Færeyjum lokað vegna viðhalds Birgir Olgeirsson skrifar 21. febrúar 2019 08:21 Ferðamönnum verður meinaður aðgangur að eyjunum á meðan aðgengi að náttúruperlum verður tryggt. Vísir/AFP Færeyingar hafa tekið þá ákvörðun að loka eyjunum fyrir ferðamönnum í apríl vegna viðhalds. Greint er frá þessu á vef breska dagblaðsins The Guardian en þar segir að Færeyjum verði „lokað“ dagana 26. til 28. apríl og dagarnir nýttir til að viðhalds á vinsælum ferðamannastöðum. Ferðamálaráð Færeyinga hefur þess í stað boðið 100 erlendum sjálfboðaliðum fría gistingu gegn því að hjálpa til. Um 60 þúsund erlendir ferðamenn koma til Færeyja á ári hverju og hefur fjöldi þeirra aukist árlega um tíu prósent undanfarin fimm ár. Hugmyndin er að heimamenn og túristar vinni að merkingu stíga, búi til skilti og bæti aðgengi að náttúruperlum Færeyja sem hafa orðið fyrir miklum ágangi sökum vinsælda eftir að fjöldi mynda birtust af þeim á samfélagsmiðlinum Instagram. Guðrið Hojgaard er formaður ferðamálaráðs Færeyja en ráðið státar af afar vinsælli herferð sem fólst í því að festa vefmyndavél við sauðfé og gátu netverjar því skoðað eyjarnar með augum þeirra. Var þetta kallað hinu skemmtilega nafni „Sheep View“ sem er bein skírskotun í Google Street View. Fékk þessi herferð mikla athygli og um fimm milljarða áhorfa. Closed for maintenance, open for voluntourism from Visit Faroe Islands on Vimeo.Í fyrra hleyptu Færeyingar öðru átaki af stokkunum þar sem þeir þýddu frasa í beinni á netinu fyrir þá sem vildu heyra innfædda tala færeysku. Allt hefur þetta orðið til þess að fjölga ferðamönnum í landinu en Guardian segir Færeyinga vilja vernda landið fyrir ágangi þeirra og er horft til erfiðleika sem Íslendingar hafa þurft að glíma við vegna fjölda ferðamanna. The Guardian tekur fram að Færeyjar séu fjarri því að glíma við sömu vandamál og blasa við á Íslandi en þó er allt gistirými uppbókað í Færeyjum fyrir árið í ár. Tvö ný hótel eru í byggingu í Þórshöfn og hefur færeyska flugfélagið Atlantic Airwaves boðað að það muni fljúga þrisvar í viku til Parísar yfir sumarið. Flugfélagið flýgur tvisvar á dag til Kaupmannahafnar, tvisvar í viku til Edinborgar og þrisvar í viku til Íslands. Hojgaard hefur látið hafa eftir að meginstefna Færeyinga í ferðamannamálum sé ekki fjöldi þeirra heldur að varðveita og vernda eyjarnar. Færeyjar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Færeyingar hafa tekið þá ákvörðun að loka eyjunum fyrir ferðamönnum í apríl vegna viðhalds. Greint er frá þessu á vef breska dagblaðsins The Guardian en þar segir að Færeyjum verði „lokað“ dagana 26. til 28. apríl og dagarnir nýttir til að viðhalds á vinsælum ferðamannastöðum. Ferðamálaráð Færeyinga hefur þess í stað boðið 100 erlendum sjálfboðaliðum fría gistingu gegn því að hjálpa til. Um 60 þúsund erlendir ferðamenn koma til Færeyja á ári hverju og hefur fjöldi þeirra aukist árlega um tíu prósent undanfarin fimm ár. Hugmyndin er að heimamenn og túristar vinni að merkingu stíga, búi til skilti og bæti aðgengi að náttúruperlum Færeyja sem hafa orðið fyrir miklum ágangi sökum vinsælda eftir að fjöldi mynda birtust af þeim á samfélagsmiðlinum Instagram. Guðrið Hojgaard er formaður ferðamálaráðs Færeyja en ráðið státar af afar vinsælli herferð sem fólst í því að festa vefmyndavél við sauðfé og gátu netverjar því skoðað eyjarnar með augum þeirra. Var þetta kallað hinu skemmtilega nafni „Sheep View“ sem er bein skírskotun í Google Street View. Fékk þessi herferð mikla athygli og um fimm milljarða áhorfa. Closed for maintenance, open for voluntourism from Visit Faroe Islands on Vimeo.Í fyrra hleyptu Færeyingar öðru átaki af stokkunum þar sem þeir þýddu frasa í beinni á netinu fyrir þá sem vildu heyra innfædda tala færeysku. Allt hefur þetta orðið til þess að fjölga ferðamönnum í landinu en Guardian segir Færeyinga vilja vernda landið fyrir ágangi þeirra og er horft til erfiðleika sem Íslendingar hafa þurft að glíma við vegna fjölda ferðamanna. The Guardian tekur fram að Færeyjar séu fjarri því að glíma við sömu vandamál og blasa við á Íslandi en þó er allt gistirými uppbókað í Færeyjum fyrir árið í ár. Tvö ný hótel eru í byggingu í Þórshöfn og hefur færeyska flugfélagið Atlantic Airwaves boðað að það muni fljúga þrisvar í viku til Parísar yfir sumarið. Flugfélagið flýgur tvisvar á dag til Kaupmannahafnar, tvisvar í viku til Edinborgar og þrisvar í viku til Íslands. Hojgaard hefur látið hafa eftir að meginstefna Færeyinga í ferðamannamálum sé ekki fjöldi þeirra heldur að varðveita og vernda eyjarnar.
Færeyjar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira