Innflutningur á kjöti hefur lítil áhrif Ari Brynjólfsson skrifar 6. mars 2019 07:00 Kampýlóbakter sem kemur til landsins í kjöti deyr ef kjötið er eldað í gegn. Fréttablaðið/Hari Innflutningur á fersku kjöti til Íslands hefur sáralítil áhrif á hvort hingað til lands berist sýklalyfjaónæmar bakteríur. Þetta segir doktor í líffræði. Í dag rennur út frestur til þess að skila umsögnum um frumvarp landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á fersku kjöti. Með frumvarpinu er afnumin 30 daga frystiskylda. Í gær greindi Fréttablaðið frá könnun Zenter rannsókna sem sýndi að meirihluti landsmanna sé andvígur því að slakað verði á reglum um innflutning á ferskum matvælum.Þórunn Rafnar Þorsteinsdóttir, doktor í líffræði.Mynd/Gunnar SverrissonÞórunn Rafnar Þorsteinsdóttir, doktor í líffræði sem starfar á Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, segir í samtali við Fréttablaðið að það skipti litlu sem engu máli hvort búið sé að frysta kjöt áður en það er flutt til landsins þegar litið er til sýklalyfjaónæmra baktería. Einu áhrifin sem afnám frystiskyldunnar gætu haft í för með sér er aukin hætta á kampýlóbakter, bakt- eríu sem finnst helst í alifuglakjöti. „Frysting minnkar magn kampýlóbakter í kjötinu, það er það eina sem sýnt hefur verið fram á að frystingin geri. Frysting hefur ekki áhrif á aðrar bakteríur og ekki á ónæmið,“ segir Þórunn, en hún er sérfræðingur í sýklalyfjaónæmum bakteríum. Hingað til lands eru flutt nokkur þúsund tonn af frystu kjöti á ári, hátt í fjögur þúsund tonn árið 2017 en dróst saman í fyrra. Þórunn segir erfitt að meta hvort sá innflutningur, sem er í raun óheftur umfram tollkvóta, hafi áhrif á fjölgun fjölónæmra baktería í mönnum hér á landi. Nærtækara sé þó að benda á aukna notkun sýklalyfja í mönnum og ferðalög fólks heimshorna á milli en á innflutning á kjöti. „Ef frystiskyldan verður afnumin þá eru auknar líkur á að fólk smitist af kampýlóbakter, sem gæti verið ónæmur fyrir sýklalyfjum, en ef fólk meðhöndlar matinn og eldar rétt þá ætti ekki að vera nein hætta á að smitast af kjötinu.“ Smithættan sé þá engin ef fólk eldar kjúkling í gegn og heldur óelduðu kjötinu fjarri grænmeti og öðru sem er borðað hrátt. „Þegar við eldum kjúklinginn eins og á að gera, þá drepum við bakteríurnar, líka þessar ónæmu.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landbúnaður Tengdar fréttir Ráðherra segir umræðuna á villigötum Kristján Þór fundaði með almenningi á Þjóðminjasafninu í gær, er það hans annar fundur til að kynna væntanlegt frumvarp sitt sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum til landsins. 1. mars 2019 06:00 Segja hræðsluáróðri beitt gegn neytendum Talsmenn Evrópusinnaðra flokka á Alþingi segja neikvæða afstöðu til innflutnings á ferskum matvælum sýna að réttar upplýsingar þurfi að komast betur á framfæri. Ráðherra segir þó skilning á stöðu stjórnvalda fara vaxandi. 5. mars 2019 06:00 Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könnun. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri. 5. mars 2019 06:30 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira
Innflutningur á fersku kjöti til Íslands hefur sáralítil áhrif á hvort hingað til lands berist sýklalyfjaónæmar bakteríur. Þetta segir doktor í líffræði. Í dag rennur út frestur til þess að skila umsögnum um frumvarp landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á fersku kjöti. Með frumvarpinu er afnumin 30 daga frystiskylda. Í gær greindi Fréttablaðið frá könnun Zenter rannsókna sem sýndi að meirihluti landsmanna sé andvígur því að slakað verði á reglum um innflutning á ferskum matvælum.Þórunn Rafnar Þorsteinsdóttir, doktor í líffræði.Mynd/Gunnar SverrissonÞórunn Rafnar Þorsteinsdóttir, doktor í líffræði sem starfar á Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, segir í samtali við Fréttablaðið að það skipti litlu sem engu máli hvort búið sé að frysta kjöt áður en það er flutt til landsins þegar litið er til sýklalyfjaónæmra baktería. Einu áhrifin sem afnám frystiskyldunnar gætu haft í för með sér er aukin hætta á kampýlóbakter, bakt- eríu sem finnst helst í alifuglakjöti. „Frysting minnkar magn kampýlóbakter í kjötinu, það er það eina sem sýnt hefur verið fram á að frystingin geri. Frysting hefur ekki áhrif á aðrar bakteríur og ekki á ónæmið,“ segir Þórunn, en hún er sérfræðingur í sýklalyfjaónæmum bakteríum. Hingað til lands eru flutt nokkur þúsund tonn af frystu kjöti á ári, hátt í fjögur þúsund tonn árið 2017 en dróst saman í fyrra. Þórunn segir erfitt að meta hvort sá innflutningur, sem er í raun óheftur umfram tollkvóta, hafi áhrif á fjölgun fjölónæmra baktería í mönnum hér á landi. Nærtækara sé þó að benda á aukna notkun sýklalyfja í mönnum og ferðalög fólks heimshorna á milli en á innflutning á kjöti. „Ef frystiskyldan verður afnumin þá eru auknar líkur á að fólk smitist af kampýlóbakter, sem gæti verið ónæmur fyrir sýklalyfjum, en ef fólk meðhöndlar matinn og eldar rétt þá ætti ekki að vera nein hætta á að smitast af kjötinu.“ Smithættan sé þá engin ef fólk eldar kjúkling í gegn og heldur óelduðu kjötinu fjarri grænmeti og öðru sem er borðað hrátt. „Þegar við eldum kjúklinginn eins og á að gera, þá drepum við bakteríurnar, líka þessar ónæmu.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landbúnaður Tengdar fréttir Ráðherra segir umræðuna á villigötum Kristján Þór fundaði með almenningi á Þjóðminjasafninu í gær, er það hans annar fundur til að kynna væntanlegt frumvarp sitt sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum til landsins. 1. mars 2019 06:00 Segja hræðsluáróðri beitt gegn neytendum Talsmenn Evrópusinnaðra flokka á Alþingi segja neikvæða afstöðu til innflutnings á ferskum matvælum sýna að réttar upplýsingar þurfi að komast betur á framfæri. Ráðherra segir þó skilning á stöðu stjórnvalda fara vaxandi. 5. mars 2019 06:00 Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könnun. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri. 5. mars 2019 06:30 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira
Ráðherra segir umræðuna á villigötum Kristján Þór fundaði með almenningi á Þjóðminjasafninu í gær, er það hans annar fundur til að kynna væntanlegt frumvarp sitt sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum til landsins. 1. mars 2019 06:00
Segja hræðsluáróðri beitt gegn neytendum Talsmenn Evrópusinnaðra flokka á Alþingi segja neikvæða afstöðu til innflutnings á ferskum matvælum sýna að réttar upplýsingar þurfi að komast betur á framfæri. Ráðherra segir þó skilning á stöðu stjórnvalda fara vaxandi. 5. mars 2019 06:00
Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könnun. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri. 5. mars 2019 06:30