Málefnaleg samstaða réði inngöngu í Miðflokkinn Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2019 20:29 Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins. Vísir/Stöð 2 Miðflokkurinn er orðinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á Alþingi eftir að tveir utanflokkaþingmenn sem vikið var úr Flokki fólksins gengu til liðs við flokkinn í dag. Þeir segja málefnin hafa ráðið ákvörðun þeirra. Fundur fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja þingmanna Flokks fólksins á Klaustur barnum hinn 20. nóvember hefur reynst afdrifaríkur en þar var meðal annars talað fjálglega um að þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason gengju úr flokki fólkins í Miðflokkinn. Eftir að upptökur af fundinum voru birtar fyrst hinn 28. nóvember voru þeir Ólafur og Karl Gauti reknir úr Flokki fólksins tveimur dögum síðar og urðu þingmenn utan flokka. Ólafur Ísleifsson segir Miðflokkinn standa þeim málefnalega nærri. „Þessi ákvörðun er reist á málefnalegum forsendum. Stjórnmál snúast um málefni. Það hafa legið gagnvegir á milli okkar í málefnalegu tilliti og það er mikil samstaða,” segir Ólafur. Samfylkingin taldist stærst þingflokka stjórnarandstöðunnar í skjóli atkvæðamagns þar til í dag. En nú er Miðflokkurinn orðinn stærsti þingflokkur stjórnarandstöðunnar með níu þingmenn. Það hefur til að mynda áhrif á hver formanna flokkanna talar fyrst í umræðum á Alþingi. Allt frá klausturupptökunum og eftir að þeim félögum var síðan vikið úr Flokki fólksins hafa verið háværar raddir um að þeir væru á leið í Miðflokkinn.Voruð þið fram að þessu alveg heilir í Flokki fólksins á sínum tíma, þannig að þið voruð ekki að undirbúa brottför ykkar þaðan?„Algerlega. Það var aldrei nokkuð snið á okkur að fara úr þeim flokki. Það kom okkur mjög á óvart að forysta flokksins skyldi taka þessa fljótfærnu ákvörðun sem þau gerðu þarna á mjög skömmum tíma,” segir Karl Gauti. Ákvörðun þeirra tvímenninga að ganga til liðs við Miðflokkinn hafi ekki verið tekinn fyrr en í dag. Hér að neðan má sjá muninn á skipan þingflokka stjórnarandstöðunnar fyrir og eftir inngöngu Karls Gauta og Ólafs í Miðflokkinn. Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Miðflokkurinn er orðinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á Alþingi eftir að tveir utanflokkaþingmenn sem vikið var úr Flokki fólksins gengu til liðs við flokkinn í dag. Þeir segja málefnin hafa ráðið ákvörðun þeirra. Fundur fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja þingmanna Flokks fólksins á Klaustur barnum hinn 20. nóvember hefur reynst afdrifaríkur en þar var meðal annars talað fjálglega um að þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason gengju úr flokki fólkins í Miðflokkinn. Eftir að upptökur af fundinum voru birtar fyrst hinn 28. nóvember voru þeir Ólafur og Karl Gauti reknir úr Flokki fólksins tveimur dögum síðar og urðu þingmenn utan flokka. Ólafur Ísleifsson segir Miðflokkinn standa þeim málefnalega nærri. „Þessi ákvörðun er reist á málefnalegum forsendum. Stjórnmál snúast um málefni. Það hafa legið gagnvegir á milli okkar í málefnalegu tilliti og það er mikil samstaða,” segir Ólafur. Samfylkingin taldist stærst þingflokka stjórnarandstöðunnar í skjóli atkvæðamagns þar til í dag. En nú er Miðflokkurinn orðinn stærsti þingflokkur stjórnarandstöðunnar með níu þingmenn. Það hefur til að mynda áhrif á hver formanna flokkanna talar fyrst í umræðum á Alþingi. Allt frá klausturupptökunum og eftir að þeim félögum var síðan vikið úr Flokki fólksins hafa verið háværar raddir um að þeir væru á leið í Miðflokkinn.Voruð þið fram að þessu alveg heilir í Flokki fólksins á sínum tíma, þannig að þið voruð ekki að undirbúa brottför ykkar þaðan?„Algerlega. Það var aldrei nokkuð snið á okkur að fara úr þeim flokki. Það kom okkur mjög á óvart að forysta flokksins skyldi taka þessa fljótfærnu ákvörðun sem þau gerðu þarna á mjög skömmum tíma,” segir Karl Gauti. Ákvörðun þeirra tvímenninga að ganga til liðs við Miðflokkinn hafi ekki verið tekinn fyrr en í dag. Hér að neðan má sjá muninn á skipan þingflokka stjórnarandstöðunnar fyrir og eftir inngöngu Karls Gauta og Ólafs í Miðflokkinn.
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira