Alls voru um 60 björgunarsveitarmenn við leit í morgun á og við ána og er gert fyrir að um 100 manns leiti eftir hádegi og fram í myrkur.
Veður fer nú batnandi á leitarsvæðinu en í morgun var hvasst og mikil rigning. Þá eru íshröngl í ánni sem er einnig gruggug auk þess sem vatnið er að aukast í henni sem þarf að hafa í huga við siglingar og leit.
Finnist maðurinn ekki við leitina í dag verður leit haldið áfram á morgun.
Hér fyrir neðan má sjá myndband frá aðgerðum í morgun.