Gervigreind er að breyta okkar lífi Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar 21. febrúar 2019 10:44 Árið er 2019 og þegar talað er um tækni er oftar en ekki minnst á gervigreind og þau áhrif sem hún hefur á líf okkar í dag. Að undanförnu hafa mörg tæknifyrirtæki lagt áherslu á gervigreind í sínum vörum og getur ávinningur gervigreindar verið mikill fyrir samfélagið í heild. Heilbrigðisþjónustan getur og hefur notið góðs af þessari byltingarkenndu tækni. Mörg tækifæri eru til staðar til að veita fólki betra líf, en á sama tíma spara stórar fjárhæðir með notkun gervigreindar.Tækni sem bætir heilbrigðisþjónustu Ég heimsótti nýsköpunarfyrirtækið KenSci í Seattle á haustmánuðum sem vinnur að gervigreind fyrir heilbrigðisgeirann. Hugbúnaðarlausnir KenSci hafa hlotið jákvæða umfjöllun frá Microsoft, en fyrirtækið leggur áherslu á að greina sjúklinga sem útskrifast af sjúkrahúsum en þurfa að koma aftur sökum fylgikvilla. KenSci telur sig geta spáð fyrir um ótímabærar endurkomur sjúklinga með meira en 85% nákvæmni. Ávinningurinn er mikill því talið er að ótímabær endurkoma sjúklings á bandarískt sjúkrahús kosti að meðaltali rúmlega 5 milljónir króna. Gervigreindarmódel KenSci byggir á gögnum sem fyrirtækið hefur sérhæft sig í að safna og nýta í þessum tilgangi og er þjálfað af sérfræðingum úr heilbrigðisgeiranum, læknum sem og öðrum sem hafa sérþekkingu á málefninu í samstarfi við sérfræðinga á sviði vinnslu og framsetningu gagna. Engar persónugreinanlegar upplýsingar fara á milli sjúkrahúss og skýjaþjónustu Microsoft sem vinnur greininguna og ber spítalinn fulla ábyrgð á gögnum sjúklingsins. Í heimsókn minni kom einnig fram að KenSci vinnur náið með stjórnvöldum í Asíu að því að greina þau tækifæri sem heilbrigðisyfirvöld standa frammi fyrir við frekari nýtingu gervigreindar, einkum til að lækka kostnað og hækka þjónustustig. Ísland getur verið í fararbroddi Það verður ekki um villst að gervigreind er allt í kringum okkur. Við nýtum okkur flokkun á mikilvægum tölvupóstum í tölvupóstþjónustum, til dæmis Microsoft Outlook. Síðan veljum við kvikmyndir og þætti sem Netflix telur að við höfum áhuga á miðað við fyrra áhorf. Hvoru tveggja er byggt á gervigreind. Hagnýting gervigreindar getur skapað mikil tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir og því mikilvægt að að þau leggi vinnu og fjármagn í að kanna og þróa leiðir til þess að nýta þessa tækni. Að mínu mati er þetta kapphlaup og ég tel að leggja þurfi mun meiri áherslu á hvernig nýta beri gervigreind. Í kjölfarið spretta nýsköpunarfyrirtæki sem munu mögulega hjálpa okkur í rétta átt – nýsköpunarfyrirtæki eins og KenSci og hið íslenska Nox Medical. Í nýlegri skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækið EY gerði í samvinnu við Microsoft kemur fram að um 4% af þeim 277 evrópsku fyrirtækjum sem voru spurð eru farin að sjá árangur af því að nýta gervigreind og 61% þeirra eru að skipuleggja þessa vinnu. Við Íslendingar getum orðið brautryðjendur í upplýsingatækni framtíðarinnar. Til að svo megi verða er mikilvægt að stjórnvöld og fyrirtæki vinni skipulega að hagnýtingu gervigreindar og fjárfesti í þróun hennar. Gervigreind er tækni sem skapar ótal tækifæri til framfara og það er undir okkur komið að leita þau uppi og nýta þau.Höfundur er Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Árið er 2019 og þegar talað er um tækni er oftar en ekki minnst á gervigreind og þau áhrif sem hún hefur á líf okkar í dag. Að undanförnu hafa mörg tæknifyrirtæki lagt áherslu á gervigreind í sínum vörum og getur ávinningur gervigreindar verið mikill fyrir samfélagið í heild. Heilbrigðisþjónustan getur og hefur notið góðs af þessari byltingarkenndu tækni. Mörg tækifæri eru til staðar til að veita fólki betra líf, en á sama tíma spara stórar fjárhæðir með notkun gervigreindar.Tækni sem bætir heilbrigðisþjónustu Ég heimsótti nýsköpunarfyrirtækið KenSci í Seattle á haustmánuðum sem vinnur að gervigreind fyrir heilbrigðisgeirann. Hugbúnaðarlausnir KenSci hafa hlotið jákvæða umfjöllun frá Microsoft, en fyrirtækið leggur áherslu á að greina sjúklinga sem útskrifast af sjúkrahúsum en þurfa að koma aftur sökum fylgikvilla. KenSci telur sig geta spáð fyrir um ótímabærar endurkomur sjúklinga með meira en 85% nákvæmni. Ávinningurinn er mikill því talið er að ótímabær endurkoma sjúklings á bandarískt sjúkrahús kosti að meðaltali rúmlega 5 milljónir króna. Gervigreindarmódel KenSci byggir á gögnum sem fyrirtækið hefur sérhæft sig í að safna og nýta í þessum tilgangi og er þjálfað af sérfræðingum úr heilbrigðisgeiranum, læknum sem og öðrum sem hafa sérþekkingu á málefninu í samstarfi við sérfræðinga á sviði vinnslu og framsetningu gagna. Engar persónugreinanlegar upplýsingar fara á milli sjúkrahúss og skýjaþjónustu Microsoft sem vinnur greininguna og ber spítalinn fulla ábyrgð á gögnum sjúklingsins. Í heimsókn minni kom einnig fram að KenSci vinnur náið með stjórnvöldum í Asíu að því að greina þau tækifæri sem heilbrigðisyfirvöld standa frammi fyrir við frekari nýtingu gervigreindar, einkum til að lækka kostnað og hækka þjónustustig. Ísland getur verið í fararbroddi Það verður ekki um villst að gervigreind er allt í kringum okkur. Við nýtum okkur flokkun á mikilvægum tölvupóstum í tölvupóstþjónustum, til dæmis Microsoft Outlook. Síðan veljum við kvikmyndir og þætti sem Netflix telur að við höfum áhuga á miðað við fyrra áhorf. Hvoru tveggja er byggt á gervigreind. Hagnýting gervigreindar getur skapað mikil tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir og því mikilvægt að að þau leggi vinnu og fjármagn í að kanna og þróa leiðir til þess að nýta þessa tækni. Að mínu mati er þetta kapphlaup og ég tel að leggja þurfi mun meiri áherslu á hvernig nýta beri gervigreind. Í kjölfarið spretta nýsköpunarfyrirtæki sem munu mögulega hjálpa okkur í rétta átt – nýsköpunarfyrirtæki eins og KenSci og hið íslenska Nox Medical. Í nýlegri skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækið EY gerði í samvinnu við Microsoft kemur fram að um 4% af þeim 277 evrópsku fyrirtækjum sem voru spurð eru farin að sjá árangur af því að nýta gervigreind og 61% þeirra eru að skipuleggja þessa vinnu. Við Íslendingar getum orðið brautryðjendur í upplýsingatækni framtíðarinnar. Til að svo megi verða er mikilvægt að stjórnvöld og fyrirtæki vinni skipulega að hagnýtingu gervigreindar og fjárfesti í þróun hennar. Gervigreind er tækni sem skapar ótal tækifæri til framfara og það er undir okkur komið að leita þau uppi og nýta þau.Höfundur er Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun