Fjórtán ákærðir í Danmörku fyrir að deila morðmyndbandinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. mars 2019 12:12 Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó þann 17. desember síðastliðinn. Myndir/Facebook Lögregla í Danmörku hefur ákveðið að ákæra fjórtán manneskjur fyrir að deila myndbandi, sem sýnir morðið á annarri konunni sem myrt var í Marokkó í desember. Maren Ueland og Louisa Vesterager Jespersen, norrænar konur á þrítugsaldri, voru á bakpokaferðalagi í Marokkó þegar þær voru myrtar á hrottalegan hátt. Margir karlmenn hafa verið handteknir og ákærðir í Marokkó vegna málsins. Myndband sem sýnir morðið á annarri konunni fór í dreifingu á samfélagsmiðlum skömmu eftir að fréttir voru fluttar af málinu. Áður hafa menn verið ákærðir í Marokkó fyrir að hafa deilt myndbandinu.Tveir yngri en fimmtán ára Í frétt danska ríkisútvarpsins DR kemur fram að tólf hafi verið ákærðir fyrir ólöglega dreifingu á myndbandinu í gegnum Facebook-samskiptaforritið Messenger, eða á öðrum samfélagsmiðlum. Þá hafa tveir verið ákærðir fyrir að hafa, opinberlega og ótvírætt, lýst yfir samþykki á voðaverkinu sem framið er í myndbandinu og jafnframt lýst yfir velþóknun á efni myndbandsins, annað hvort með því að senda myndbandið áfram eða í athugasemd við deilingu á því. Af hinum fjórtán ákærðu eru sex yngri en átján ára, þar af tveir yngri en fimmtán ára. Mál hinna tveggja síðastnefndu fer líklega aðeins fyrir nýja ungmennaglæpanefnd í Danmörku. Aðrir eru á milli 22 og 69 ára. Danmörk Marokkó-morðin Tengdar fréttir Maren Ueland jarðsungin í dag Jarðarförinni er streymt beint í útsendingu norska ríkisútvarpsins NRK. 21. janúar 2019 12:58 Handteknir fyrir að fagna Marokkómorðunum Norska dagblaðið Verdens Gang, VG, hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum í dag. 3. janúar 2019 23:15 Svisslendingur handtekinn í tengslum við morðin á Maren og Louisu Alls hafa nítján nú verið handteknir vegna málsins. 29. desember 2018 22:22 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Lögregla í Danmörku hefur ákveðið að ákæra fjórtán manneskjur fyrir að deila myndbandi, sem sýnir morðið á annarri konunni sem myrt var í Marokkó í desember. Maren Ueland og Louisa Vesterager Jespersen, norrænar konur á þrítugsaldri, voru á bakpokaferðalagi í Marokkó þegar þær voru myrtar á hrottalegan hátt. Margir karlmenn hafa verið handteknir og ákærðir í Marokkó vegna málsins. Myndband sem sýnir morðið á annarri konunni fór í dreifingu á samfélagsmiðlum skömmu eftir að fréttir voru fluttar af málinu. Áður hafa menn verið ákærðir í Marokkó fyrir að hafa deilt myndbandinu.Tveir yngri en fimmtán ára Í frétt danska ríkisútvarpsins DR kemur fram að tólf hafi verið ákærðir fyrir ólöglega dreifingu á myndbandinu í gegnum Facebook-samskiptaforritið Messenger, eða á öðrum samfélagsmiðlum. Þá hafa tveir verið ákærðir fyrir að hafa, opinberlega og ótvírætt, lýst yfir samþykki á voðaverkinu sem framið er í myndbandinu og jafnframt lýst yfir velþóknun á efni myndbandsins, annað hvort með því að senda myndbandið áfram eða í athugasemd við deilingu á því. Af hinum fjórtán ákærðu eru sex yngri en átján ára, þar af tveir yngri en fimmtán ára. Mál hinna tveggja síðastnefndu fer líklega aðeins fyrir nýja ungmennaglæpanefnd í Danmörku. Aðrir eru á milli 22 og 69 ára.
Danmörk Marokkó-morðin Tengdar fréttir Maren Ueland jarðsungin í dag Jarðarförinni er streymt beint í útsendingu norska ríkisútvarpsins NRK. 21. janúar 2019 12:58 Handteknir fyrir að fagna Marokkómorðunum Norska dagblaðið Verdens Gang, VG, hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum í dag. 3. janúar 2019 23:15 Svisslendingur handtekinn í tengslum við morðin á Maren og Louisu Alls hafa nítján nú verið handteknir vegna málsins. 29. desember 2018 22:22 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Maren Ueland jarðsungin í dag Jarðarförinni er streymt beint í útsendingu norska ríkisútvarpsins NRK. 21. janúar 2019 12:58
Handteknir fyrir að fagna Marokkómorðunum Norska dagblaðið Verdens Gang, VG, hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum í dag. 3. janúar 2019 23:15
Svisslendingur handtekinn í tengslum við morðin á Maren og Louisu Alls hafa nítján nú verið handteknir vegna málsins. 29. desember 2018 22:22