Minni fækkun farþega en spáð hafði verið Kjartan Kjartansson skrifar 8. mars 2019 08:54 Ferðamönnum fækkaði á Keflavíkurflugvelli en minna en gert var ráð fyrir. Vísir/Jóhann K. Rúm hálf milljón farþega fór um Keflavíkurflugvöll í febrúar en það var 6,5% minna en í sama mánuði í fyrra. Engu að síður var samdrátturinn minni en Isavia hafði spáð. Íslenskum farþegum fjölgaði um tæpt prósent. Í frétt á vef Isavia kemur fram að gert hafði verið ráð fyrir 13% samdrætti í febrúar í farþegaspá fyrirtækisins fyrir árið 2019. Alls fóru 508.183 farþegar um flugvöllinn í febrúar. Íslenskir ferðamenn voru tæplega fimm þúsund fleiri en Isavia hafði gert ráð fyrir í febrúar, 13,1% meira en farþegaspáin gerði ráð fyrir. Þeir voru 40.575 og fjölgaði um 0,9% frá því í fyrra. Íslenskum ferðamönnum fjölgaði um 2,4% í janúar og febrúar en spáð hafði verið að þeim fækkaði um 3,8%. Erlendir ferðamenn voru einnig fleiri en spáð hafði verið. Alls komu 149.004 í febrúar og var það 6,9% færri en í sama mánuði í fyrra en 11,8% fleiri en spáð hafði verið. Fyrstu tvo mánuði ársins fækkaði erlendum ferðamönnum um 6,4% á milli ára, nokkuð minna en þau 8,9% sem gert var ráð fyrir í farþegaspánni. Aftur á móti fækkaði tengifarþegum meira en spáð var. Þeim fækkaði um 11,9% í janúar og febrúar miðað við sömu mánuði í fyrra en farþegaspáin gerði ráð fyrir 6,6% fækkun. Komu- og brottfararfarþegum fækkaði um 3,8% á sama tíma en spáin gerði ráð fyrir 8,9% fækkun. „Heildarfjöldi farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll nú í febrúar var nokkuð meiri en gert var ráð fyrir í farþegaspá Isavia en nokkuð minni en spáð var í janúar. Á grundvelli þess mætti mögulega færa rök fyrir því að farþegaspáin ætti heldur að vera metin almennt yfir heilt ár en mánuð fyrir mánuð,“ segir í frétt Isavia. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Rúm hálf milljón farþega fór um Keflavíkurflugvöll í febrúar en það var 6,5% minna en í sama mánuði í fyrra. Engu að síður var samdrátturinn minni en Isavia hafði spáð. Íslenskum farþegum fjölgaði um tæpt prósent. Í frétt á vef Isavia kemur fram að gert hafði verið ráð fyrir 13% samdrætti í febrúar í farþegaspá fyrirtækisins fyrir árið 2019. Alls fóru 508.183 farþegar um flugvöllinn í febrúar. Íslenskir ferðamenn voru tæplega fimm þúsund fleiri en Isavia hafði gert ráð fyrir í febrúar, 13,1% meira en farþegaspáin gerði ráð fyrir. Þeir voru 40.575 og fjölgaði um 0,9% frá því í fyrra. Íslenskum ferðamönnum fjölgaði um 2,4% í janúar og febrúar en spáð hafði verið að þeim fækkaði um 3,8%. Erlendir ferðamenn voru einnig fleiri en spáð hafði verið. Alls komu 149.004 í febrúar og var það 6,9% færri en í sama mánuði í fyrra en 11,8% fleiri en spáð hafði verið. Fyrstu tvo mánuði ársins fækkaði erlendum ferðamönnum um 6,4% á milli ára, nokkuð minna en þau 8,9% sem gert var ráð fyrir í farþegaspánni. Aftur á móti fækkaði tengifarþegum meira en spáð var. Þeim fækkaði um 11,9% í janúar og febrúar miðað við sömu mánuði í fyrra en farþegaspáin gerði ráð fyrir 6,6% fækkun. Komu- og brottfararfarþegum fækkaði um 3,8% á sama tíma en spáin gerði ráð fyrir 8,9% fækkun. „Heildarfjöldi farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll nú í febrúar var nokkuð meiri en gert var ráð fyrir í farþegaspá Isavia en nokkuð minni en spáð var í janúar. Á grundvelli þess mætti mögulega færa rök fyrir því að farþegaspáin ætti heldur að vera metin almennt yfir heilt ár en mánuð fyrir mánuð,“ segir í frétt Isavia.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira