Roger Stone meinað að tjá sig eftir meinta ógnun Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2019 08:34 Roger Stone fyrir utan dómshúsið í gær. AP/Jacquelyn Martin Roger Stone, sem er ráðgjafi og vinur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til fjölda ára, hefur verið meinað að tjá sig um Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og Rússarannsóknina svokölluðu. Alríkisdómari gaf út þessa skipun í gærkvöldi eftir að Stone hafði birt mynd af henni á Instagram þar sem búið var að setja skotmark á myndina. Dómarinn Amy Berman Jackson gerði Stone ljóst að ef hann myndi tjá sig um málið myndi hann fara í fangelsi. Hún sagði einnig að ummæli Stone gætu ógnað fólki sem kæmi að málinu. „Í dag gaf ég þér annað tækifæri. Þetta er ekki hafnabolti. Þá færð ekki þriðja tækifærið,“ er haft eftir Jackson á vef NBC News. Þá sagði hún að afsökunarbeiðni Stone hefði ekki verið einlæg.Áður en hún kvað upp úrskurð sinn baðst Stone afsökunar og sagðist hafa gert heimskuleg mistök. „Ég álasa sjáfum mér, ekki jafn mikið og konan mín gerir þó,“ sagði Stone og hélt hann því fram að um dómgreindarleysi hefði verið að ræða. Í sama mund hélt hann því fram að krossinn á myndinni sem hann birti á mánudaginn, og eyddi svo, hefði í rauninni ekki verið skotmark.Myndin sem um ræðir var af Jackson og þar hafði Stone skrifað að „djúpríkis-launmorðinginn“ Robert Mueller hefði tryggt að Jackson yrði yfir máli Stone þar sem hún hefði verið skipuð af Barack Obama. Þá sagði Stone að Jackson hefði fellt niður ákæru gegn Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, og fangelsað Paul Manafort, annan kosningastjóra Trump, áður en hann hefði verið dæmdur fyrir nokkurn glæp.Stone skrifaði einnig #fixisin til marks um að þegar væri búið að ákveða niðurstöðu málaferlanna gegn honum og bað hann fólk um að styðja hann fjárhagslega. Stone hefur verið ákærður fyrir að ljúga að þingmönnum um samskipti sín við Wikileaks í aðdraganda forsetakosninganna 2016, standa í vegi réttvísinnar og reyna að hafa áhrif á vitni. Hann neitar sök.In his latest Instagram post, Roger Stone attacks Judge Amy Berman Jackson, the federal judge overseeing his case.There is a crosshair in the upper left corner of the picture. pic.twitter.com/tbjLI0S81c— Kyle Griffin (@kylegriffin1) February 18, 2019 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Roger Stone, sem er ráðgjafi og vinur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til fjölda ára, hefur verið meinað að tjá sig um Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og Rússarannsóknina svokölluðu. Alríkisdómari gaf út þessa skipun í gærkvöldi eftir að Stone hafði birt mynd af henni á Instagram þar sem búið var að setja skotmark á myndina. Dómarinn Amy Berman Jackson gerði Stone ljóst að ef hann myndi tjá sig um málið myndi hann fara í fangelsi. Hún sagði einnig að ummæli Stone gætu ógnað fólki sem kæmi að málinu. „Í dag gaf ég þér annað tækifæri. Þetta er ekki hafnabolti. Þá færð ekki þriðja tækifærið,“ er haft eftir Jackson á vef NBC News. Þá sagði hún að afsökunarbeiðni Stone hefði ekki verið einlæg.Áður en hún kvað upp úrskurð sinn baðst Stone afsökunar og sagðist hafa gert heimskuleg mistök. „Ég álasa sjáfum mér, ekki jafn mikið og konan mín gerir þó,“ sagði Stone og hélt hann því fram að um dómgreindarleysi hefði verið að ræða. Í sama mund hélt hann því fram að krossinn á myndinni sem hann birti á mánudaginn, og eyddi svo, hefði í rauninni ekki verið skotmark.Myndin sem um ræðir var af Jackson og þar hafði Stone skrifað að „djúpríkis-launmorðinginn“ Robert Mueller hefði tryggt að Jackson yrði yfir máli Stone þar sem hún hefði verið skipuð af Barack Obama. Þá sagði Stone að Jackson hefði fellt niður ákæru gegn Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, og fangelsað Paul Manafort, annan kosningastjóra Trump, áður en hann hefði verið dæmdur fyrir nokkurn glæp.Stone skrifaði einnig #fixisin til marks um að þegar væri búið að ákveða niðurstöðu málaferlanna gegn honum og bað hann fólk um að styðja hann fjárhagslega. Stone hefur verið ákærður fyrir að ljúga að þingmönnum um samskipti sín við Wikileaks í aðdraganda forsetakosninganna 2016, standa í vegi réttvísinnar og reyna að hafa áhrif á vitni. Hann neitar sök.In his latest Instagram post, Roger Stone attacks Judge Amy Berman Jackson, the federal judge overseeing his case.There is a crosshair in the upper left corner of the picture. pic.twitter.com/tbjLI0S81c— Kyle Griffin (@kylegriffin1) February 18, 2019
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira