Brandenburg hlaut alls fjóra Lúðra, það er í flokki útvarpsauglýsinga fyrir auglýsingu Reykavíkurmaraþon Íslandsbanka, fyrir bestu stafrænu auglýsinguna sem var Posapíanó fyrir Íslandsbanka, í flokki umhverfisauglýsinga og viðburða sem var 25 ára afmæli – Risapakki fyrir Domino‘s og svo fyrir bestu herferðina, Nú er lag – Mottumars, fyrir Krabbameinsfélagið.
Í tilkynningu segir að það hafi vakið athygli að tvær litlar auglýsingastofu hafi fengið sitthvorn Lúðurinn. Annars vegar fékk auglýsingastofan Maurar Lúðurinn í flokki kvikmyndaðra auglýsinga fyrir Saman fyrir Coca Cola og hins vegar fékk Falcor verðlaunin í flokki samfélagsmiðlaauglýsinga fyrir Ríkharð III.
Auglýsingastofan Kontor Reykjavik hlaut 2 Lúðra og Hvíta Húsið, H:N Markaðssamskipti, Jónsson & Le´Macks og PIPAR/TBWA hlutu síðan einn Lúður hver.

