Eigandi Patriots þvertekur fyrir að hafa keypt vændi Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2019 09:49 Robert Kraft. AP/Steven Senne Robert Kraft, eigandi NFL-liðsins New England Patriots, hefur verið ákærður fyrir vændiskaup. Kraft mun hafa verið tvisvar sinnum kvikmyndaður við kynmök á nuddstofu í Flórída, með földum myndavélum lögreglu. Hinn 77 ára gamli eigandi Patriots, sem hefur ekki verið handtekinn, þvertekur fyrir að hafa keypt vændi.Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa frekari upplýsingar um ákæruna ekki verið opinberaðar og stendur til að gera það í næstu viku. Þá stendur einnig til að gefa út handtökuskipun gagnvart Kraft.Lögreglan í Flórída hefur gefið út hundruð handtökuskipanna á undanförnum dögum eftir hálfs árs rannsókn á vændi í ríkinu. Búist er við að þeim muni fjölga. Tíu nuddstofum hefur verið lokað og hafa þó nokkrir verið handteknir vegna gruns um mansal og kynlífsþrælkun. Daniel Kerr, lögreglustjóri Jupiter í Flórída, segir það hafa komið sér á óvart að Kraft, sem er metinn á einhverja sex milljarða dala, hafi verið að kaupa vændi á nuddstofu í verslunarmiðstöð. Hann býr í Massachusetts en á einnig heimili í Palm Beach. Eiginkona hans, Myra Hiatt, dó árið 2011 og hefur Kraft verið í sambandi með hinni 39 ára gömlu leikkonu Ricki Noel frá 2012. Samkvæmt lögum Flórída þykir líklegt að Kraft verði gert að sinna samfélagsþjónustu í hundrað klukkustundir og sitja námskeið um skaða vændis og kynlífsþrælkunar, verði hann fundinn sekur. Kraft gæti einnig lenti í vandræðum hjá NFL-deildinni þar sem hægt er að refsa eigendum fyrir alls konar hegðun sem kemur niður á ímynd deildarinnar. Eigandi umræddrar nuddstofu heitir Hua Zhang en hún hefur verið handtekin. Í dómsskjölum kemur fram að lögregluþjónar hafi náð myndböndum af „starfsmönnum“ hennar stunda vændi í minnst tólf skipti. Lögreglan segir þetta fólk vera í kynlífsþrælkun. Bandaríkin NFL Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Robert Kraft, eigandi NFL-liðsins New England Patriots, hefur verið ákærður fyrir vændiskaup. Kraft mun hafa verið tvisvar sinnum kvikmyndaður við kynmök á nuddstofu í Flórída, með földum myndavélum lögreglu. Hinn 77 ára gamli eigandi Patriots, sem hefur ekki verið handtekinn, þvertekur fyrir að hafa keypt vændi.Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa frekari upplýsingar um ákæruna ekki verið opinberaðar og stendur til að gera það í næstu viku. Þá stendur einnig til að gefa út handtökuskipun gagnvart Kraft.Lögreglan í Flórída hefur gefið út hundruð handtökuskipanna á undanförnum dögum eftir hálfs árs rannsókn á vændi í ríkinu. Búist er við að þeim muni fjölga. Tíu nuddstofum hefur verið lokað og hafa þó nokkrir verið handteknir vegna gruns um mansal og kynlífsþrælkun. Daniel Kerr, lögreglustjóri Jupiter í Flórída, segir það hafa komið sér á óvart að Kraft, sem er metinn á einhverja sex milljarða dala, hafi verið að kaupa vændi á nuddstofu í verslunarmiðstöð. Hann býr í Massachusetts en á einnig heimili í Palm Beach. Eiginkona hans, Myra Hiatt, dó árið 2011 og hefur Kraft verið í sambandi með hinni 39 ára gömlu leikkonu Ricki Noel frá 2012. Samkvæmt lögum Flórída þykir líklegt að Kraft verði gert að sinna samfélagsþjónustu í hundrað klukkustundir og sitja námskeið um skaða vændis og kynlífsþrælkunar, verði hann fundinn sekur. Kraft gæti einnig lenti í vandræðum hjá NFL-deildinni þar sem hægt er að refsa eigendum fyrir alls konar hegðun sem kemur niður á ímynd deildarinnar. Eigandi umræddrar nuddstofu heitir Hua Zhang en hún hefur verið handtekin. Í dómsskjölum kemur fram að lögregluþjónar hafi náð myndböndum af „starfsmönnum“ hennar stunda vændi í minnst tólf skipti. Lögreglan segir þetta fólk vera í kynlífsþrælkun.
Bandaríkin NFL Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira