Rétt um þriðjungur Frakka hefur nú velþóknun á störfum Emmanuels Macron forseta og hefur hlutfallið ekki verið hærra frá því að mótmæli sem kennd hafa verið við gul vesti hófust í nóvember. Á sama tíma hefur stuðningur við mótmælin farið dvínandi.
Skoðanakönnun sem birt var í dag bendir til þess að 55% vilja að mótmælunum linni. Mótmælin hafa verið vikuleg en þeim hefur stundum fylgt ofbeldi og skemmdarverk í miðborg Parísar og víðar. Áætlað er að um 46.000 manns hafi tekið þátt í þeim um allt land um helgina.
Vinsældir Macron fóru lægst niður í 27% um miðjan desember þegar mótmælin stóðu sem hæst. Þau hafa síðan mjakast upp á við, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Mótmælin sem voru kennd við gulu vesti mótmælendanna beindust í fyrstu að hækkunum að eldsneytisverði. Þau þróuðust síðar upp í almennt andóf gegn ríkisstjórn Macron.
Vinsældir Macron þokast upp en gulu vestanna niður

Tengdar fréttir

Macron ósáttur við mótmælendur sem veittust að heimspekingi með fúkyrðum
Emmanuel Macron Frakklandsforseti var allt annað en sáttur við mótmælendur gulu vestanna vegna framkomu þeirra í garð Alain Finkielkraut.

Seildist eftir handsprengju sem sprakk í höndunum á honum
Ljósmyndarinn var í óða önn að taka ljósmyndir af óeirðunum sem voru fyrir fram franska þinghúsið þegar atvikið gerðist.

Almenningsálit snýst gegn mótmælum gulu vestanna
Meirihluti telur að þeir sem mótmæla ennþá geri það ekki í nafni upphaflegra baráttumála þeirra og vill að vikulegir mótmælafundir hætti.