Mikil pressa á kaþólsku kirkjunni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. febrúar 2019 07:00 Frans páfi kallaði eftir ráðstefnunni . Nordicphotos/AFP Páfagarður Rúmlega hundrað valdamiklir kaþólskir biskupar mæta í Páfagarð í dag til þess að sækja ráðstefnu kirkjunnar um kynferðisofbeldiskrísuna sem kirkjan stríðir enn við. Frans páfi kallaði eftir ráðstefnunni. Hana sækja að auki á annan tug fulltrúa rétttrúnaðarkirkjunnar og tíu fulltrúar trúarregla kvenna innan kaþólsku kirkjunnar. Að því er Massimo Faggioli, sérfræðingur um sögu kirkjunnar, sagði við The Guardian er þetta versta krísan í sögu stofnunarinnar frá því mótmælendur klufu sig frá kirkjunni á sextándu öld. Verið væri að nota krísuna til þess að draga úr vægi og völdum Frans páfa. Samkvæmt BBC markar fundurinn upphaf tilraunar til þess að takast á við „sjúkdóminn sem hefur hrjáð kirkjuna“ frá því á níunda áratugnum að minnsta kosti. Páfinn er sagður þurfa að takast á við ásakanir og starfshætti sem hafi leyft ofbeldismenningu að grassera og það gæti reynst afar erfitt. Þótt þekktustu dæmin um ofbeldi innan kirkjunnar komi trúlega frá Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Írlandi er fundurinn einna helst hugsaður með ofbeldi í suðri í huga, að því er jesúítapresturinn Thomas Reese hélt fram í grein á dögunum. Páfi hefur þurft að takast á við risavaxin hneykslismál, meðal annars í Síle, og á meðan kaþólska kirkjan hefur vaxið mikið í Suður-Ameríku er lítið vitað um umfang kynferðisofbeldiskrísunnar á svæðinu, að mati Reese. Presturinn sagðist fullviss um að fundurinn sem hefst á morgun yrði misheppnaður. Í fyrsta lagi væri fundartíminn, fimm dagar, allt of stuttur til að ræða svo flókið og mikilvægt mál, í öðru lagi væru væntingarnar of miklar, í þriðja lagi yrði erfitt fyrir biskupana að komast að samkomulagi sökum mismunandi gilda og menningar, í fjórða lagi væri fundurinn illa undirbúinn og í fimmta og síðasta lagi myndi páfinn ekki skipa undirmönnum sínum að hrinda í framkvæmd einhverri lausn sem hann hefði fundið á málinu þótt þess sé þörf.Umdeilt bréf til páfa Raymond Burke og Walter Brandmüller kardinálar birtu í fyrrinótt opið bréf til páfa um kynferðisofbeldiskrísuna. Leiðarstefið í bréfinu var það að þeim þykir rangt að kenna klíkuskap og valdamisnotkun um krísuna heldur hafi kirkjan vikið of langt frá boðskap Biblíunnar. „Plága samkynhneigðarinnar hefur dreifst um alla kirkjuna. Skipulögð kerfi dreifa úr henni og þöggunarsamsæri stendur vörð um hana. Rætur þessa fyrirbæris má finna í þeirri efnis- og nautnahyggju sem hefur gripið um sig þar sem efast er um sjálft siðferðið,“ skrifuðu kardinálarnir. Þeir gagnrýndu kardinála og biskupa fyrir þögn sína. Spurðu hvort þeir myndu líka þegja um málið á fundinum sem hefst á morgun. Brandmüller hefur áður vakið athygli fyrir að kenna samkynhneigð um kynferðisofbeldiskrísuna. Í viðtali við þýska miðilinn DPA í janúar sagði hann að tölfræðin sýndi fram á að það væru tengsl á milli samkynhneigðar og kynferðisofbeldis. Afar fáir prestar hefðu gerst sekir um kynferðisofbeldi og því væri hræsni að einbeita sér einvörðungu að þessari krísu kirkjunnar. „Það sem hefur gerst innan kirkjunnar er ekkert frábrugðið því sem á sér stað í samfélaginu öllu.“ Birtist í Fréttablaðinu Páfagarður Trúmál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Páfagarður Rúmlega hundrað valdamiklir kaþólskir biskupar mæta í Páfagarð í dag til þess að sækja ráðstefnu kirkjunnar um kynferðisofbeldiskrísuna sem kirkjan stríðir enn við. Frans páfi kallaði eftir ráðstefnunni. Hana sækja að auki á annan tug fulltrúa rétttrúnaðarkirkjunnar og tíu fulltrúar trúarregla kvenna innan kaþólsku kirkjunnar. Að því er Massimo Faggioli, sérfræðingur um sögu kirkjunnar, sagði við The Guardian er þetta versta krísan í sögu stofnunarinnar frá því mótmælendur klufu sig frá kirkjunni á sextándu öld. Verið væri að nota krísuna til þess að draga úr vægi og völdum Frans páfa. Samkvæmt BBC markar fundurinn upphaf tilraunar til þess að takast á við „sjúkdóminn sem hefur hrjáð kirkjuna“ frá því á níunda áratugnum að minnsta kosti. Páfinn er sagður þurfa að takast á við ásakanir og starfshætti sem hafi leyft ofbeldismenningu að grassera og það gæti reynst afar erfitt. Þótt þekktustu dæmin um ofbeldi innan kirkjunnar komi trúlega frá Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Írlandi er fundurinn einna helst hugsaður með ofbeldi í suðri í huga, að því er jesúítapresturinn Thomas Reese hélt fram í grein á dögunum. Páfi hefur þurft að takast á við risavaxin hneykslismál, meðal annars í Síle, og á meðan kaþólska kirkjan hefur vaxið mikið í Suður-Ameríku er lítið vitað um umfang kynferðisofbeldiskrísunnar á svæðinu, að mati Reese. Presturinn sagðist fullviss um að fundurinn sem hefst á morgun yrði misheppnaður. Í fyrsta lagi væri fundartíminn, fimm dagar, allt of stuttur til að ræða svo flókið og mikilvægt mál, í öðru lagi væru væntingarnar of miklar, í þriðja lagi yrði erfitt fyrir biskupana að komast að samkomulagi sökum mismunandi gilda og menningar, í fjórða lagi væri fundurinn illa undirbúinn og í fimmta og síðasta lagi myndi páfinn ekki skipa undirmönnum sínum að hrinda í framkvæmd einhverri lausn sem hann hefði fundið á málinu þótt þess sé þörf.Umdeilt bréf til páfa Raymond Burke og Walter Brandmüller kardinálar birtu í fyrrinótt opið bréf til páfa um kynferðisofbeldiskrísuna. Leiðarstefið í bréfinu var það að þeim þykir rangt að kenna klíkuskap og valdamisnotkun um krísuna heldur hafi kirkjan vikið of langt frá boðskap Biblíunnar. „Plága samkynhneigðarinnar hefur dreifst um alla kirkjuna. Skipulögð kerfi dreifa úr henni og þöggunarsamsæri stendur vörð um hana. Rætur þessa fyrirbæris má finna í þeirri efnis- og nautnahyggju sem hefur gripið um sig þar sem efast er um sjálft siðferðið,“ skrifuðu kardinálarnir. Þeir gagnrýndu kardinála og biskupa fyrir þögn sína. Spurðu hvort þeir myndu líka þegja um málið á fundinum sem hefst á morgun. Brandmüller hefur áður vakið athygli fyrir að kenna samkynhneigð um kynferðisofbeldiskrísuna. Í viðtali við þýska miðilinn DPA í janúar sagði hann að tölfræðin sýndi fram á að það væru tengsl á milli samkynhneigðar og kynferðisofbeldis. Afar fáir prestar hefðu gerst sekir um kynferðisofbeldi og því væri hræsni að einbeita sér einvörðungu að þessari krísu kirkjunnar. „Það sem hefur gerst innan kirkjunnar er ekkert frábrugðið því sem á sér stað í samfélaginu öllu.“
Birtist í Fréttablaðinu Páfagarður Trúmál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira