Af unglingalandsmóti á stóra sviðið í Eyjum Björk Eiðsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 07:00 Guðrún Ýr fór á Þjóðhátíð í fyrsta sinn í fyrra og segist vonast eftir betra veðri í ár. FBL/Stefán Guðrún Ýr Eyfjörð upplifði sína fyrstu Þjóðhátíð í fyrra og segist full eftirvæntingar fyrir komandi verslunarmannahelgi en jafnframt vonast til að fá betra veður en síðast. „Ég fór í fyrsta skipti á Þjóðhátíð í fyrra, við vorum að spila á Bar 900 og fengum bilað veður. Fyrstu kynni mín af Þjóðhátíð voru því frekar blaut,“ segir Guðrún og hlær en hún og fleiri tónlistarmenn gistu í tjaldi í eina nótt. „Það var ansi kalt og blautt,“ viðurkennir Guðrún og býst við að gista í húsi nú í ár. „Það er virkilega spennandi að fá tækifæri til að koma fram á stóra sviðinu fyrir framan svona margt fólk.Keppti í fótbolta og frjálsum um verslunarmannahelgar Guðrún upplifði eins og fyrr segir sína fyrstu Þjóðhátíð á síðasta ári, þá sem skemmtikraftur. Fram að því segist Guðrún hafa stundað unglingalandsmótin um verslunarmannahelgina eða ferðast um landið með fjölskyldu sinni. „Á unglingsárunum var ég alltaf að keppa í fótbolta og frjálsum á Unglingalandsmótum um verslunarmannahelgina, svo hafa þetta aðallega verið ferðalög með fjölskyldunni eða Innipúkinn í bænum. Þjóðhátíð í fyrra var í raun í fyrsta sinn sem ég upplifði alvöru skrall um þessa helgi. Það var mjög mikil upplifun fyrir mig og verður örugglega bara skemmtilegra núna.“ Tilnefnd til Nordic Music Prize Plata GDRN, Hvað ef, er tilnefnd til Nordic Music Prize sem plata ársins en verðlaunin verða afhent í Ósló undir lok mánaðar. Tvær plötur íslensks tónlistarfólks eru tilnefndar en plata tónlistarkonunnar GYDA, Gyðu Valtýsdóttur, Evolution, hlaut einnig tilnefningu. Íslenska tónlistarfólkið keppir við ekki minni nöfn en Robyn og Jenny Wilson frá Svíþjóð, auk tónlistarfólks frá hinum Norðurlöndunum. „Það var eiginlega smá sjokk að frétta af þessari tilnefningu og auðvitað mikill heiður. Ég fer með flugi út á afhendinguna en ég var aðeins að gúgla hátíðina og sé að þetta er alveg „smóking fínt“,“ segir Guðrún. Þó hún sé ekki búin að ákveða hverju hún klæðist á stóra kvöldinu segir hún það „allt í vinnslu“. Forsala á Þjóðhátíð hefst í dag, miðvikudag, en fyrstu nöfnin sem tilkynnt er að komi fram á hátíðinni eru auk GDRN Herra Hnetusmjör, tónlistarmaðurinn Huginn og raftónlistartvíeykið ClubDub. Fleiri tónlistarmenn verða tilkynntir á næstu vikum en aðstandendur lofa stærstu Þjóðhátíð til þessa. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira
Guðrún Ýr Eyfjörð upplifði sína fyrstu Þjóðhátíð í fyrra og segist full eftirvæntingar fyrir komandi verslunarmannahelgi en jafnframt vonast til að fá betra veður en síðast. „Ég fór í fyrsta skipti á Þjóðhátíð í fyrra, við vorum að spila á Bar 900 og fengum bilað veður. Fyrstu kynni mín af Þjóðhátíð voru því frekar blaut,“ segir Guðrún og hlær en hún og fleiri tónlistarmenn gistu í tjaldi í eina nótt. „Það var ansi kalt og blautt,“ viðurkennir Guðrún og býst við að gista í húsi nú í ár. „Það er virkilega spennandi að fá tækifæri til að koma fram á stóra sviðinu fyrir framan svona margt fólk.Keppti í fótbolta og frjálsum um verslunarmannahelgar Guðrún upplifði eins og fyrr segir sína fyrstu Þjóðhátíð á síðasta ári, þá sem skemmtikraftur. Fram að því segist Guðrún hafa stundað unglingalandsmótin um verslunarmannahelgina eða ferðast um landið með fjölskyldu sinni. „Á unglingsárunum var ég alltaf að keppa í fótbolta og frjálsum á Unglingalandsmótum um verslunarmannahelgina, svo hafa þetta aðallega verið ferðalög með fjölskyldunni eða Innipúkinn í bænum. Þjóðhátíð í fyrra var í raun í fyrsta sinn sem ég upplifði alvöru skrall um þessa helgi. Það var mjög mikil upplifun fyrir mig og verður örugglega bara skemmtilegra núna.“ Tilnefnd til Nordic Music Prize Plata GDRN, Hvað ef, er tilnefnd til Nordic Music Prize sem plata ársins en verðlaunin verða afhent í Ósló undir lok mánaðar. Tvær plötur íslensks tónlistarfólks eru tilnefndar en plata tónlistarkonunnar GYDA, Gyðu Valtýsdóttur, Evolution, hlaut einnig tilnefningu. Íslenska tónlistarfólkið keppir við ekki minni nöfn en Robyn og Jenny Wilson frá Svíþjóð, auk tónlistarfólks frá hinum Norðurlöndunum. „Það var eiginlega smá sjokk að frétta af þessari tilnefningu og auðvitað mikill heiður. Ég fer með flugi út á afhendinguna en ég var aðeins að gúgla hátíðina og sé að þetta er alveg „smóking fínt“,“ segir Guðrún. Þó hún sé ekki búin að ákveða hverju hún klæðist á stóra kvöldinu segir hún það „allt í vinnslu“. Forsala á Þjóðhátíð hefst í dag, miðvikudag, en fyrstu nöfnin sem tilkynnt er að komi fram á hátíðinni eru auk GDRN Herra Hnetusmjör, tónlistarmaðurinn Huginn og raftónlistartvíeykið ClubDub. Fleiri tónlistarmenn verða tilkynntir á næstu vikum en aðstandendur lofa stærstu Þjóðhátíð til þessa.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira