Sunna: Hlakka til að fá að taka aðeins í þær Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. mars 2019 19:15 Sunna er orðin mjög spennt fyrir bardagakvöldinu í Kansas City. Bardagakonan Sunna Tsunami mun loksins stíga aftur inn í búrið í byrjun maí. Hún mun þá berjast í nýrri keppni á vegum Invicta bardagasambandsins. Bardagakvöld Invicta mun fara fram þann 3. maí en fyrirkomulagið er óhefðbundið. Átta bardagakonur munu berjast í útsláttarkeppni þar til ein stendur eftir. Fari Sunna alla leið gæti hún þurft að berjast þrisvar um kvöldið. Hún kvartar ekki yfir því enda verið frá í næstum því tvö ár vegna meiðsla. „Þetta eru hörkunaglar sem ég er að fara á móti. Ég hlakka mikið til að spreyta mig á móti þeim og þetta eru mjög verðugir andstæðingar. Ég hlakka mikið til að fá að taka aðeins í þær,“ segir Sunna ákveðin og augljóslega mjög spennt. Í átta liða og undanúrslitunum er aðeins keppt í eina lotu en úrslitabardaginn verður þrjár lotur. Það er ýmislegt gert til þess að stuttu bardagarnir verði enn skemmtilegri en ella. „Það er ætlast til að við klárum bardagana og það verða verðlaun fyrir þær sem klára. Sú sem klárar sinn bardaga á stystum tíma fær að velja sér næsta andstæðing. Það eru verðlaun út af fyrir sér og þetta er rosalega spennandi. Þær eiga allar eftir að koma brjálaðar inn og þetta verður þvílík veisla.“ Andstæðingar Sunnu þetta kvöld eru allar með meiri reynslu en hún og þar af koma þrjár úr UFC. Okkar kona óttast það ekkert að verkefnið sé of stórt. „Þetta er stærsta tækifærið mitt hingað til og stærsta bardagakvöld sem ég hef tekið þátt í. Ég hef tekið þátt í MMA og glímumótum þar sem ég keppi nokkra daga í röð. Ég ætla að gefa allt í þetta og stefni á að standa uppi sem sigurvegari. Ég hef gert það áður og ætla að gera það aftur núna.“Klippa: Sunna Tsunami mun loksins stíga aftur inn í búrið MMA Tengdar fréttir Sunna snýr aftur í búrið eftir 20 mánaða fjarveru Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst í Kansas eftir tvo mánuði. 4. mars 2019 07:41 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Bardagakonan Sunna Tsunami mun loksins stíga aftur inn í búrið í byrjun maí. Hún mun þá berjast í nýrri keppni á vegum Invicta bardagasambandsins. Bardagakvöld Invicta mun fara fram þann 3. maí en fyrirkomulagið er óhefðbundið. Átta bardagakonur munu berjast í útsláttarkeppni þar til ein stendur eftir. Fari Sunna alla leið gæti hún þurft að berjast þrisvar um kvöldið. Hún kvartar ekki yfir því enda verið frá í næstum því tvö ár vegna meiðsla. „Þetta eru hörkunaglar sem ég er að fara á móti. Ég hlakka mikið til að spreyta mig á móti þeim og þetta eru mjög verðugir andstæðingar. Ég hlakka mikið til að fá að taka aðeins í þær,“ segir Sunna ákveðin og augljóslega mjög spennt. Í átta liða og undanúrslitunum er aðeins keppt í eina lotu en úrslitabardaginn verður þrjár lotur. Það er ýmislegt gert til þess að stuttu bardagarnir verði enn skemmtilegri en ella. „Það er ætlast til að við klárum bardagana og það verða verðlaun fyrir þær sem klára. Sú sem klárar sinn bardaga á stystum tíma fær að velja sér næsta andstæðing. Það eru verðlaun út af fyrir sér og þetta er rosalega spennandi. Þær eiga allar eftir að koma brjálaðar inn og þetta verður þvílík veisla.“ Andstæðingar Sunnu þetta kvöld eru allar með meiri reynslu en hún og þar af koma þrjár úr UFC. Okkar kona óttast það ekkert að verkefnið sé of stórt. „Þetta er stærsta tækifærið mitt hingað til og stærsta bardagakvöld sem ég hef tekið þátt í. Ég hef tekið þátt í MMA og glímumótum þar sem ég keppi nokkra daga í röð. Ég ætla að gefa allt í þetta og stefni á að standa uppi sem sigurvegari. Ég hef gert það áður og ætla að gera það aftur núna.“Klippa: Sunna Tsunami mun loksins stíga aftur inn í búrið
MMA Tengdar fréttir Sunna snýr aftur í búrið eftir 20 mánaða fjarveru Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst í Kansas eftir tvo mánuði. 4. mars 2019 07:41 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Sunna snýr aftur í búrið eftir 20 mánaða fjarveru Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst í Kansas eftir tvo mánuði. 4. mars 2019 07:41