Þjökuð af samviskubiti eftir síðasta símtalið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2019 16:45 Halla Björg Albertsdóttir er 28 ára gömul fjögurra barna móðir sem hefur mátt reyna ýmislegt á sinni stuttu ævi. Fyrir röskum tveimur árum eignaðist hún tvíbura, faðir þeira sat í fangelsi. Tvíburarnir voru veikburða, lágu á vökudeild til að byrja með og öðrum þeirra var ekki hugað líf. Þegar þeir voru rúmlega fimm mánaða áttu hún erfitt símtal við barnsföður sinn úr fangelsinu. Sama dag svipti hann sig lífi. Þegar Lóa Pind hitti Höllu Björg fyrst var hún í miðri óeigingjarnri vegferð. Barnsfaðir hennar nýbúinn að svipta sig lífi og svipta börn þeirra föður. En hún var að búa sig undir að gefa líf. „Ég er smá stressuð sko, það er bara þannig,“ segir Halla Björg. „Við vorum búin að eiga samskipti þennan morgun 4. mars 2017 og þá einhvern veginn kemst ég að því að hann er kominn aftur í neyslu.“ Hún lýsir því hve mikið samviskubit hún hafi verið með á þessum tíma af því að þau hafi ekki átt skemmtilegt símtal. „Og náttúrlega ótrúlega tætt eftir meðgöngu, eftir vökudeild, eftir að hafa fengið þær fréttir að barnið þitt myndi deyja tvisvar.“ Í myndbrotinu sem hér fylgir lýsir hún aðstæðum sínum þessa erfiðu daga í mars árið 2017. Halla er meðal viðmælenda í 2. þætti af „Viltu í alvöru deyja?” sem er á dagskrá Stöðvar 2 annað kvöld. Hún lýsir í þættinum hvernig hún missti fótanna eftir sjálfsvíg barnsföður síns en náði á endanum áttum og býr í dag í fallegri íbúð ásamt þremur sonum sínum og gekk nýverið í gegnum eggheimtumeðferð til að hjálpa hjónum að eignast barn. Tugir Íslendinga svipta sig lífi á hverju ári. En eftir situr her af fólki, ástvinum, sem vita ekki sitt rjúkandi ráð. Annar þáttur af fjórum í þáttaröðinni „Viltu í alvöru deyja?“ er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 21:10 annað kvöld, sunnudag. Þar er rætt við tvær konur sem stóðu ungar í þeim sporum að barnsfeður þeirra sviptu sig lífi og þær sátu einar eftir með börnin og reiðina og sorgina. Leikstjórn og handrit er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson og klippingu annaðist Ólafur Þór Chelbat.Ef þú ert í sjálfsvígshugleiðingum:Hringdu í Hjálparsíma Rauða krossins: 1717 - opið allan sólarhringinnTalaðu við netspjall Rauða krossins á raudikrossinn.isEða pantaðu tíma hjá Pieta samtökunum: pieta.is Bíó og sjónvarp Lóa Pind: Viltu í alvöru deyja? Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Halla Björg Albertsdóttir er 28 ára gömul fjögurra barna móðir sem hefur mátt reyna ýmislegt á sinni stuttu ævi. Fyrir röskum tveimur árum eignaðist hún tvíbura, faðir þeira sat í fangelsi. Tvíburarnir voru veikburða, lágu á vökudeild til að byrja með og öðrum þeirra var ekki hugað líf. Þegar þeir voru rúmlega fimm mánaða áttu hún erfitt símtal við barnsföður sinn úr fangelsinu. Sama dag svipti hann sig lífi. Þegar Lóa Pind hitti Höllu Björg fyrst var hún í miðri óeigingjarnri vegferð. Barnsfaðir hennar nýbúinn að svipta sig lífi og svipta börn þeirra föður. En hún var að búa sig undir að gefa líf. „Ég er smá stressuð sko, það er bara þannig,“ segir Halla Björg. „Við vorum búin að eiga samskipti þennan morgun 4. mars 2017 og þá einhvern veginn kemst ég að því að hann er kominn aftur í neyslu.“ Hún lýsir því hve mikið samviskubit hún hafi verið með á þessum tíma af því að þau hafi ekki átt skemmtilegt símtal. „Og náttúrlega ótrúlega tætt eftir meðgöngu, eftir vökudeild, eftir að hafa fengið þær fréttir að barnið þitt myndi deyja tvisvar.“ Í myndbrotinu sem hér fylgir lýsir hún aðstæðum sínum þessa erfiðu daga í mars árið 2017. Halla er meðal viðmælenda í 2. þætti af „Viltu í alvöru deyja?” sem er á dagskrá Stöðvar 2 annað kvöld. Hún lýsir í þættinum hvernig hún missti fótanna eftir sjálfsvíg barnsföður síns en náði á endanum áttum og býr í dag í fallegri íbúð ásamt þremur sonum sínum og gekk nýverið í gegnum eggheimtumeðferð til að hjálpa hjónum að eignast barn. Tugir Íslendinga svipta sig lífi á hverju ári. En eftir situr her af fólki, ástvinum, sem vita ekki sitt rjúkandi ráð. Annar þáttur af fjórum í þáttaröðinni „Viltu í alvöru deyja?“ er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 21:10 annað kvöld, sunnudag. Þar er rætt við tvær konur sem stóðu ungar í þeim sporum að barnsfeður þeirra sviptu sig lífi og þær sátu einar eftir með börnin og reiðina og sorgina. Leikstjórn og handrit er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson og klippingu annaðist Ólafur Þór Chelbat.Ef þú ert í sjálfsvígshugleiðingum:Hringdu í Hjálparsíma Rauða krossins: 1717 - opið allan sólarhringinnTalaðu við netspjall Rauða krossins á raudikrossinn.isEða pantaðu tíma hjá Pieta samtökunum: pieta.is
Bíó og sjónvarp Lóa Pind: Viltu í alvöru deyja? Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira