Agnes byrjaði að æfa borðtennis fyrir um þremur árum. Hún hefur tvíveigis orðið Íslandsmeistari í unglingaflokki og stefnir á þriðja titilinn á næstu dögum.
„Ég bjóst ekki við því að komast í úrslitaleikinn en ég ætlaði að reyna að vinna að minnsta kosti tvo leiki,“ sagði Agnes við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Guðmundur Stephensen var einnig undrabarn í borðtennis á sínum tíma en hann varð Íslandsmeistari 11 ára.
Hann vann Íslandsmeistaratitilinn tuttugu ár í röð og stefnir Agnes á að bæta það met.