Vel stæðir eldri borgarar dóu í „hryllingshúsi“ á Spáni Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2019 07:45 Húsið sem um ræðir í bænum Chiclana de la Frontera. EPA Lögregla á Spáni hefur handtekið par sem grunað er um að hafa haldið fjölda eldri borgara í gíslingu og svikið um 1,8 milljónir evra, um 250 milljónir króna, frá röð fórnarlamba. Rannsókn lögreglu bendir til að fimm manns, sem dvöldu á „hjúkrunarheimili“ parsins sem var handtekið, hafi látist skömmu eftir að eignir þess og sparifé var flutt yfir á nafn og reikninga hinna handteknu.Guardian segir frá því að lögregla hafi tekist að bjarga tveimur eldri borgurum, sem hafði verið haldið föngnum og gefin lyf, úr klóm parsins, sem þóttist vera umönnunarmanneskjur og reka hjúkrunarheimili skammt frá Cadíz í Andalúsíu. Hefur lögregla á Spáni lýst húsinu sem „hryllingshúsi“.Leit að þýskri konu Upp komst um málið eftir að lögregla í þýsku borginni Frankfurt leitaði aðstoðar við að hafa uppi á hinni 101 árs gömlu Mariu Babes. Hafði hún átt hús og dvalið langdvölum á Tenerife. Lögregla komst að því að hún hafði látið kúbverskt-þýskt par, sem hafði sagst reka hjúkrunarheimili á spænska meginlandinu, sannfæra sig um að flytja þangað. Þegar lögregla hafði uppi á henni á heimilinu í Chiclana de la Frontera, nærri Cadíz, var hún mikið veik og vannærð. Búið var að tæma bankareikninga hennar, jafnvirði um 22 milljónir íslenskra króna, og selja eignina á Spáni.Maria Babes.Lögregla á SpániBabes sagði við lögreglu að henni hafði verið haldið í húsinu gegn sínum vilja og að hún hafði verið bundin á höndum um margra mánaða skeið. Degi áður en lögregla hugðist handtaka parið hafði manninum og konunni hins vegar tekist að sannfæra Babes yfirgefa heimilið og koma með sér. Fimm tímum síðar fannst Babes látin í bíl.Fleiri handtökur Í frétt Guardian segir að ekki löngu fyrir lát Babes hafi ítalskur maður, sem dvaldi í húsinu, einnig látið lífið. Hafi parinu tekist að selja tvær eignir hans á Tenerife og tæma reikninga hans fyrir andlátið. Lögregla rannsakar nú dauða fimm manna og hvort að parið kunni að hafa átt þátt í dauða þeirra. Auk mannsins og konunnar hafa fjórir til viðbótar verið handteknir vegna málsins. Telur lögregla að parið hafi nýtt féð, sem það hafi svikið út úr fólkinu, til að fjárfesta í hótelbyggingum nálægt Cadíz. Spánn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Lögregla á Spáni hefur handtekið par sem grunað er um að hafa haldið fjölda eldri borgara í gíslingu og svikið um 1,8 milljónir evra, um 250 milljónir króna, frá röð fórnarlamba. Rannsókn lögreglu bendir til að fimm manns, sem dvöldu á „hjúkrunarheimili“ parsins sem var handtekið, hafi látist skömmu eftir að eignir þess og sparifé var flutt yfir á nafn og reikninga hinna handteknu.Guardian segir frá því að lögregla hafi tekist að bjarga tveimur eldri borgurum, sem hafði verið haldið föngnum og gefin lyf, úr klóm parsins, sem þóttist vera umönnunarmanneskjur og reka hjúkrunarheimili skammt frá Cadíz í Andalúsíu. Hefur lögregla á Spáni lýst húsinu sem „hryllingshúsi“.Leit að þýskri konu Upp komst um málið eftir að lögregla í þýsku borginni Frankfurt leitaði aðstoðar við að hafa uppi á hinni 101 árs gömlu Mariu Babes. Hafði hún átt hús og dvalið langdvölum á Tenerife. Lögregla komst að því að hún hafði látið kúbverskt-þýskt par, sem hafði sagst reka hjúkrunarheimili á spænska meginlandinu, sannfæra sig um að flytja þangað. Þegar lögregla hafði uppi á henni á heimilinu í Chiclana de la Frontera, nærri Cadíz, var hún mikið veik og vannærð. Búið var að tæma bankareikninga hennar, jafnvirði um 22 milljónir íslenskra króna, og selja eignina á Spáni.Maria Babes.Lögregla á SpániBabes sagði við lögreglu að henni hafði verið haldið í húsinu gegn sínum vilja og að hún hafði verið bundin á höndum um margra mánaða skeið. Degi áður en lögregla hugðist handtaka parið hafði manninum og konunni hins vegar tekist að sannfæra Babes yfirgefa heimilið og koma með sér. Fimm tímum síðar fannst Babes látin í bíl.Fleiri handtökur Í frétt Guardian segir að ekki löngu fyrir lát Babes hafi ítalskur maður, sem dvaldi í húsinu, einnig látið lífið. Hafi parinu tekist að selja tvær eignir hans á Tenerife og tæma reikninga hans fyrir andlátið. Lögregla rannsakar nú dauða fimm manna og hvort að parið kunni að hafa átt þátt í dauða þeirra. Auk mannsins og konunnar hafa fjórir til viðbótar verið handteknir vegna málsins. Telur lögregla að parið hafi nýtt féð, sem það hafi svikið út úr fólkinu, til að fjárfesta í hótelbyggingum nálægt Cadíz.
Spánn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira