Weinstein rýfur þögnina til þess að neita að hafa viljað Affleck í aðalhlutverk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. febrúar 2019 14:02 Weinstein og Paltrow sjást hér fyrir miðri mynd. Myndin er tekin á óskarsverðlaunahátíðinni árið 1999 þegar kvikmyndin Shakespeare in Love vann til fjölda verðlauna. Vísir/Getty Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandinn sem sakaður hefur verið af fjölmörgum konum um kynferðislega áreitni og ofbeldi, segist aldrei hafa viljað að Ben Affleck myndi leika hlutverk William Shakespeare í kvikmyndinni Shakespeare in Love. Yfirlýsing Weinstein þess efnis þykir koma nokkuð á óvart enda hefur hann lítið sem ekkert tjáð sig við fjölmiðla um þær fjölmörgu ásakanir á hendur honum sem voru þungamiðjan í #Metoo byltingunni svokölluðu. Hefur hann nær alfarið haldið sig fyrir utan sviðsljósið frá því að ásakanirnar voru settar fram. Tilefni yfirlýsingar Weinstein eru ummæli Gwyneth Paltrow, sem meðal annars hefur sakað hann um kynferðislega áreitni, í viðtali við Variety sem birt var í vikunni. Þar fór hún um víðan völl og sagði meðal annars að Weinstein hafi viljað að Ben Affleck tæki að sér aðalhlutverkið í óskarsverðlaunamyndinni Shakespeare in Love sem kom út árið 1998. Í viðtalinu kemur fram að leikstjóri myndarinnar og einn framleiðandi hennar staðfesti þessa frásögn Paltrow, sem hlaut óskarsverðlaunin fyrir leik hennar í myndinni. Eitthvað virðist þetta hafa farið öfugt ofan í Weinstein sem sendi yfirlýsingu til Variety þar sem hann þvertók fyrir að hafa krafist þess að Affleck myndi leika aðalhlutverkið, sem leikið var af Joseph Fiennes. „Aðrir leikarar sem komu til greina voru aðeins Russel Crowe og Ethan Hawke, enginn annar. Ben Affleck stóð sig mjög vel sem Ned Alleyn, sem er hlutverkið sem hann kom til greina í,“ segir í yfirlýsingu Weinstein. Weinstein hefur sem fyrr segir látið lítið fyrir sér fara en hann undirbýr nú varnir sínar í dómsmáli gegn honum í New York-ríki. Tvær konur hafa sakað hann um nauðgun. Hann neitar sök. Bíó og sjónvarp MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Verjandi Weinstein að hætta Búist er við því að Ben Brafman, verjandi kvikmyndaframleiðandas Harvey Weinstein, muni hætta sem verjandi hans. Líklegt er að það verði til þes að fresta þinghaldi í dómsmáli gegn Weinstein. 15. janúar 2019 08:26 Verjendur Weinstein vilja að máli gegn honum verði vísað frá Lögmennirnir hafa lagt fram pósta á milli Weinstein og konu sem sakar hann um nauðgun sem þeir fullyrða að sýni að samband þeirra hafi verið innilegt og með vilja þeirra beggja. 3. ágúst 2018 19:22 Máli Ashley Judd gegn Harvey Weinstein vísað frá að hluta Leikkonan getur áfram stefnt honum fyrir að hafa reynt að eyðileggja starfsframa hennar. 10. janúar 2019 07:58 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Sjá meira
Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandinn sem sakaður hefur verið af fjölmörgum konum um kynferðislega áreitni og ofbeldi, segist aldrei hafa viljað að Ben Affleck myndi leika hlutverk William Shakespeare í kvikmyndinni Shakespeare in Love. Yfirlýsing Weinstein þess efnis þykir koma nokkuð á óvart enda hefur hann lítið sem ekkert tjáð sig við fjölmiðla um þær fjölmörgu ásakanir á hendur honum sem voru þungamiðjan í #Metoo byltingunni svokölluðu. Hefur hann nær alfarið haldið sig fyrir utan sviðsljósið frá því að ásakanirnar voru settar fram. Tilefni yfirlýsingar Weinstein eru ummæli Gwyneth Paltrow, sem meðal annars hefur sakað hann um kynferðislega áreitni, í viðtali við Variety sem birt var í vikunni. Þar fór hún um víðan völl og sagði meðal annars að Weinstein hafi viljað að Ben Affleck tæki að sér aðalhlutverkið í óskarsverðlaunamyndinni Shakespeare in Love sem kom út árið 1998. Í viðtalinu kemur fram að leikstjóri myndarinnar og einn framleiðandi hennar staðfesti þessa frásögn Paltrow, sem hlaut óskarsverðlaunin fyrir leik hennar í myndinni. Eitthvað virðist þetta hafa farið öfugt ofan í Weinstein sem sendi yfirlýsingu til Variety þar sem hann þvertók fyrir að hafa krafist þess að Affleck myndi leika aðalhlutverkið, sem leikið var af Joseph Fiennes. „Aðrir leikarar sem komu til greina voru aðeins Russel Crowe og Ethan Hawke, enginn annar. Ben Affleck stóð sig mjög vel sem Ned Alleyn, sem er hlutverkið sem hann kom til greina í,“ segir í yfirlýsingu Weinstein. Weinstein hefur sem fyrr segir látið lítið fyrir sér fara en hann undirbýr nú varnir sínar í dómsmáli gegn honum í New York-ríki. Tvær konur hafa sakað hann um nauðgun. Hann neitar sök.
Bíó og sjónvarp MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Verjandi Weinstein að hætta Búist er við því að Ben Brafman, verjandi kvikmyndaframleiðandas Harvey Weinstein, muni hætta sem verjandi hans. Líklegt er að það verði til þes að fresta þinghaldi í dómsmáli gegn Weinstein. 15. janúar 2019 08:26 Verjendur Weinstein vilja að máli gegn honum verði vísað frá Lögmennirnir hafa lagt fram pósta á milli Weinstein og konu sem sakar hann um nauðgun sem þeir fullyrða að sýni að samband þeirra hafi verið innilegt og með vilja þeirra beggja. 3. ágúst 2018 19:22 Máli Ashley Judd gegn Harvey Weinstein vísað frá að hluta Leikkonan getur áfram stefnt honum fyrir að hafa reynt að eyðileggja starfsframa hennar. 10. janúar 2019 07:58 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Sjá meira
Verjandi Weinstein að hætta Búist er við því að Ben Brafman, verjandi kvikmyndaframleiðandas Harvey Weinstein, muni hætta sem verjandi hans. Líklegt er að það verði til þes að fresta þinghaldi í dómsmáli gegn Weinstein. 15. janúar 2019 08:26
Verjendur Weinstein vilja að máli gegn honum verði vísað frá Lögmennirnir hafa lagt fram pósta á milli Weinstein og konu sem sakar hann um nauðgun sem þeir fullyrða að sýni að samband þeirra hafi verið innilegt og með vilja þeirra beggja. 3. ágúst 2018 19:22
Máli Ashley Judd gegn Harvey Weinstein vísað frá að hluta Leikkonan getur áfram stefnt honum fyrir að hafa reynt að eyðileggja starfsframa hennar. 10. janúar 2019 07:58