Þorsteinn var tölvufíkill starfandi í BT: „Jafn slæmt og alki sem fær vinnu í ÁTVR“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. febrúar 2019 15:30 Þorsteinn á fjögur börn í dag og starfar sem menntaskólakennari. „Þrjátíu og þriggja ára bjó ég hjá mömmu minni, var í mikilli yfirvigt, átti ekkert nema skuldir og hékk í tölvunni öllum stundum enda var ég tölvufíkill,“ segir Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson sem ákvað á þessum punkti að taka sig á. Hann var gestur í þættinum Ísland í dag á þriðjudagskvöldið. Það gekk vel en nokkrum árum seinna var hann kominn með háskólagráðu, orðinn stærðfræðikennari í menntaskóla, giftur tveggja barna faðir. Þorsteinn sagði sögu sína í þættinum Íslandi í dag í gærkvöldi. „Ég hélt alltaf að ég væri bara áhugamaður þegar kom að tölvuleikjum og var hæstánægður þegar ég fékk vinnu í BT. Ég fékk að prófa alla tölvuleikina og segja álit mitt á þeim. En það var auðvitað jafn slæmt og alki sem fær vinnu í ÁTVR við að prófa allar tegundirnar. Ég var auðvitað bara fíkill,“ segir Þorsteinn. Hann segir tölvufíkn vera alvarlegan sjúkdóm en segir aldrei of seint að snúa blaðinu við, sama hversu gamall maður er. „Ég fór að hugsa hvort ég væri nokkuð fíkill og prófaði að slökkva á tölvunni. Þá fékk ég bara fráhvarfseinkenni. Varð bara þvalur, átti erfitt með svefn og fékk kvíðakast og þunglyndi yfir því hvað ég var búinn að eyða miklum tíma í tölvunni. Síðar meir fór ég að reyna ná fókus og hugsa hvað ég vildi gera með líf mitt. Tölvan hafði verið veruleikaflótti og ég fór að setja mér markmið. Það sem ég gerði var að ég kláraði alltaf fyrst það sem ég vildi gera, svo kom tölvan,“ segir Þorsteinn sem rauk í gegnum nokkrar háskólagráður og gerði það eins og drekka vatn, bara þegar tölvan var komin í annað sætið. Hér að neðan má sjá innslagið um Þorstein. Ísland í dag Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
„Þrjátíu og þriggja ára bjó ég hjá mömmu minni, var í mikilli yfirvigt, átti ekkert nema skuldir og hékk í tölvunni öllum stundum enda var ég tölvufíkill,“ segir Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson sem ákvað á þessum punkti að taka sig á. Hann var gestur í þættinum Ísland í dag á þriðjudagskvöldið. Það gekk vel en nokkrum árum seinna var hann kominn með háskólagráðu, orðinn stærðfræðikennari í menntaskóla, giftur tveggja barna faðir. Þorsteinn sagði sögu sína í þættinum Íslandi í dag í gærkvöldi. „Ég hélt alltaf að ég væri bara áhugamaður þegar kom að tölvuleikjum og var hæstánægður þegar ég fékk vinnu í BT. Ég fékk að prófa alla tölvuleikina og segja álit mitt á þeim. En það var auðvitað jafn slæmt og alki sem fær vinnu í ÁTVR við að prófa allar tegundirnar. Ég var auðvitað bara fíkill,“ segir Þorsteinn. Hann segir tölvufíkn vera alvarlegan sjúkdóm en segir aldrei of seint að snúa blaðinu við, sama hversu gamall maður er. „Ég fór að hugsa hvort ég væri nokkuð fíkill og prófaði að slökkva á tölvunni. Þá fékk ég bara fráhvarfseinkenni. Varð bara þvalur, átti erfitt með svefn og fékk kvíðakast og þunglyndi yfir því hvað ég var búinn að eyða miklum tíma í tölvunni. Síðar meir fór ég að reyna ná fókus og hugsa hvað ég vildi gera með líf mitt. Tölvan hafði verið veruleikaflótti og ég fór að setja mér markmið. Það sem ég gerði var að ég kláraði alltaf fyrst það sem ég vildi gera, svo kom tölvan,“ segir Þorsteinn sem rauk í gegnum nokkrar háskólagráður og gerði það eins og drekka vatn, bara þegar tölvan var komin í annað sætið. Hér að neðan má sjá innslagið um Þorstein.
Ísland í dag Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira