„Betri en Ronda Rousey“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2019 23:00 Maycee Barber. Getty/Mike Roach Dana White og félagar hjá UFC gætu verið búnir að finna nýju stórstjörnuna sína í kvennaflokki en Maycee Barber spáir því sjálf að hún verði jafnstór eða jafnvel stærri en þau Conor McGregor og Ronda Rousey. New York Post fjallar ítarlega um þessa framtíðarstórstjörnu bardagaheimsins. Frábær bardagakona sem elskar sviðsljósið og vill ganga eins langt og Conor McGregor til að tryggja sér umfjöllun og athygli. „Betri en Ronda Rousey“ er fyrirsögnin á íþróttasíðu New York Post. Maycee Barber er enn bara tvítug en hefur unnið alla sex atvinnumannabardaga sína og vann fyrsta UFC-bardagann sinn á rosalegu rothöggi. Barber fór illa með Hannah Cifers á UFC bardagakvöldi í nóvember en hún skildi Cifers eftir vel blóðuga í búrinu. Strax eftir bardagann gekk hún upp að Dana White, forseta UFC, og heimtaði bónus fyrir frammistöðu sína. Það var ljóst þá að Maycee Barber var engin venjulegur nýliði.She wants to be MMA's next big thing https://t.co/JPVHkrcm2P — New York Post Sports (@nypostsports) February 25, 2019„Ég sagði honum að ég muni verða stórt nafn, jafnvel stærra nafn en Conor McGregor og Ronda Rousey og allar hinar stjörnurnar sem hann er með,“ sagði Maycee Barber í viðtali við MMA Fighting. „Ég er ein af verðandi stórstjörnunum hans. Það eru ekki margar slíkar í dag ekki síst hjá konunum. Ég passa vel í slíkt hlutverk með þeirri persónu sem ég vil sýna í búrinu,“ sagði Barber. „Ég veit nákvæmlega hvað ég ætla að gera í mínu lífi og á mínum ferli í blönduðu bardagaíþróttum. Ég þarf ekkert háskólapróf því ég hef þegar öðlast þá þekkingu sem ég þarf. Ég veit hvað ég ætla að gera í framtíðinni,“ sagði Maycee Barber og ekki skemmir mikið fyrir að hún elskar sviðsljósið. „Ég heyri fullt af fólki kvarta yfir því hvað þeir hati viðtölin eða hvað þau kvíði fyrir að fara í myndatöku. Þetta er íþróttin sem þau völdu og þetta fylgir henni. Ef þú ætlar að ná árangri einhverstaðar þá verður að gefa þig alla í þetta. Þú verður að læra að njóta lífsins sem því fylgir. Ég elska þetta allt saman,“ segir Maycee Barber.Twenty-year-old prospect @MayceeBarber has big plans for her UFC career Read full story: https://t.co/1eQFLcOv9jpic.twitter.com/mpcmbTQlwr — MMAFighting.com (@MMAFighting) February 25, 2019 Þótt að Maycee Barber tali sig upp á kostnað Conor McGregor þá fer ekkert á milli mála að hún er hrifinn af Íranum. „McGregor gerði þetta á réttan hátt. Ef hann ætlar að berjast þá verður hann í sviðsljósinu. Hann tekur það því með trompi. Ef hann gerir það af hverju ætti ég ekki að geta það líka?,“ segir Barber. MMA Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Dana White og félagar hjá UFC gætu verið búnir að finna nýju stórstjörnuna sína í kvennaflokki en Maycee Barber spáir því sjálf að hún verði jafnstór eða jafnvel stærri en þau Conor McGregor og Ronda Rousey. New York Post fjallar ítarlega um þessa framtíðarstórstjörnu bardagaheimsins. Frábær bardagakona sem elskar sviðsljósið og vill ganga eins langt og Conor McGregor til að tryggja sér umfjöllun og athygli. „Betri en Ronda Rousey“ er fyrirsögnin á íþróttasíðu New York Post. Maycee Barber er enn bara tvítug en hefur unnið alla sex atvinnumannabardaga sína og vann fyrsta UFC-bardagann sinn á rosalegu rothöggi. Barber fór illa með Hannah Cifers á UFC bardagakvöldi í nóvember en hún skildi Cifers eftir vel blóðuga í búrinu. Strax eftir bardagann gekk hún upp að Dana White, forseta UFC, og heimtaði bónus fyrir frammistöðu sína. Það var ljóst þá að Maycee Barber var engin venjulegur nýliði.She wants to be MMA's next big thing https://t.co/JPVHkrcm2P — New York Post Sports (@nypostsports) February 25, 2019„Ég sagði honum að ég muni verða stórt nafn, jafnvel stærra nafn en Conor McGregor og Ronda Rousey og allar hinar stjörnurnar sem hann er með,“ sagði Maycee Barber í viðtali við MMA Fighting. „Ég er ein af verðandi stórstjörnunum hans. Það eru ekki margar slíkar í dag ekki síst hjá konunum. Ég passa vel í slíkt hlutverk með þeirri persónu sem ég vil sýna í búrinu,“ sagði Barber. „Ég veit nákvæmlega hvað ég ætla að gera í mínu lífi og á mínum ferli í blönduðu bardagaíþróttum. Ég þarf ekkert háskólapróf því ég hef þegar öðlast þá þekkingu sem ég þarf. Ég veit hvað ég ætla að gera í framtíðinni,“ sagði Maycee Barber og ekki skemmir mikið fyrir að hún elskar sviðsljósið. „Ég heyri fullt af fólki kvarta yfir því hvað þeir hati viðtölin eða hvað þau kvíði fyrir að fara í myndatöku. Þetta er íþróttin sem þau völdu og þetta fylgir henni. Ef þú ætlar að ná árangri einhverstaðar þá verður að gefa þig alla í þetta. Þú verður að læra að njóta lífsins sem því fylgir. Ég elska þetta allt saman,“ segir Maycee Barber.Twenty-year-old prospect @MayceeBarber has big plans for her UFC career Read full story: https://t.co/1eQFLcOv9jpic.twitter.com/mpcmbTQlwr — MMAFighting.com (@MMAFighting) February 25, 2019 Þótt að Maycee Barber tali sig upp á kostnað Conor McGregor þá fer ekkert á milli mála að hún er hrifinn af Íranum. „McGregor gerði þetta á réttan hátt. Ef hann ætlar að berjast þá verður hann í sviðsljósinu. Hann tekur það því með trompi. Ef hann gerir það af hverju ætti ég ekki að geta það líka?,“ segir Barber.
MMA Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira