Í tilkynningu frá Himbrima segir að ginið hafi keppt í flokknum „compound gin“ og keppti á móti gini frá Bretlandi, Skotlandi, Kanada, Ástralíu, og Taívan. Compound gin er gin-tegund þar sem ginið er aðeins eimað einu sinni og er svo kryddað með jurtum áður en það er sett á flösku.

„Að keppa í Bretlandi með íslensku gini er eins og að keppa í Japan með íslenskt sushi eða í Skotlandi með íslensku viskíi. Bretar drekka gríðarlega mikið magn af gini á hverju ári og er gin markaðurinn troðfullur af gini. Menn áætla að á hverjum degi kemur ný gin tegund á markaðinn. Samkeppninn er því mjög mikill sem gerir þessi verðlaun enn verðmætari.“
Himbrimi gin var sett á markaðinn sumarið 2016 og er dreift á Íslandi, í Bandaríkjunum, í Evrópu, auk Bretlands.