Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 19:30 Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. Nara segist hafa verið að verja sig fyrir eiginmanni sínum sem hafi ítrekað beitt hana ofbeldi. Á þriðja tug mótmælenda kom saman til þögulla mótmæla á Hólmsheiði þegar Nara mætti til að hefja afplánun þeirra þriggja mánaða sem hún þarf að sitja inni en hún segist hafa mætt miklu óréttlæti í réttarkerfinu. Þær Eydís Eir Brynju-Björnsdóttir og Júlía Birgisdóttir skipulögðu mótmælin en sjálfar eru þær þolendur kynferðisofbeldis sem hafa slæma reynslu af réttarkerfinu. „Það fer svo í rettlætiskennd okkar að við megum ekki verja okkur ef á okkur er ráðist án þess að eiga það í hættu að vera dæmdar í fangelsi,“ segja þær í skriflegu svari til fréttastofu.Nara Walker vinkar bless þegar hún gengur inn um hliðið til að hefja afplánun á Hólmsheiði.„Það vekur líka athygli að í lögum er klausa að þú mátt verja þig þegar þú telur lífi þínu ógnað. Við vitum ekki hvort dómarar noti þessa klausu nokkurn tíma en hún átti sannarlega við í máli Nöru. Það er algjörlega óskiljanlegt að sjálfsvörn sé ekki lögleg á Íslandi, sem er númer 1 í heiminum í jafnrétti kynjanna segir allt sem segja þarf um stöðu þolenda í dómskerfinu.“ Nara kvaddi vini og vandamenn fyrir utan fangelsið áður en hún hringdi bjöllunni og gekk inn í fangelsið síðdegis í dag. „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem fólk hefur mótmælt fyrir utan fangelsið," sagði Nara áður en hún kvaddi. „Takk stelpur fyrir að gera þetta. Ég er mjög þakklát. Ég er útlendingur en við erum systur þótt við séum ekki frá sama stað. Þessar aðstæður halda okkur saman.“ Dómsmál Fangelsismál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13 Fórnarlömb geti varið sig án þess að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingar Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn, segir Nara Walker. Fyrir rúmu ári beit hún hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns sem hún segir hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi. 19. janúar 2019 09:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. Nara segist hafa verið að verja sig fyrir eiginmanni sínum sem hafi ítrekað beitt hana ofbeldi. Á þriðja tug mótmælenda kom saman til þögulla mótmæla á Hólmsheiði þegar Nara mætti til að hefja afplánun þeirra þriggja mánaða sem hún þarf að sitja inni en hún segist hafa mætt miklu óréttlæti í réttarkerfinu. Þær Eydís Eir Brynju-Björnsdóttir og Júlía Birgisdóttir skipulögðu mótmælin en sjálfar eru þær þolendur kynferðisofbeldis sem hafa slæma reynslu af réttarkerfinu. „Það fer svo í rettlætiskennd okkar að við megum ekki verja okkur ef á okkur er ráðist án þess að eiga það í hættu að vera dæmdar í fangelsi,“ segja þær í skriflegu svari til fréttastofu.Nara Walker vinkar bless þegar hún gengur inn um hliðið til að hefja afplánun á Hólmsheiði.„Það vekur líka athygli að í lögum er klausa að þú mátt verja þig þegar þú telur lífi þínu ógnað. Við vitum ekki hvort dómarar noti þessa klausu nokkurn tíma en hún átti sannarlega við í máli Nöru. Það er algjörlega óskiljanlegt að sjálfsvörn sé ekki lögleg á Íslandi, sem er númer 1 í heiminum í jafnrétti kynjanna segir allt sem segja þarf um stöðu þolenda í dómskerfinu.“ Nara kvaddi vini og vandamenn fyrir utan fangelsið áður en hún hringdi bjöllunni og gekk inn í fangelsið síðdegis í dag. „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem fólk hefur mótmælt fyrir utan fangelsið," sagði Nara áður en hún kvaddi. „Takk stelpur fyrir að gera þetta. Ég er mjög þakklát. Ég er útlendingur en við erum systur þótt við séum ekki frá sama stað. Þessar aðstæður halda okkur saman.“
Dómsmál Fangelsismál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13 Fórnarlömb geti varið sig án þess að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingar Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn, segir Nara Walker. Fyrir rúmu ári beit hún hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns sem hún segir hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi. 19. janúar 2019 09:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13
Fórnarlömb geti varið sig án þess að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingar Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn, segir Nara Walker. Fyrir rúmu ári beit hún hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns sem hún segir hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi. 19. janúar 2019 09:00