Endalok ABBA, reglubreytingar og einföldun á því hvað sé hendi og hvað sé ekki hendi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2019 16:00 Aron Einar Gunnarsson undirbýr sig að taka eitt af sínum löngu innköstum. Getty/Marc Atkins/ Knattspyrnusamband Íslands spáir því að athyglisverðar breytingar verði gerða á knattspyrnulögunum á næsta fundi Alþjóðanefndar knattspyrnusambanda sem fer fram í byrjun næsta mánaðar. KSÍ fer yfir mögulegar breytingar á heimasíðu sinni í dag en 133. ársfundundur IFAB (Alþjóðanefndar knattspyrnusambanda) fer fram í Skotlandi 2. mars næstkomandi. Tækni- og ráðgjafarnefnd IFAB hefur lagt til athyglisverðar tillögur um breytingar á knattspyrnulögunum sem myndu þá væntanlega vera teknar í notkun á Íslandi frá upphafi keppni í Mjólkurbikarnum sem verður 10. apríl 2019. Breytingar þær sem IFAB gerir á knattspyrnulögunum taka alla jafna ekki gildi fyrr en 1. júní ár hvert en ef að líkum lætur mun stjórn KSÍ líkt og undanfarin ár óska eftir heimild frá IFAB þess efnis að lagabreytingarnar taki gildi á Íslandi allt frá upphafi keppni á komandi tímabili. Hér fyrir neðan má sjá samantekt KSÍ á þessum breytingum en þær snúa að vítaspyrnum, gulum og rauðum spjöldum, skiptingum, markspyrnum og endalokum ABBA-spyrnuraðarinnar í vítaspyrnukeppnum.Eftirfarandi breytingar á knattspyrnulögunum verða að öllum líkindum staðfestar á ársfundinum: 1) Markverðir þurfi einungis að hafa annan fótinn á marklínunni við töku vítaspyrna. 2) Leikmönnum sem skipt er af velli beri að yfirgefa völlinn við næstu útlínu hans. 3) Gul og rauð spjöld megi nú sýna forráðamönnum á boðvangi (þegar innleitt á Íslandi 2018). 4) Leikmenn megi snerta boltann innan eigin vítateigs eftir markspyrnur og aukaspyrnur þaðan. Sóknarmennirnir verði eftir sem áður að halda sig utan vítateigsins þar til boltinn hefur farið út úr vítateignum eða verið snertur af mótherja innan hans. Ennfremur er gert ráð fyrir að IFAB taki á ársfundinum ákvörðun um að hætta alfarið við fyrirhugaða innleiðingu á svokallaðri "ABBA-spyrnuröð" í vítaspyrnukeppnum. Þá er gert ráð fyrir að IFAB muni á fundinum freista þess að einfalda og skýra orðalag laganna um hvað teljist "óviljandi" hendi. Þannig verði framvegis dæmd hendi ef leikmaður hagnast með ósanngjörnum hætti á því að fá boltann óvart í höndina/handlegginn, t.d. ef mark er skorað með slíkri snertingu, eða ef hann nær með óviljandi snertingu handarinnar/handleggsins valdi á boltanum og skorar eða leggur síðan upp mark eða marktækifæri í framhaldinu. Að síðustu er gert ráð fyrir að nefndin ræði (eða samþykki jafnvel strax) ýmsar tillögur sem tengjast svokölluðu "Fair-play" átaki, t.d. hvernig taka beri á sóknarmönnum sem reyna að valda usla við varnarvegginn og að leikur skuli stöðvaður ef boltinn hrekkur af dómaranum þannig að úr því skapist mark, marktækifæri eða vænlegt upphlaup (og leikur hafinn að nýju með því að dómarinn lætur boltann falla). Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands spáir því að athyglisverðar breytingar verði gerða á knattspyrnulögunum á næsta fundi Alþjóðanefndar knattspyrnusambanda sem fer fram í byrjun næsta mánaðar. KSÍ fer yfir mögulegar breytingar á heimasíðu sinni í dag en 133. ársfundundur IFAB (Alþjóðanefndar knattspyrnusambanda) fer fram í Skotlandi 2. mars næstkomandi. Tækni- og ráðgjafarnefnd IFAB hefur lagt til athyglisverðar tillögur um breytingar á knattspyrnulögunum sem myndu þá væntanlega vera teknar í notkun á Íslandi frá upphafi keppni í Mjólkurbikarnum sem verður 10. apríl 2019. Breytingar þær sem IFAB gerir á knattspyrnulögunum taka alla jafna ekki gildi fyrr en 1. júní ár hvert en ef að líkum lætur mun stjórn KSÍ líkt og undanfarin ár óska eftir heimild frá IFAB þess efnis að lagabreytingarnar taki gildi á Íslandi allt frá upphafi keppni á komandi tímabili. Hér fyrir neðan má sjá samantekt KSÍ á þessum breytingum en þær snúa að vítaspyrnum, gulum og rauðum spjöldum, skiptingum, markspyrnum og endalokum ABBA-spyrnuraðarinnar í vítaspyrnukeppnum.Eftirfarandi breytingar á knattspyrnulögunum verða að öllum líkindum staðfestar á ársfundinum: 1) Markverðir þurfi einungis að hafa annan fótinn á marklínunni við töku vítaspyrna. 2) Leikmönnum sem skipt er af velli beri að yfirgefa völlinn við næstu útlínu hans. 3) Gul og rauð spjöld megi nú sýna forráðamönnum á boðvangi (þegar innleitt á Íslandi 2018). 4) Leikmenn megi snerta boltann innan eigin vítateigs eftir markspyrnur og aukaspyrnur þaðan. Sóknarmennirnir verði eftir sem áður að halda sig utan vítateigsins þar til boltinn hefur farið út úr vítateignum eða verið snertur af mótherja innan hans. Ennfremur er gert ráð fyrir að IFAB taki á ársfundinum ákvörðun um að hætta alfarið við fyrirhugaða innleiðingu á svokallaðri "ABBA-spyrnuröð" í vítaspyrnukeppnum. Þá er gert ráð fyrir að IFAB muni á fundinum freista þess að einfalda og skýra orðalag laganna um hvað teljist "óviljandi" hendi. Þannig verði framvegis dæmd hendi ef leikmaður hagnast með ósanngjörnum hætti á því að fá boltann óvart í höndina/handlegginn, t.d. ef mark er skorað með slíkri snertingu, eða ef hann nær með óviljandi snertingu handarinnar/handleggsins valdi á boltanum og skorar eða leggur síðan upp mark eða marktækifæri í framhaldinu. Að síðustu er gert ráð fyrir að nefndin ræði (eða samþykki jafnvel strax) ýmsar tillögur sem tengjast svokölluðu "Fair-play" átaki, t.d. hvernig taka beri á sóknarmönnum sem reyna að valda usla við varnarvegginn og að leikur skuli stöðvaður ef boltinn hrekkur af dómaranum þannig að úr því skapist mark, marktækifæri eða vænlegt upphlaup (og leikur hafinn að nýju með því að dómarinn lætur boltann falla).
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira