Trump frestar tollahækkun Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. febrúar 2019 08:07 Donald Trump fundaði með varaforseta Kína, Liu He, í Hvíta húsinu á föstudag. Vísir/AFP Hlutabréfaverð á Asíumörkuðum hækkaði í morgun eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því að hann ætli að bíða með að hækka tolla á vörur frá Kína. Hækkunin átti að taka gildi 1. mars, föstudaginn næstkomandi. Samsetta vísitalan í Sjanghæ hækkaði um fimm prósent við opnun markaða og hefur ekki verið hærri í hálft ár. Ástæða frestunar Trumps er sögð vera sú að samningaviðræður Kínverja og Bandaríkjamanna í tolladeilu þeirra hafa gengið vel um helgina. Því hafi hann ákveðið að fresta hækkunum á vörur frá Kína upp á 200 milljarða dala. Fréttir kínverskra og bandarískra miðla renna stoðum undir fullyrðingar forsetans. Þannig sagði í frétt kínversku ríkisfréttastofunnar Xinhua að „mikill árangur“ hefði náðst í viðræðum um einstaka en þó veigamikla þætti, eins og á sviði hugverkaréttinda og landbúnaðar. Greint var frá því fyrir helgi að Kínverjar hefðu skuldbundið sig til að kaupa vörur frá Bandaríkjunum fyrir 1,2 billjónir (e. trillion) dala, 142 billjónir íslenskra króna. Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að bjóða kínverka starfsbróður sínum, Xi Jinping, til fundar á Flórída ef þeim tekst að ná frekari árangri í samningaviðræðunum. Bandaríkin Donald Trump Kína Tengdar fréttir Trump gæti leyst Huawei-stýru úr haldi Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, var látin laus gegn tryggingu í Kanada í gær. Ellefu dagar eru nú liðnir frá því hún var handtekin, að beiðni Bandaríkjamanna, grunuð um að hafa afvegaleitt banka um ítök Huawei í Íran og þar með þá í hættu á því að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. 13. desember 2018 08:00 Þjóðarleiðtogar Bandaríkjanna og Kína semja um „vopnahlé“ í tollastríði Skömmu fyrir leiðtogafundinn hafði Bandaríkjaforseti í frammi miklar yfirlýsingar um innleiðingu nýrra verndartolla en leiðtogarnir sömdu um "vopnahlé“ í tollastríðinu. 2. desember 2018 09:44 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Hlutabréfaverð á Asíumörkuðum hækkaði í morgun eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því að hann ætli að bíða með að hækka tolla á vörur frá Kína. Hækkunin átti að taka gildi 1. mars, föstudaginn næstkomandi. Samsetta vísitalan í Sjanghæ hækkaði um fimm prósent við opnun markaða og hefur ekki verið hærri í hálft ár. Ástæða frestunar Trumps er sögð vera sú að samningaviðræður Kínverja og Bandaríkjamanna í tolladeilu þeirra hafa gengið vel um helgina. Því hafi hann ákveðið að fresta hækkunum á vörur frá Kína upp á 200 milljarða dala. Fréttir kínverskra og bandarískra miðla renna stoðum undir fullyrðingar forsetans. Þannig sagði í frétt kínversku ríkisfréttastofunnar Xinhua að „mikill árangur“ hefði náðst í viðræðum um einstaka en þó veigamikla þætti, eins og á sviði hugverkaréttinda og landbúnaðar. Greint var frá því fyrir helgi að Kínverjar hefðu skuldbundið sig til að kaupa vörur frá Bandaríkjunum fyrir 1,2 billjónir (e. trillion) dala, 142 billjónir íslenskra króna. Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að bjóða kínverka starfsbróður sínum, Xi Jinping, til fundar á Flórída ef þeim tekst að ná frekari árangri í samningaviðræðunum.
Bandaríkin Donald Trump Kína Tengdar fréttir Trump gæti leyst Huawei-stýru úr haldi Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, var látin laus gegn tryggingu í Kanada í gær. Ellefu dagar eru nú liðnir frá því hún var handtekin, að beiðni Bandaríkjamanna, grunuð um að hafa afvegaleitt banka um ítök Huawei í Íran og þar með þá í hættu á því að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. 13. desember 2018 08:00 Þjóðarleiðtogar Bandaríkjanna og Kína semja um „vopnahlé“ í tollastríði Skömmu fyrir leiðtogafundinn hafði Bandaríkjaforseti í frammi miklar yfirlýsingar um innleiðingu nýrra verndartolla en leiðtogarnir sömdu um "vopnahlé“ í tollastríðinu. 2. desember 2018 09:44 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Trump gæti leyst Huawei-stýru úr haldi Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, var látin laus gegn tryggingu í Kanada í gær. Ellefu dagar eru nú liðnir frá því hún var handtekin, að beiðni Bandaríkjamanna, grunuð um að hafa afvegaleitt banka um ítök Huawei í Íran og þar með þá í hættu á því að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. 13. desember 2018 08:00
Þjóðarleiðtogar Bandaríkjanna og Kína semja um „vopnahlé“ í tollastríði Skömmu fyrir leiðtogafundinn hafði Bandaríkjaforseti í frammi miklar yfirlýsingar um innleiðingu nýrra verndartolla en leiðtogarnir sömdu um "vopnahlé“ í tollastríðinu. 2. desember 2018 09:44