Samþykktu bann við því að vanvirða stjórnvöld Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. mars 2019 07:00 Vladímír Pútín, forseti Rússlands. vísir/Getty Ólöglegt verður að „vanvirða“ rússnesk yfirvöld og deila fréttum sem ríkisstjórnin álítur falskar eftir að frumvörp þess efnis voru samþykkt á rússneska þinginu í gær. Búist er við því að Vladímír Pútín forseti undirriti löggjöfina eftir að efri deild þingsins samþykkir. Þangað fara frumvörpin þann 13. mars. Miðað við frumvarpið mega þeir sem vanvirða stjórnvöld eiga von á um 200 þúsund króna sekt fyrir fyrsta brot. Sektir hækka með hverju broti og mega síbrotamenn eiga von á allt að fimmtán daga fangelsisdómi. Þeir sem birta svokallaðar falsfréttir mega eiga von á hærri sektum, allt að tæpum tveimur milljónum króna. Ekki eru allir sáttir við frumvörpin. BBC hafði eftir blaðamanninum Nikolai Svanidze að löggjöfin muni leiða til þess að blaðamenn fari að hræðast að skrifa fréttir af ótta við viðbrögð yfirvalda. Þá gagnrýndi viðskiptablaðið Vedomosti frumvörpin og sagði þau ógn við vefmiðla. Stjórnarþingmaðurinn Pavel Krasjenínníkov er ekki sammála. Sagði lögin til þess fallin að vernda Rússa fyrir „vefhryðjuverkamönnum“ á meðan samflokksmaður hans, Anatolíj Víjborníj sagðist hrifinn af því að verið væri að aga ríkisborgara. Stjórnmálaskýrandi BBC í Rússlandi sagði í umfjöllun sinni að frumvörpin væru liður í hertum aðgerðum Rússa gegn netfrelsi. Vakti athygli á því að nýlega var lagt fram frumvarp um „rússneskan veraldarvef“ sem væri óháður hinum almenna veraldarvef. Eins konar rússnesk útgáfa af hinu ritskoðaða, kínverska alneti. Birtist í Fréttablaðinu Rússland Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Ólöglegt verður að „vanvirða“ rússnesk yfirvöld og deila fréttum sem ríkisstjórnin álítur falskar eftir að frumvörp þess efnis voru samþykkt á rússneska þinginu í gær. Búist er við því að Vladímír Pútín forseti undirriti löggjöfina eftir að efri deild þingsins samþykkir. Þangað fara frumvörpin þann 13. mars. Miðað við frumvarpið mega þeir sem vanvirða stjórnvöld eiga von á um 200 þúsund króna sekt fyrir fyrsta brot. Sektir hækka með hverju broti og mega síbrotamenn eiga von á allt að fimmtán daga fangelsisdómi. Þeir sem birta svokallaðar falsfréttir mega eiga von á hærri sektum, allt að tæpum tveimur milljónum króna. Ekki eru allir sáttir við frumvörpin. BBC hafði eftir blaðamanninum Nikolai Svanidze að löggjöfin muni leiða til þess að blaðamenn fari að hræðast að skrifa fréttir af ótta við viðbrögð yfirvalda. Þá gagnrýndi viðskiptablaðið Vedomosti frumvörpin og sagði þau ógn við vefmiðla. Stjórnarþingmaðurinn Pavel Krasjenínníkov er ekki sammála. Sagði lögin til þess fallin að vernda Rússa fyrir „vefhryðjuverkamönnum“ á meðan samflokksmaður hans, Anatolíj Víjborníj sagðist hrifinn af því að verið væri að aga ríkisborgara. Stjórnmálaskýrandi BBC í Rússlandi sagði í umfjöllun sinni að frumvörpin væru liður í hertum aðgerðum Rússa gegn netfrelsi. Vakti athygli á því að nýlega var lagt fram frumvarp um „rússneskan veraldarvef“ sem væri óháður hinum almenna veraldarvef. Eins konar rússnesk útgáfa af hinu ritskoðaða, kínverska alneti.
Birtist í Fréttablaðinu Rússland Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira