Ævintýrasöngleikur í Iðnó 8. mars 2019 14:00 Rakel, formaður Fúríu, og Agnes Wild leikstjóri hlakka mikið til frumsýningarinnar. fréttablaðið/sigtryggur ari Nemendur Kvennó eru að tínast á æfingu í Iðnó eftir skóla þegar þetta viðtal fer fram. Rakel Svavarsdóttir, formaður leikfélagsins Fúríu, er mætt áður og búin að hengja upp leiktjöld ásamt fleirum. „Við erum að setja upp söngleikinn Srekk í fyrsta sinn hér á Íslandi og erum stolt af því,“ segir Rakel. „Það er sýning fyrir alla fjölskylduna.“ Hún segir Agnesi Wild leikstjóra eiga hugmyndina. „Agnes vann með okkur í fyrra og við fengum hana aftur því hún er æðisleg. Hún hefur séð Srekk erlendis, hann hefur verið sýndur á Broadway og West-End. Fyrst vorum við í stjórn leikfélagsins svolítið efins út af krefjandi búningum og leikmynd en svo fengum við flinkan hönnuð, Evu Björg Harðardóttur, sem hjálpaði okkur með þann þátt og Aníta Rós Þorsteinsdóttir er höfundur dansa.“ Sviðið í Iðnó má ekki minna vera þegar svona fjölmenn sýning er annars vegar en nemendur Kvennó kunna á það því þeir hafa sýnt þar í nokkur ár, að sögn Rakelar. „Í fáeinum atriðum er allur leikhópurinn á sviðinu í einu, samtals 29 manns,“ segir hún brosandi. En eru góðir söngvarar í skólanum? „Já, það er fullt af vönum söngvurum og svo er fjöldi fólks í sýningunni sem hafði aldrei sungið áður en við erum með frábæra söngstýru, Sigrúnu Harðardóttur, hún er góð að kenna fólki og því verður þetta mjög flott.“ Margir koma líka að sýningunni sem ekki fara á svið, Rakel bendir á að unnið sé að því að prenta leikskrá og plaköt sem eigi að fara að dreifa. En um hvað snýst söngleikurinn í stuttu máli? „Hann fjallar um tröllkarlinn Srekk sem vill búa einn í sinni mýri, langt frá ys og félagslífi en Farquad lávarður hatar ævintýrapersónur ríkisins og sendir þær allar út í mýrina. Tröllið verður bandbrjálað en samþykkir að bjarga prinsessunni Fíónu úr turni eldspúandi dreka, og vinna með því mýrina aftur. Þetta er langt ferðalag og hann lærir margt á leiðinni, til dæmis um vináttuna?…?já, svo er bara að bíða og sjá.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Sjá meira
Nemendur Kvennó eru að tínast á æfingu í Iðnó eftir skóla þegar þetta viðtal fer fram. Rakel Svavarsdóttir, formaður leikfélagsins Fúríu, er mætt áður og búin að hengja upp leiktjöld ásamt fleirum. „Við erum að setja upp söngleikinn Srekk í fyrsta sinn hér á Íslandi og erum stolt af því,“ segir Rakel. „Það er sýning fyrir alla fjölskylduna.“ Hún segir Agnesi Wild leikstjóra eiga hugmyndina. „Agnes vann með okkur í fyrra og við fengum hana aftur því hún er æðisleg. Hún hefur séð Srekk erlendis, hann hefur verið sýndur á Broadway og West-End. Fyrst vorum við í stjórn leikfélagsins svolítið efins út af krefjandi búningum og leikmynd en svo fengum við flinkan hönnuð, Evu Björg Harðardóttur, sem hjálpaði okkur með þann þátt og Aníta Rós Þorsteinsdóttir er höfundur dansa.“ Sviðið í Iðnó má ekki minna vera þegar svona fjölmenn sýning er annars vegar en nemendur Kvennó kunna á það því þeir hafa sýnt þar í nokkur ár, að sögn Rakelar. „Í fáeinum atriðum er allur leikhópurinn á sviðinu í einu, samtals 29 manns,“ segir hún brosandi. En eru góðir söngvarar í skólanum? „Já, það er fullt af vönum söngvurum og svo er fjöldi fólks í sýningunni sem hafði aldrei sungið áður en við erum með frábæra söngstýru, Sigrúnu Harðardóttur, hún er góð að kenna fólki og því verður þetta mjög flott.“ Margir koma líka að sýningunni sem ekki fara á svið, Rakel bendir á að unnið sé að því að prenta leikskrá og plaköt sem eigi að fara að dreifa. En um hvað snýst söngleikurinn í stuttu máli? „Hann fjallar um tröllkarlinn Srekk sem vill búa einn í sinni mýri, langt frá ys og félagslífi en Farquad lávarður hatar ævintýrapersónur ríkisins og sendir þær allar út í mýrina. Tröllið verður bandbrjálað en samþykkir að bjarga prinsessunni Fíónu úr turni eldspúandi dreka, og vinna með því mýrina aftur. Þetta er langt ferðalag og hann lærir margt á leiðinni, til dæmis um vináttuna?…?já, svo er bara að bíða og sjá.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Sjá meira