Empire-leikarinn sviðsetti árásina vegna ófullnægjandi launa Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 17:00 Smollett gaf sig fram við lögreglu snemma í morgun og er nú í haldi. AP/Lögreglan í Chicago Bandaríski leikarinn Jussie Smollett sviðsetti líkamsárás sem hann sagðist hafa orðið fyrir í lok janúar, að því er fram kom á blaðamannafundi lögreglu í Chicago í Bandaríkjunum í dag. Smollett er sagður hafa sett árásina á svið vegna þess að hann var óánægður með laun sín en hann er þekktastur fyrir leik í sjónvarpsþáttunum Empire. Árásin hefur verið nær stöðugt til umfjöllunar í fjölmiðlum vestanhafs síðustu þrjár vikur. Smollett hélt því fram að tveir einstaklingar hefðu ráðist á hann og haft uppi fordómafull ummæli sem sneru að kynþætti og kynhneigð hans, en hann er dökkur á hörund og samkynhneigður. Þá sagði Smollett árásarmennina hafa hrópað slagorð, „MAGA“ [Make America Great Again]. Sjá einnig: Niðurbrotinn eftir að hafa verið sakaður um að greiða mönnum fyrir að sviðsetja árás á sig Eddie Johnson lögreglustjóri hjá lögreglunni í Chicago sagði á blaðamannafundi vegna málsins í dag að Smollett hefði misnotað sársaukann sem fylgir kynþáttafordómum, sér og starfsferli sínum til framdráttar. Lögreglustjórinn Eddie Johnson á blaðamannafundinum í dag.Vísir/AP Johnson var harðorður í garð leikarans á blaðamannafundinum og krafðist þess að hann bæði Chicago-borg afsökunar. Þá gæti athæfið haft áhrif á raunveruleg fórnarlömb hatursglæpa og fælt þau frá því að stíga fram. Smollett hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að lögreglu en hann er grunaður um að hafa greitt nígerískum bræðrum 3.500 Bandaríkjadali, eða um 400 þúsund íslenskar krónur, fyrir að ráðast á sig. Þá stóð hann sjálfur að sendingu bréfs, lituðu kynþáttafordómum, sem hann tjáði lögreglu að aðili tengdur árásinni hefði sent sér. Smollett gaf sig fram við lögreglu snemma í morgun og er nú í haldi. Gert er ráð fyrir að hann verði leiddur fyrir dómara síðar í dag. Fljótlega eftir að Smollett greindi frá árásinni vöknuðu efasemdaraddir um fullyrðingar hans, einkum vegna þess að hvorki fundust vitni að árásinni né upptökur úr öryggismyndavélum. Í gær var svo greint frá því að Smollett hefði formlega réttarstöðu grunaðs manns í sakamálarannsókn, grunaður um að hafa logið að lögreglu. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Empire-leikarinn með stöðu grunaðs manns Lögregla í Chicago hefur staðfest að leikarinn Jussie Smollett sé nú formlega með stöðu grunaðs manns í sakamálarannsókn, en hann er grunaður um að hafa logið að lögreglu. 20. febrúar 2019 23:30 Taldir hafa hellt klór yfir leikara í Empire Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. 30. janúar 2019 07:46 Niðurbrotinn eftir að hafa verið sakaður um að greiða mönnum fyrir að sviðsetja árás á sig Lögmaður Jussie Smollett segir allt tal um að leikarinn hafi tekið þátt í sviðsetningu vera lygi. 17. febrúar 2019 08:50 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Sjá meira
Bandaríski leikarinn Jussie Smollett sviðsetti líkamsárás sem hann sagðist hafa orðið fyrir í lok janúar, að því er fram kom á blaðamannafundi lögreglu í Chicago í Bandaríkjunum í dag. Smollett er sagður hafa sett árásina á svið vegna þess að hann var óánægður með laun sín en hann er þekktastur fyrir leik í sjónvarpsþáttunum Empire. Árásin hefur verið nær stöðugt til umfjöllunar í fjölmiðlum vestanhafs síðustu þrjár vikur. Smollett hélt því fram að tveir einstaklingar hefðu ráðist á hann og haft uppi fordómafull ummæli sem sneru að kynþætti og kynhneigð hans, en hann er dökkur á hörund og samkynhneigður. Þá sagði Smollett árásarmennina hafa hrópað slagorð, „MAGA“ [Make America Great Again]. Sjá einnig: Niðurbrotinn eftir að hafa verið sakaður um að greiða mönnum fyrir að sviðsetja árás á sig Eddie Johnson lögreglustjóri hjá lögreglunni í Chicago sagði á blaðamannafundi vegna málsins í dag að Smollett hefði misnotað sársaukann sem fylgir kynþáttafordómum, sér og starfsferli sínum til framdráttar. Lögreglustjórinn Eddie Johnson á blaðamannafundinum í dag.Vísir/AP Johnson var harðorður í garð leikarans á blaðamannafundinum og krafðist þess að hann bæði Chicago-borg afsökunar. Þá gæti athæfið haft áhrif á raunveruleg fórnarlömb hatursglæpa og fælt þau frá því að stíga fram. Smollett hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að lögreglu en hann er grunaður um að hafa greitt nígerískum bræðrum 3.500 Bandaríkjadali, eða um 400 þúsund íslenskar krónur, fyrir að ráðast á sig. Þá stóð hann sjálfur að sendingu bréfs, lituðu kynþáttafordómum, sem hann tjáði lögreglu að aðili tengdur árásinni hefði sent sér. Smollett gaf sig fram við lögreglu snemma í morgun og er nú í haldi. Gert er ráð fyrir að hann verði leiddur fyrir dómara síðar í dag. Fljótlega eftir að Smollett greindi frá árásinni vöknuðu efasemdaraddir um fullyrðingar hans, einkum vegna þess að hvorki fundust vitni að árásinni né upptökur úr öryggismyndavélum. Í gær var svo greint frá því að Smollett hefði formlega réttarstöðu grunaðs manns í sakamálarannsókn, grunaður um að hafa logið að lögreglu.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Empire-leikarinn með stöðu grunaðs manns Lögregla í Chicago hefur staðfest að leikarinn Jussie Smollett sé nú formlega með stöðu grunaðs manns í sakamálarannsókn, en hann er grunaður um að hafa logið að lögreglu. 20. febrúar 2019 23:30 Taldir hafa hellt klór yfir leikara í Empire Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. 30. janúar 2019 07:46 Niðurbrotinn eftir að hafa verið sakaður um að greiða mönnum fyrir að sviðsetja árás á sig Lögmaður Jussie Smollett segir allt tal um að leikarinn hafi tekið þátt í sviðsetningu vera lygi. 17. febrúar 2019 08:50 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Sjá meira
Empire-leikarinn með stöðu grunaðs manns Lögregla í Chicago hefur staðfest að leikarinn Jussie Smollett sé nú formlega með stöðu grunaðs manns í sakamálarannsókn, en hann er grunaður um að hafa logið að lögreglu. 20. febrúar 2019 23:30
Taldir hafa hellt klór yfir leikara í Empire Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. 30. janúar 2019 07:46
Niðurbrotinn eftir að hafa verið sakaður um að greiða mönnum fyrir að sviðsetja árás á sig Lögmaður Jussie Smollett segir allt tal um að leikarinn hafi tekið þátt í sviðsetningu vera lygi. 17. febrúar 2019 08:50
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna