a technical for this.. I would have been broke and out of the league in 2 years ... #LetBallersBallpic.twitter.com/0eKlxOCx8V — Reggie Miller (@ReggieMillerTNT) March 3, 2019 NBA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
NBA-goðsögn hefur áhyggjur af viðkvæmni hjá NBA-dómurum eftir að einn besti nýliði NBA-deildarinnar í vetur var sendur í sturtu í nótt. Trae Young, nýliðinn hjá Atlanta Hawks, var rekinn út úr húsi í NBA-deildinni í nótt að því virðist fyrir að stara á mótherja sinn og sá hinn sami var ekki einu sinni að horfa á hann. Trae Young var með 18 stig og 5 stoðsendingar á 18 mínútum áður en hann var rekinn út úr húsi. Þetta var hans önnur tæknivilla í leiknum og þess vegna var hann útilokaður frá frekari leik.Trae Young is so good now that his taunts (apparently) warrant ejections. Look, if the kid can pull up from 28 & drain a 3 in some dude's face, he's earned the right to do whatever he wants afterward. This tech is weak sauce pic.twitter.com/jVtvXtnaaX — Michael Lee (@MrMichaelLee) March 3, 2019Atlanta Hawks náði engu að síður að vinna 123-118 sigur á Chicago Bulls án hans. Trae Young hafði komið liðinu í 78-62 með því að setja niður þrist. Hann starði hnakkann á Kris Dunn í framhaldinu og einn dómaranna skellti á honum tæknivillu. NBA goðsögnin Reggie Miller var þekktur fyrir frábæra hittni og að spila jafnan best þegar allt var undir í leikjunum. Hann var líka óhræddur við að láta móherja sína vita af því hversu góður hann var. Það þarf því ekki að koma mikið á óvart að Reggie Miller hafi látið í sér heyra eftir tæknivillu næturinnar. „Hvað hefur komið fyrir elsku NBA deildina mína? Allt er svo mjúkt og viðkvæmt núna. Trae Young átti aldrei að fá tæknivillu fyrir þetta. Ég hefði verið blankur og búið að henda mér út úr deildinni eftir tvö ár,“ skrifaði Reggie Miller eins og sjá má hér fyrir neðan.What’s happened to my beloved NBA game? So damn SOFT and SENSITIVE now, nooooo way Trae Young should be given a technical for this.. I would have been broke and out of the league in 2 years ... #LetBallersBallpic.twitter.com/0eKlxOCx8V — Reggie Miller (@ReggieMillerTNT) March 3, 2019
NBA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira