Segir mikinn áhuga á 27 milljóna Sushiplássi á Stjörnutorgi Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. mars 2019 11:30 Sushibarinn express stendur á miðju Stjörnutorgi. Vísir/vilhelm Einar Sturla Möinichen og aðrir aðstandendur Sushibarsins hafa tekið ákvörðun um selja Kringluútibú veitingastaðarins. Útibúið hefur verið starfrækt á Stjörnutorgi undir merkjum Sushibarsins Express undanfarin þrjú ár en þar áður var rýmið á forræði Osushi. Uppsett verð fyrir veitingaplássið eru 27 milljónir króna. Einar segir í samtali við Vísi að ástæðan fyrir sölunni sé í raun sáraeinföld. Reksturinn hafi ekki lengur staðið undir sér og aðstandendur staðarins hafi tekið ákvörðun um að einbeita sér að öðrum öngum rekstursins, í stað þess að berjast fyrir áframhaldandi veru Sushibarsins á Stjörnutorgi. Einar og félagar reka jafnframt Sushibar á Suðurlandsbraut og Sakebarinn á Laugavegi. Þá standa þeir í ströngu þessa dagana við að standsetja rýmið sem áður hýsti útibú Sushibarsins á Laugavegi. Þær framkvæmdir hafa verið tímafrekari og um leið kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir í upphafi, eins og Vísir greindi frá í úttekt sinni um stöðuna á „Draugavegi.“ Einar segir að leitað hafi verið að kaupendum að rýminu á Stjörnutorgi frá áramótum, en fyrst núna hafi það verið gert opinbert með formlegri fasteignaauglýsingu. Á þeim tíma hafi töluverður fjöldi áhugasamra sett sig í samband við Einar og spurst fyrir um möguleika rýmisins. Kringlan fær um fimm milljón heimsóknir á ári hverju og segir Einar því að snjallt viðskiptafólk ætti vel að geta rekið stað á Stjörnutorgi, þó svo að þeim hafi ekki tekist það.Vísir/Vilhelm Einar segir að hugmyndir flestra þeirra hafi þó ekki hentað í plássið, það sé ekki aðeins lítið heldur einnig opið og á miðju Stjörnutorgi. Rýmið bjóði þannig ekki upp á fyrirferðamikla eldamennsku eða brasseringar, eins og ýmsir vonbiðlar hafi séð fyrir sér, en henti aftur á móti fullkomlega fyrir einfaldari matreiðslu. Nefnir Einar í því samhengi hvers kyns samlokugerð, súkkulaðisölu eða jafnvel sushilögun. Þrátt fyrir að rekstur Sushibarsins hafi ekki gengið sem skyldi segir Einar að það sé ekki þar með sagt að veitingarekstur á Stjörnutorgi sé ómögulegur. Þvert á móti, Kringlan fái um fimm milljón heimsóknir viðskiptavina á hverju ári auk þess sem töluvert sé um að vera í hádeginu, þegar menntaskólanemar og aðrir starfsmenn Kringlusvæðisins fá sér að borða. Þá sé jafnframt töluverð gerjun á Stjörnutorgi þessa dagana, en eins og Vísir hefur áður sagt frá stendur til að opna svokallaða mathöll í vesturhorni torgsins. Áætlað er að fyrstu veitingastaðirnir í mathöllinni opni í lok apríl. Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Kringlan Tengdar fréttir Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15 Opna mathöll í Kringlunni Fyrirhugað er að Stjörnutorg fái andlitslyftingu í náinni framtíð. 8. október 2018 11:54 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Sjá meira
Einar Sturla Möinichen og aðrir aðstandendur Sushibarsins hafa tekið ákvörðun um selja Kringluútibú veitingastaðarins. Útibúið hefur verið starfrækt á Stjörnutorgi undir merkjum Sushibarsins Express undanfarin þrjú ár en þar áður var rýmið á forræði Osushi. Uppsett verð fyrir veitingaplássið eru 27 milljónir króna. Einar segir í samtali við Vísi að ástæðan fyrir sölunni sé í raun sáraeinföld. Reksturinn hafi ekki lengur staðið undir sér og aðstandendur staðarins hafi tekið ákvörðun um að einbeita sér að öðrum öngum rekstursins, í stað þess að berjast fyrir áframhaldandi veru Sushibarsins á Stjörnutorgi. Einar og félagar reka jafnframt Sushibar á Suðurlandsbraut og Sakebarinn á Laugavegi. Þá standa þeir í ströngu þessa dagana við að standsetja rýmið sem áður hýsti útibú Sushibarsins á Laugavegi. Þær framkvæmdir hafa verið tímafrekari og um leið kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir í upphafi, eins og Vísir greindi frá í úttekt sinni um stöðuna á „Draugavegi.“ Einar segir að leitað hafi verið að kaupendum að rýminu á Stjörnutorgi frá áramótum, en fyrst núna hafi það verið gert opinbert með formlegri fasteignaauglýsingu. Á þeim tíma hafi töluverður fjöldi áhugasamra sett sig í samband við Einar og spurst fyrir um möguleika rýmisins. Kringlan fær um fimm milljón heimsóknir á ári hverju og segir Einar því að snjallt viðskiptafólk ætti vel að geta rekið stað á Stjörnutorgi, þó svo að þeim hafi ekki tekist það.Vísir/Vilhelm Einar segir að hugmyndir flestra þeirra hafi þó ekki hentað í plássið, það sé ekki aðeins lítið heldur einnig opið og á miðju Stjörnutorgi. Rýmið bjóði þannig ekki upp á fyrirferðamikla eldamennsku eða brasseringar, eins og ýmsir vonbiðlar hafi séð fyrir sér, en henti aftur á móti fullkomlega fyrir einfaldari matreiðslu. Nefnir Einar í því samhengi hvers kyns samlokugerð, súkkulaðisölu eða jafnvel sushilögun. Þrátt fyrir að rekstur Sushibarsins hafi ekki gengið sem skyldi segir Einar að það sé ekki þar með sagt að veitingarekstur á Stjörnutorgi sé ómögulegur. Þvert á móti, Kringlan fái um fimm milljón heimsóknir viðskiptavina á hverju ári auk þess sem töluvert sé um að vera í hádeginu, þegar menntaskólanemar og aðrir starfsmenn Kringlusvæðisins fá sér að borða. Þá sé jafnframt töluverð gerjun á Stjörnutorgi þessa dagana, en eins og Vísir hefur áður sagt frá stendur til að opna svokallaða mathöll í vesturhorni torgsins. Áætlað er að fyrstu veitingastaðirnir í mathöllinni opni í lok apríl.
Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Kringlan Tengdar fréttir Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15 Opna mathöll í Kringlunni Fyrirhugað er að Stjörnutorg fái andlitslyftingu í náinni framtíð. 8. október 2018 11:54 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Sjá meira
Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15
Opna mathöll í Kringlunni Fyrirhugað er að Stjörnutorg fái andlitslyftingu í náinni framtíð. 8. október 2018 11:54
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent