Ljósmyndarar hræddust ekki ölduganginn í Reynisfjöru Birgir Olgeirsson skrifar 21. febrúar 2019 11:14 Afar hvasst var í Reynisfjöru í morgun og ölduhæð mikil. Petra Albrecht Ferðamenn í Reynisfjöru létu ekki brimið hræða sig þrátt fyrir að það hafi reynst mörgum banvænt í gegnum árin. Ferðamennirnir stóðu í flæðarmálinu þar sem þeir stilltu upp þrífótum til að geta tekið magnaðar myndir af samspili klettanna og öldurótsins. Rútubílstjórinn Petra Albrecht var stödd í Reynisfjöru í morgun og tók meðfylgjandi myndband. Hún segir í samtali við Vísi að enginn ferðamaður hafi lent í vandræðum á meðan þessa stóð en hún segist hafa talið að ferðamennirnir tilheyrðu hóp sem væri í umsjón leiðsögumanns sem hefði leiðbeint þeim um fjöruna og hætturnar sem þar leynast. Petra sagði afar hvasst í Reynisfjöru í morgun og því hafi ölduhæð verið mikil.Banaslys í fjörunni Svörtu sandarnir í Reynisfjöru og nágrenni eru einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Ítrekað hafa borist fréttir af því að ferðamenn hafi verið hætt komnir í fjörunni. Í janúar árið 2017 var greint frá því að barn á leikskólaaldri hefði verið hársbreidd frá því að hafna í sjónum í Reynisfjöru og þá voru þýsk hjón hætt komin á sömu slóðum árið 2008 þegar alda tók þau með sér. Nokkur banaslys hafa einnig orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðustu ár. Bandarísk kona á áttræðisaldri beið bana þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið árið 2007. Árið 2016 lést kínverskur ferðamaður um fertugt þegar stór alda sló honum í bergið. Síðast varð banaslys tengt briminu í janúar í fyrra þegar þýsk kona fór í sjóinn við Kirkjufjöru.Ferðaþjónustuaðilar hafa kallað eftir því að gerðar verði frekari öryggisráðstafanir í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum vegna tíðra slysa. Lögregla hafði eftirlit með svæðinu um tíma eftir banaslysið í Reynisfjöru árið 2016 og þá var komið upp viðvörunarskiltum vegna slysahættu við sjóinn sama ár. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Spá upp í 13 metra háum öldum Djúp lægð er suðvestur af landinu og í morgunsárið færir hún hvassviðri eða storm á suðvestanvert landið. 21. febrúar 2019 07:34 Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Atvikið náðist á myndband sem birt var á Instagram á laugardag en síðustu ár hafa ítrekað verið fluttar fréttir af óförum ferðamanna á svæðinu. 6. nóvember 2018 19:00 Ferðamanni bjargað úr briminu í Reynisfjöru Ítrekað hafa borist fréttir af því að ferðamenn hafi verið hætt komnir í fjörunni. 13. desember 2018 22:39 Viðvörunarkerfi fyrir hættulegar öldur við Reynisfjöru enn á tilraunastigi Ferðamenn voru hætt komnir í fjörunni á laugardag er þeir hættu sér of nálægt briminu en viðvörunarkerfinu er ætlað að vara fólk við þegar öldugangur á svæðinu fer yfir ákveðinn hættustuðul. 7. nóvember 2018 23:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Ferðamenn í Reynisfjöru létu ekki brimið hræða sig þrátt fyrir að það hafi reynst mörgum banvænt í gegnum árin. Ferðamennirnir stóðu í flæðarmálinu þar sem þeir stilltu upp þrífótum til að geta tekið magnaðar myndir af samspili klettanna og öldurótsins. Rútubílstjórinn Petra Albrecht var stödd í Reynisfjöru í morgun og tók meðfylgjandi myndband. Hún segir í samtali við Vísi að enginn ferðamaður hafi lent í vandræðum á meðan þessa stóð en hún segist hafa talið að ferðamennirnir tilheyrðu hóp sem væri í umsjón leiðsögumanns sem hefði leiðbeint þeim um fjöruna og hætturnar sem þar leynast. Petra sagði afar hvasst í Reynisfjöru í morgun og því hafi ölduhæð verið mikil.Banaslys í fjörunni Svörtu sandarnir í Reynisfjöru og nágrenni eru einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Ítrekað hafa borist fréttir af því að ferðamenn hafi verið hætt komnir í fjörunni. Í janúar árið 2017 var greint frá því að barn á leikskólaaldri hefði verið hársbreidd frá því að hafna í sjónum í Reynisfjöru og þá voru þýsk hjón hætt komin á sömu slóðum árið 2008 þegar alda tók þau með sér. Nokkur banaslys hafa einnig orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðustu ár. Bandarísk kona á áttræðisaldri beið bana þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið árið 2007. Árið 2016 lést kínverskur ferðamaður um fertugt þegar stór alda sló honum í bergið. Síðast varð banaslys tengt briminu í janúar í fyrra þegar þýsk kona fór í sjóinn við Kirkjufjöru.Ferðaþjónustuaðilar hafa kallað eftir því að gerðar verði frekari öryggisráðstafanir í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum vegna tíðra slysa. Lögregla hafði eftirlit með svæðinu um tíma eftir banaslysið í Reynisfjöru árið 2016 og þá var komið upp viðvörunarskiltum vegna slysahættu við sjóinn sama ár.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Spá upp í 13 metra háum öldum Djúp lægð er suðvestur af landinu og í morgunsárið færir hún hvassviðri eða storm á suðvestanvert landið. 21. febrúar 2019 07:34 Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Atvikið náðist á myndband sem birt var á Instagram á laugardag en síðustu ár hafa ítrekað verið fluttar fréttir af óförum ferðamanna á svæðinu. 6. nóvember 2018 19:00 Ferðamanni bjargað úr briminu í Reynisfjöru Ítrekað hafa borist fréttir af því að ferðamenn hafi verið hætt komnir í fjörunni. 13. desember 2018 22:39 Viðvörunarkerfi fyrir hættulegar öldur við Reynisfjöru enn á tilraunastigi Ferðamenn voru hætt komnir í fjörunni á laugardag er þeir hættu sér of nálægt briminu en viðvörunarkerfinu er ætlað að vara fólk við þegar öldugangur á svæðinu fer yfir ákveðinn hættustuðul. 7. nóvember 2018 23:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Spá upp í 13 metra háum öldum Djúp lægð er suðvestur af landinu og í morgunsárið færir hún hvassviðri eða storm á suðvestanvert landið. 21. febrúar 2019 07:34
Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Atvikið náðist á myndband sem birt var á Instagram á laugardag en síðustu ár hafa ítrekað verið fluttar fréttir af óförum ferðamanna á svæðinu. 6. nóvember 2018 19:00
Ferðamanni bjargað úr briminu í Reynisfjöru Ítrekað hafa borist fréttir af því að ferðamenn hafi verið hætt komnir í fjörunni. 13. desember 2018 22:39
Viðvörunarkerfi fyrir hættulegar öldur við Reynisfjöru enn á tilraunastigi Ferðamenn voru hætt komnir í fjörunni á laugardag er þeir hættu sér of nálægt briminu en viðvörunarkerfinu er ætlað að vara fólk við þegar öldugangur á svæðinu fer yfir ákveðinn hættustuðul. 7. nóvember 2018 23:00