Líkti kynferðisofbeldi gegn börnum við mannfórnir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. febrúar 2019 19:46 Frans páfi. Vatíkanið/Getty Frans páfi hefur heitið því að kaþólska kirkjan muni taka hart á hvers kyns kynferðisofbeldi gegn börnum sem viðgengist hefur innan kirkjunnar. Hann segir kynferðisbrotamenn innan klerkastéttarinnar vera „verkfæri djöfulsins“ og lofar því að kirkjan muni skoða hvert barnaníðsmál af fullri alvöru. Páfinn hélt tölu í lok ráðstefnu rómansk-kaþólsku kirkjunnar gegn barnaníði þar sem þessi orð, meðal annarra, voru látin falla. „Ég minnist þeirra grimmilegu trúarhátta sem eitt sinn voru við lýði víðs vegar í mörgum menningarsamfélögum, þar sem manneskjum var fórnað, og þá gjarnan börnum,“ sagði páfinn í ræðu sinni sem sló botninn í ráðstefnuna sem staðið hefur yfir síðastliðna fjóra daga. „Grimmd þessa heimslæga verknaðar verður jafnvel enn alvarlegri og smánarlegri innan kirkjunnar, því hann fer þvert gegn því siðferðislega fordæmi og trúverðugleika sem kirkjan hefur. Hin heilaga persóna, kosin af Guði til þess að leiða sálir til frelsunar, gefur sig eigin breyskleika og sjúkdómi á vald, og verður þannig verkfæri djöfulsins,“ sagði páfinn í ræðunni. Hann bætti þá við að fórnarlömb kynferðisofbeldis yrðu gerð að forgangsatriði innan kirkjunnar og lofaði að binda endi á hvers kyns yfirhylmingu með slíkum málum og að gerendur myndu fá að gjalda fyrir glæpi sína. Páfinn sá sig þá einnig knúinn til þess að leggja áherslu á að kynferðisleg misnotkun á börnum væri „útbreitt fyrirbrigði í allri menningu og samfélögum.“ Páfagarður MeToo Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Páfinn veitir leyfi fyrir rannsókn á kynlífshneyksli Frans páfi hefur gefið leyfi fyrir "ítarlegri rannsókn“ á skjölum Vatíkansins, en henni er ætlað að varpa ljósi á hvernig Theodore McCarrick, háttsettum bandarískum kardinála, tókst að klífa metorðastiga kaþólsku kirkjunnar þrátt fyrir ítrekaðar ásakanir á hendur honum um að hafa þrýst á guðfræðistúdenta og unga presta til þess að sofa hjá sér. 6. október 2018 14:16 Frans páfi vill efla baráttu gegn ofbeldi Páfinn tjáði sig um ofbeldi gagnvart konur en reitti um leið þolendur misnotkunar til reiði með orðum sínum. 21. janúar 2018 10:31 Réttað yfir friðhelgum diplómata í barnaníðsmáli í Páfagarði Réttað verður yfir preláta, sem er sakaður um varðveislu og dreifingu barnakláms, í Páfagarði en ekki Bandaríkjunum eins og þarlend stjórnvöld óskuðu eftir. 9. júní 2018 15:11 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Sjá meira
Frans páfi hefur heitið því að kaþólska kirkjan muni taka hart á hvers kyns kynferðisofbeldi gegn börnum sem viðgengist hefur innan kirkjunnar. Hann segir kynferðisbrotamenn innan klerkastéttarinnar vera „verkfæri djöfulsins“ og lofar því að kirkjan muni skoða hvert barnaníðsmál af fullri alvöru. Páfinn hélt tölu í lok ráðstefnu rómansk-kaþólsku kirkjunnar gegn barnaníði þar sem þessi orð, meðal annarra, voru látin falla. „Ég minnist þeirra grimmilegu trúarhátta sem eitt sinn voru við lýði víðs vegar í mörgum menningarsamfélögum, þar sem manneskjum var fórnað, og þá gjarnan börnum,“ sagði páfinn í ræðu sinni sem sló botninn í ráðstefnuna sem staðið hefur yfir síðastliðna fjóra daga. „Grimmd þessa heimslæga verknaðar verður jafnvel enn alvarlegri og smánarlegri innan kirkjunnar, því hann fer þvert gegn því siðferðislega fordæmi og trúverðugleika sem kirkjan hefur. Hin heilaga persóna, kosin af Guði til þess að leiða sálir til frelsunar, gefur sig eigin breyskleika og sjúkdómi á vald, og verður þannig verkfæri djöfulsins,“ sagði páfinn í ræðunni. Hann bætti þá við að fórnarlömb kynferðisofbeldis yrðu gerð að forgangsatriði innan kirkjunnar og lofaði að binda endi á hvers kyns yfirhylmingu með slíkum málum og að gerendur myndu fá að gjalda fyrir glæpi sína. Páfinn sá sig þá einnig knúinn til þess að leggja áherslu á að kynferðisleg misnotkun á börnum væri „útbreitt fyrirbrigði í allri menningu og samfélögum.“
Páfagarður MeToo Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Páfinn veitir leyfi fyrir rannsókn á kynlífshneyksli Frans páfi hefur gefið leyfi fyrir "ítarlegri rannsókn“ á skjölum Vatíkansins, en henni er ætlað að varpa ljósi á hvernig Theodore McCarrick, háttsettum bandarískum kardinála, tókst að klífa metorðastiga kaþólsku kirkjunnar þrátt fyrir ítrekaðar ásakanir á hendur honum um að hafa þrýst á guðfræðistúdenta og unga presta til þess að sofa hjá sér. 6. október 2018 14:16 Frans páfi vill efla baráttu gegn ofbeldi Páfinn tjáði sig um ofbeldi gagnvart konur en reitti um leið þolendur misnotkunar til reiði með orðum sínum. 21. janúar 2018 10:31 Réttað yfir friðhelgum diplómata í barnaníðsmáli í Páfagarði Réttað verður yfir preláta, sem er sakaður um varðveislu og dreifingu barnakláms, í Páfagarði en ekki Bandaríkjunum eins og þarlend stjórnvöld óskuðu eftir. 9. júní 2018 15:11 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Sjá meira
Páfinn veitir leyfi fyrir rannsókn á kynlífshneyksli Frans páfi hefur gefið leyfi fyrir "ítarlegri rannsókn“ á skjölum Vatíkansins, en henni er ætlað að varpa ljósi á hvernig Theodore McCarrick, háttsettum bandarískum kardinála, tókst að klífa metorðastiga kaþólsku kirkjunnar þrátt fyrir ítrekaðar ásakanir á hendur honum um að hafa þrýst á guðfræðistúdenta og unga presta til þess að sofa hjá sér. 6. október 2018 14:16
Frans páfi vill efla baráttu gegn ofbeldi Páfinn tjáði sig um ofbeldi gagnvart konur en reitti um leið þolendur misnotkunar til reiði með orðum sínum. 21. janúar 2018 10:31
Réttað yfir friðhelgum diplómata í barnaníðsmáli í Páfagarði Réttað verður yfir preláta, sem er sakaður um varðveislu og dreifingu barnakláms, í Páfagarði en ekki Bandaríkjunum eins og þarlend stjórnvöld óskuðu eftir. 9. júní 2018 15:11
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent