Ljósmyndarar hræddust ekki ölduganginn í Reynisfjöru Birgir Olgeirsson skrifar 21. febrúar 2019 11:14 Afar hvasst var í Reynisfjöru í morgun og ölduhæð mikil. Petra Albrecht Ferðamenn í Reynisfjöru létu ekki brimið hræða sig þrátt fyrir að það hafi reynst mörgum banvænt í gegnum árin. Ferðamennirnir stóðu í flæðarmálinu þar sem þeir stilltu upp þrífótum til að geta tekið magnaðar myndir af samspili klettanna og öldurótsins. Rútubílstjórinn Petra Albrecht var stödd í Reynisfjöru í morgun og tók meðfylgjandi myndband. Hún segir í samtali við Vísi að enginn ferðamaður hafi lent í vandræðum á meðan þessa stóð en hún segist hafa talið að ferðamennirnir tilheyrðu hóp sem væri í umsjón leiðsögumanns sem hefði leiðbeint þeim um fjöruna og hætturnar sem þar leynast. Petra sagði afar hvasst í Reynisfjöru í morgun og því hafi ölduhæð verið mikil.Banaslys í fjörunni Svörtu sandarnir í Reynisfjöru og nágrenni eru einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Ítrekað hafa borist fréttir af því að ferðamenn hafi verið hætt komnir í fjörunni. Í janúar árið 2017 var greint frá því að barn á leikskólaaldri hefði verið hársbreidd frá því að hafna í sjónum í Reynisfjöru og þá voru þýsk hjón hætt komin á sömu slóðum árið 2008 þegar alda tók þau með sér. Nokkur banaslys hafa einnig orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðustu ár. Bandarísk kona á áttræðisaldri beið bana þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið árið 2007. Árið 2016 lést kínverskur ferðamaður um fertugt þegar stór alda sló honum í bergið. Síðast varð banaslys tengt briminu í janúar í fyrra þegar þýsk kona fór í sjóinn við Kirkjufjöru.Ferðaþjónustuaðilar hafa kallað eftir því að gerðar verði frekari öryggisráðstafanir í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum vegna tíðra slysa. Lögregla hafði eftirlit með svæðinu um tíma eftir banaslysið í Reynisfjöru árið 2016 og þá var komið upp viðvörunarskiltum vegna slysahættu við sjóinn sama ár. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Spá upp í 13 metra háum öldum Djúp lægð er suðvestur af landinu og í morgunsárið færir hún hvassviðri eða storm á suðvestanvert landið. 21. febrúar 2019 07:34 Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Atvikið náðist á myndband sem birt var á Instagram á laugardag en síðustu ár hafa ítrekað verið fluttar fréttir af óförum ferðamanna á svæðinu. 6. nóvember 2018 19:00 Ferðamanni bjargað úr briminu í Reynisfjöru Ítrekað hafa borist fréttir af því að ferðamenn hafi verið hætt komnir í fjörunni. 13. desember 2018 22:39 Viðvörunarkerfi fyrir hættulegar öldur við Reynisfjöru enn á tilraunastigi Ferðamenn voru hætt komnir í fjörunni á laugardag er þeir hættu sér of nálægt briminu en viðvörunarkerfinu er ætlað að vara fólk við þegar öldugangur á svæðinu fer yfir ákveðinn hættustuðul. 7. nóvember 2018 23:00 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Ferðamenn í Reynisfjöru létu ekki brimið hræða sig þrátt fyrir að það hafi reynst mörgum banvænt í gegnum árin. Ferðamennirnir stóðu í flæðarmálinu þar sem þeir stilltu upp þrífótum til að geta tekið magnaðar myndir af samspili klettanna og öldurótsins. Rútubílstjórinn Petra Albrecht var stödd í Reynisfjöru í morgun og tók meðfylgjandi myndband. Hún segir í samtali við Vísi að enginn ferðamaður hafi lent í vandræðum á meðan þessa stóð en hún segist hafa talið að ferðamennirnir tilheyrðu hóp sem væri í umsjón leiðsögumanns sem hefði leiðbeint þeim um fjöruna og hætturnar sem þar leynast. Petra sagði afar hvasst í Reynisfjöru í morgun og því hafi ölduhæð verið mikil.Banaslys í fjörunni Svörtu sandarnir í Reynisfjöru og nágrenni eru einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Ítrekað hafa borist fréttir af því að ferðamenn hafi verið hætt komnir í fjörunni. Í janúar árið 2017 var greint frá því að barn á leikskólaaldri hefði verið hársbreidd frá því að hafna í sjónum í Reynisfjöru og þá voru þýsk hjón hætt komin á sömu slóðum árið 2008 þegar alda tók þau með sér. Nokkur banaslys hafa einnig orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðustu ár. Bandarísk kona á áttræðisaldri beið bana þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið árið 2007. Árið 2016 lést kínverskur ferðamaður um fertugt þegar stór alda sló honum í bergið. Síðast varð banaslys tengt briminu í janúar í fyrra þegar þýsk kona fór í sjóinn við Kirkjufjöru.Ferðaþjónustuaðilar hafa kallað eftir því að gerðar verði frekari öryggisráðstafanir í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum vegna tíðra slysa. Lögregla hafði eftirlit með svæðinu um tíma eftir banaslysið í Reynisfjöru árið 2016 og þá var komið upp viðvörunarskiltum vegna slysahættu við sjóinn sama ár.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Spá upp í 13 metra háum öldum Djúp lægð er suðvestur af landinu og í morgunsárið færir hún hvassviðri eða storm á suðvestanvert landið. 21. febrúar 2019 07:34 Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Atvikið náðist á myndband sem birt var á Instagram á laugardag en síðustu ár hafa ítrekað verið fluttar fréttir af óförum ferðamanna á svæðinu. 6. nóvember 2018 19:00 Ferðamanni bjargað úr briminu í Reynisfjöru Ítrekað hafa borist fréttir af því að ferðamenn hafi verið hætt komnir í fjörunni. 13. desember 2018 22:39 Viðvörunarkerfi fyrir hættulegar öldur við Reynisfjöru enn á tilraunastigi Ferðamenn voru hætt komnir í fjörunni á laugardag er þeir hættu sér of nálægt briminu en viðvörunarkerfinu er ætlað að vara fólk við þegar öldugangur á svæðinu fer yfir ákveðinn hættustuðul. 7. nóvember 2018 23:00 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Spá upp í 13 metra háum öldum Djúp lægð er suðvestur af landinu og í morgunsárið færir hún hvassviðri eða storm á suðvestanvert landið. 21. febrúar 2019 07:34
Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Atvikið náðist á myndband sem birt var á Instagram á laugardag en síðustu ár hafa ítrekað verið fluttar fréttir af óförum ferðamanna á svæðinu. 6. nóvember 2018 19:00
Ferðamanni bjargað úr briminu í Reynisfjöru Ítrekað hafa borist fréttir af því að ferðamenn hafi verið hætt komnir í fjörunni. 13. desember 2018 22:39
Viðvörunarkerfi fyrir hættulegar öldur við Reynisfjöru enn á tilraunastigi Ferðamenn voru hætt komnir í fjörunni á laugardag er þeir hættu sér of nálægt briminu en viðvörunarkerfinu er ætlað að vara fólk við þegar öldugangur á svæðinu fer yfir ákveðinn hættustuðul. 7. nóvember 2018 23:00