Stefanía Inga til Fisk Seafood Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2019 11:32 Stefanía er með B.Sc. gráðu í líftækni frá Háskólanum á Akureyri. Stefanía Inga Sigurðardóttir hefur verið ráðin til starfa sem gæðastjóri hjá Fisk Seafood á Sauðárkróki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Í gæðateymi félagsins eru sérstakir gæðaeftirlitsmenn í ólíkum rekstrareiningum, s.s. landvinnslunni á Sauðárkróki, saltfiskvinnslu í Grundarfirði, seiðaeldi á Hólum, fiskeldi í Þorlákshöfn og frystitogaranum Arnari auk ferskfiskstogara Fisk Seafood. Með nýrri skipan gæðamála fer gæðastjóri í fullu starfi fyrir þessu teymi, ber ábyrgð á allri sýnatöku og annast samskipti við Matvælastofnun og aðra eftirlitsaðila. Gæðastjóri tekur sömuleiðis við mögulegum ábendingum um galla í framleiðslunni, sannreynir þær og bregst við með viðeigandi hætti. Stefanía mun á næstu vikum færa sig í áföngum úr fyrri verkefnum sínum yfir í þetta nýja hlutverk hjá Fisk Seafood. Stefanía er með B.Sc. gráðu í líftækni frá Háskólanum á Akureyri. Hún hefur starfað innan veggja Fisk Seafood hjá rannsókna- og þróunarfyrirtækinu Iceprotein frá árinu 2013 og síðustu þrjú árin sem rannsóknarstofustjóri. Auk verkefna sem tengdust Protis vörunum frá Iceprotein hélt hún utan um aðferðafræði við gæðamælingar á afurðum fyrir matvæla- og fóðurfyrirtæki á Norðurlandi vestra. Stefanía er fædd og uppalin í Skagafirði, gift Atla Víði Arasyni og móðir þriggja barna þeirra. „Vönduð gæðastjórnun í matvælaframleiðslu er gífurlega mikilvæg og getur skipt sköpum fyrir bæði orðspor vörunnar og verðmætasköpun“, segir Stefanía. „Sem betur fer er regluverkið í kringum alla okkar starfsemi afar strangt og það verður mitt hlutverk að eftir því sé farið í einu og öllu auk þess að toppa kröfurnar eftir því sem unnt er. Þetta er teymisvinna þar sem nákvæmni skiptir öllu máli og ég hlakka til samstarfsins við það góða fólk sem stendur vaktina á hverjum stað.“ Friðbjörn Ásbjörnsson, framkvæmdastjóri Fisk Seafood, fagnar ráðningu Stefaníu Ingu. „Það er afar ánægjulegt að fá Stefaníu til þessara starfa og ég er sannfærður um að hún hefur bæði þekkingu og reynslu til þess að taka gæðamálin okkar metnaðarfullum tökum. Dagleg árvekni í gæðamálum er lykilatriði til þess að verja vörumerkið okkar á alþjóðlegum markaði og tryggja öryggi, heilnæmi og gæði vörunnar. Gæðastjórnun skiptir líka gríðarlegu máli í viðleitninni til þess að lágmarka matarsóun og hámarka þau verðmæti sem hægt er að fá úr aflanum og vinnslunni.“ Sjávarútvegur Vistaskipti Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Stefanía Inga Sigurðardóttir hefur verið ráðin til starfa sem gæðastjóri hjá Fisk Seafood á Sauðárkróki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Í gæðateymi félagsins eru sérstakir gæðaeftirlitsmenn í ólíkum rekstrareiningum, s.s. landvinnslunni á Sauðárkróki, saltfiskvinnslu í Grundarfirði, seiðaeldi á Hólum, fiskeldi í Þorlákshöfn og frystitogaranum Arnari auk ferskfiskstogara Fisk Seafood. Með nýrri skipan gæðamála fer gæðastjóri í fullu starfi fyrir þessu teymi, ber ábyrgð á allri sýnatöku og annast samskipti við Matvælastofnun og aðra eftirlitsaðila. Gæðastjóri tekur sömuleiðis við mögulegum ábendingum um galla í framleiðslunni, sannreynir þær og bregst við með viðeigandi hætti. Stefanía mun á næstu vikum færa sig í áföngum úr fyrri verkefnum sínum yfir í þetta nýja hlutverk hjá Fisk Seafood. Stefanía er með B.Sc. gráðu í líftækni frá Háskólanum á Akureyri. Hún hefur starfað innan veggja Fisk Seafood hjá rannsókna- og þróunarfyrirtækinu Iceprotein frá árinu 2013 og síðustu þrjú árin sem rannsóknarstofustjóri. Auk verkefna sem tengdust Protis vörunum frá Iceprotein hélt hún utan um aðferðafræði við gæðamælingar á afurðum fyrir matvæla- og fóðurfyrirtæki á Norðurlandi vestra. Stefanía er fædd og uppalin í Skagafirði, gift Atla Víði Arasyni og móðir þriggja barna þeirra. „Vönduð gæðastjórnun í matvælaframleiðslu er gífurlega mikilvæg og getur skipt sköpum fyrir bæði orðspor vörunnar og verðmætasköpun“, segir Stefanía. „Sem betur fer er regluverkið í kringum alla okkar starfsemi afar strangt og það verður mitt hlutverk að eftir því sé farið í einu og öllu auk þess að toppa kröfurnar eftir því sem unnt er. Þetta er teymisvinna þar sem nákvæmni skiptir öllu máli og ég hlakka til samstarfsins við það góða fólk sem stendur vaktina á hverjum stað.“ Friðbjörn Ásbjörnsson, framkvæmdastjóri Fisk Seafood, fagnar ráðningu Stefaníu Ingu. „Það er afar ánægjulegt að fá Stefaníu til þessara starfa og ég er sannfærður um að hún hefur bæði þekkingu og reynslu til þess að taka gæðamálin okkar metnaðarfullum tökum. Dagleg árvekni í gæðamálum er lykilatriði til þess að verja vörumerkið okkar á alþjóðlegum markaði og tryggja öryggi, heilnæmi og gæði vörunnar. Gæðastjórnun skiptir líka gríðarlegu máli í viðleitninni til þess að lágmarka matarsóun og hámarka þau verðmæti sem hægt er að fá úr aflanum og vinnslunni.“
Sjávarútvegur Vistaskipti Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira