Óbólusett börn á Barnalæknaþjónustunni í mislingahættu Birgir Olgeirsson skrifar 6. mars 2019 23:01 Barn með mislinga var á biðstofu Barnalæknaþjónustunnar síðastliðinn sunnudag. FBL/Ernir Sóttvarnalæknir hefur sent foreldrum bréf sem sóttu Barnalæknaþjónustu Domus Medica síðastliðinn sunnudag vegna barns sem smitað var af mislingum og var þar á sama tíma. Eru þeir sem voru á Barnalæknaþjónustunni umrætt sinn beðnir um að vera heima frá föstudeginum 8. mars til mánudagsins 25. mars, eða sautján daga, hafi þeir ekki fengið bólusetningu, að því er fram kemur í bréfi Sóttvarnalæknis. Sóttvarnalæknir segir að á þeim tíma hafi einkenni um mislinga komið fram sem gera einstaklinga smitandi, en það tekur um 7 – 21 dag fyrir veikindin að koma fram. Einstaklingar eru smitandi um einum sólarhring áður en einkenni koma fram og því erfitt að bíða eingöngu eftir að einkenni koma fram. Eftir 25. mars geta einstaklingar og börn sem voru á Barnalæknaþjónustunni síðastliðinn sunnudag verið örugg um að smit hafi ekki átt sér stað.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknirVísir/baldurBólusettir einstaklingar þurfa hins vegar ekki að óttast að hafa smitast og smita því ekki aðra. Sóttvarnalæknir ráðleggur þeim sem fengu bréfin til að fara sem fyrst í bólusetningu ef þeir hafa ekki áður verið bólusettir til að koma í veg fyrir veikindi. Bólusetning innan 72 klukkustunda frá smiti kemur í mörgum tilfellum í vef fyrir veikindi þannig að bólusetning fyrir daginn í dag, það er að segja 6. mars, hefði geta minnkað líkurnar á smiti. Ef einstaklingarnir eru hins vegar með sögu um bólusetningar þá séu líkur á smiti mjög litlar og ekki þörf á frekari aðgerðum. Landlæknisembættið hefur sett á laggirnar símaþjónustu í símanúmer 1700 sem leiðbeinir fólki frekar um allt sem við kemur mislingum og hvert fólk á að leita ef það telur það eða börn hafi smitast af mislingum. Er fólk beðið um að fara ekki beint á sjúkrahús eða heilsugæslustöð ef það telur það eða börn séu veik af mislingum. Mun Læknavaktin fara heim til fólks og gera nauðsynlegar greiningar heima eftir samtal í síma 1700. Fjögur mislingasmit hafa verið staðfest í íslensku heilbrigðiskerfi síðustu daga en tveir fullorðnir og tvö börn hafa nú verið greind með mislinga. Börnin tvö eru ellefu og átján mánaða en eldra barnið var á leikskólanum Hnoðraholti í Garðabæ. Tuttugu börnum á leikskólanum, sem eru óbólusett vegna aldurs eða annarra ástæðna, hefur verið skipað að halda sig heima í rúmar tvær vikur. Yngra barnið greindist með mislinga á laugardag en eldra barnið aðfaranótt þriðjudags. Öll smituðust þau í innanlandsflugi frá Reykjavík til Egilsstaða 15. febrúar síðastliðinn en þar var farþegi smitaður af mislingum sem hafði komið til landsins daginn áður með flugi Icelandair frá London. Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rafvirki á Reyðarfirði lýsir því hvernig var að veikjast af mislingum Hafði samband við lækni þegar útbrotin létu sjá sig en hafði áður upplifað skelfilega daga í veikindunum. 6. mars 2019 19:13 Heima í 2-3 vikur vegna mislingasmits á leikskólanum Foreldrar barns á ungbarnaleikskólanum Hnoðrakoti, sem nú eru með sautján mánaða dóttur sína heima í sóttkví, segja leikskólann hafa brugðist hárrétt við þegar mislingasmit kom upp. 6. mars 2019 20:00 Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30 Segir foreldrana hafa fengið staðfest að barnið væri ekki með mislinga Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar segir að foreldrar átján mánaða barns sem greindist með mislinga hafi fengið staðfest að barnið hefði ekki smitast. Þess vegna hafi foreldrarnir farið með barnið á leikskólann, þvert á ráðleggingar sem landlæknisembættið gefur út þegar um mögulegt smit er að ræða. 6. mars 2019 12:06 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Sóttvarnalæknir hefur sent foreldrum bréf sem sóttu Barnalæknaþjónustu Domus Medica síðastliðinn sunnudag vegna barns sem smitað var af mislingum og var þar á sama tíma. Eru þeir sem voru á Barnalæknaþjónustunni umrætt sinn beðnir um að vera heima frá föstudeginum 8. mars til mánudagsins 25. mars, eða sautján daga, hafi þeir ekki fengið bólusetningu, að því er fram kemur í bréfi Sóttvarnalæknis. Sóttvarnalæknir segir að á þeim tíma hafi einkenni um mislinga komið fram sem gera einstaklinga smitandi, en það tekur um 7 – 21 dag fyrir veikindin að koma fram. Einstaklingar eru smitandi um einum sólarhring áður en einkenni koma fram og því erfitt að bíða eingöngu eftir að einkenni koma fram. Eftir 25. mars geta einstaklingar og börn sem voru á Barnalæknaþjónustunni síðastliðinn sunnudag verið örugg um að smit hafi ekki átt sér stað.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknirVísir/baldurBólusettir einstaklingar þurfa hins vegar ekki að óttast að hafa smitast og smita því ekki aðra. Sóttvarnalæknir ráðleggur þeim sem fengu bréfin til að fara sem fyrst í bólusetningu ef þeir hafa ekki áður verið bólusettir til að koma í veg fyrir veikindi. Bólusetning innan 72 klukkustunda frá smiti kemur í mörgum tilfellum í vef fyrir veikindi þannig að bólusetning fyrir daginn í dag, það er að segja 6. mars, hefði geta minnkað líkurnar á smiti. Ef einstaklingarnir eru hins vegar með sögu um bólusetningar þá séu líkur á smiti mjög litlar og ekki þörf á frekari aðgerðum. Landlæknisembættið hefur sett á laggirnar símaþjónustu í símanúmer 1700 sem leiðbeinir fólki frekar um allt sem við kemur mislingum og hvert fólk á að leita ef það telur það eða börn hafi smitast af mislingum. Er fólk beðið um að fara ekki beint á sjúkrahús eða heilsugæslustöð ef það telur það eða börn séu veik af mislingum. Mun Læknavaktin fara heim til fólks og gera nauðsynlegar greiningar heima eftir samtal í síma 1700. Fjögur mislingasmit hafa verið staðfest í íslensku heilbrigðiskerfi síðustu daga en tveir fullorðnir og tvö börn hafa nú verið greind með mislinga. Börnin tvö eru ellefu og átján mánaða en eldra barnið var á leikskólanum Hnoðraholti í Garðabæ. Tuttugu börnum á leikskólanum, sem eru óbólusett vegna aldurs eða annarra ástæðna, hefur verið skipað að halda sig heima í rúmar tvær vikur. Yngra barnið greindist með mislinga á laugardag en eldra barnið aðfaranótt þriðjudags. Öll smituðust þau í innanlandsflugi frá Reykjavík til Egilsstaða 15. febrúar síðastliðinn en þar var farþegi smitaður af mislingum sem hafði komið til landsins daginn áður með flugi Icelandair frá London.
Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rafvirki á Reyðarfirði lýsir því hvernig var að veikjast af mislingum Hafði samband við lækni þegar útbrotin létu sjá sig en hafði áður upplifað skelfilega daga í veikindunum. 6. mars 2019 19:13 Heima í 2-3 vikur vegna mislingasmits á leikskólanum Foreldrar barns á ungbarnaleikskólanum Hnoðrakoti, sem nú eru með sautján mánaða dóttur sína heima í sóttkví, segja leikskólann hafa brugðist hárrétt við þegar mislingasmit kom upp. 6. mars 2019 20:00 Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30 Segir foreldrana hafa fengið staðfest að barnið væri ekki með mislinga Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar segir að foreldrar átján mánaða barns sem greindist með mislinga hafi fengið staðfest að barnið hefði ekki smitast. Þess vegna hafi foreldrarnir farið með barnið á leikskólann, þvert á ráðleggingar sem landlæknisembættið gefur út þegar um mögulegt smit er að ræða. 6. mars 2019 12:06 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Rafvirki á Reyðarfirði lýsir því hvernig var að veikjast af mislingum Hafði samband við lækni þegar útbrotin létu sjá sig en hafði áður upplifað skelfilega daga í veikindunum. 6. mars 2019 19:13
Heima í 2-3 vikur vegna mislingasmits á leikskólanum Foreldrar barns á ungbarnaleikskólanum Hnoðrakoti, sem nú eru með sautján mánaða dóttur sína heima í sóttkví, segja leikskólann hafa brugðist hárrétt við þegar mislingasmit kom upp. 6. mars 2019 20:00
Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30
Segir foreldrana hafa fengið staðfest að barnið væri ekki með mislinga Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar segir að foreldrar átján mánaða barns sem greindist með mislinga hafi fengið staðfest að barnið hefði ekki smitast. Þess vegna hafi foreldrarnir farið með barnið á leikskólann, þvert á ráðleggingar sem landlæknisembættið gefur út þegar um mögulegt smit er að ræða. 6. mars 2019 12:06