Varnarorð Seðlabankans um aflandskrónufrumvarpið ekki orðin að veruleika Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. febrúar 2019 12:15 Seðlabankinn mælir með að frumvarp um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum verði samþykkt sem fyrst. VÍSIR/STEFÁN Seðlabankinn hefur varað við hættunni á því að aflandskrónueigendur tiltekinna ríkisskuldabréfa taki fjárfestingu sína út ef frumvarp um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál verður ekki samþykkt. Seðlabankinn sagði í umsögn um frumvarpið að það hefði þurft að vera samþykkt í gær en umrædd ríkisskuldabréf komust á gjalddaga þá. Til stóð að samþykkja frumvarpið í gær en það var ekki afgreitt eftir 14 klukkustunda málþóf Miðflokksins. Í svari við fyrirspurn fréttastofu um hvort varnarorð Seðlabankans hafi raungerst kemur fram að svo sé ekki en hættan sé þó enn til staðar og mælir bankinn með að frumvarpið verði samþykkt sem fyrst. „Málið snýst m.a. um stóra eign aflandskrónueigenda í ríkisskuldabréfum og hættu á að hún verði ekki endurfjárfest. Hættan hefur ekki raungerst enn og ef samþykkt frumvarps dregst ekki um of er ekki víst að það gerist. Því fyrr sem frumvarpið verður að lögum því minni líkur eru á að hættan raungerist,“ segir í svari Seðlabankans. Um er að ræða um 25 milljarða aflandskrónueignir sem losnuðu í gær. Seðlabankinn hefur áhyggjur af því að eigendur þeirra endurfjárfesti ekki í íslenskum skuldabréfum og leiti frekar út. Við þær aðstæður þyrfti Seðlabankinn eyða mun meiri gjaldeyrisforða til að koma í veg fyrir gengisfall í tengslum við losun aflandskróna. Einnig þyrfti að draga meira úr framboði erlends fjár á innlendum skuldabréfamarkaði en reiknað var með þegar frumvarpið var samið. Efnahagsmál Tengdar fréttir Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11 Þingmenn Miðflokks á eintali við sjálfa sig Þingmenn í endurnýjuðum og fjölmennari þingflokki Miðflokksins mættu tvíefldir til leiks í umræðum á Alþingi í gær og héldu um þrjú hundruð ræður um frumvarp fjármálaráðherra um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál. 27. febrúar 2019 12:15 Þingfundi slitið í morgun eftir 14 tíma málþóf Eftir rúmlega fjórtán klukkustunda langt málþóf þingmanna Miðflokksins um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál bauð forseti Alþingis þeim að halda umræðunum áfram þegar þingið kemur saman síðar í dag. 27. febrúar 2019 06:24 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Seðlabankinn hefur varað við hættunni á því að aflandskrónueigendur tiltekinna ríkisskuldabréfa taki fjárfestingu sína út ef frumvarp um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál verður ekki samþykkt. Seðlabankinn sagði í umsögn um frumvarpið að það hefði þurft að vera samþykkt í gær en umrædd ríkisskuldabréf komust á gjalddaga þá. Til stóð að samþykkja frumvarpið í gær en það var ekki afgreitt eftir 14 klukkustunda málþóf Miðflokksins. Í svari við fyrirspurn fréttastofu um hvort varnarorð Seðlabankans hafi raungerst kemur fram að svo sé ekki en hættan sé þó enn til staðar og mælir bankinn með að frumvarpið verði samþykkt sem fyrst. „Málið snýst m.a. um stóra eign aflandskrónueigenda í ríkisskuldabréfum og hættu á að hún verði ekki endurfjárfest. Hættan hefur ekki raungerst enn og ef samþykkt frumvarps dregst ekki um of er ekki víst að það gerist. Því fyrr sem frumvarpið verður að lögum því minni líkur eru á að hættan raungerist,“ segir í svari Seðlabankans. Um er að ræða um 25 milljarða aflandskrónueignir sem losnuðu í gær. Seðlabankinn hefur áhyggjur af því að eigendur þeirra endurfjárfesti ekki í íslenskum skuldabréfum og leiti frekar út. Við þær aðstæður þyrfti Seðlabankinn eyða mun meiri gjaldeyrisforða til að koma í veg fyrir gengisfall í tengslum við losun aflandskróna. Einnig þyrfti að draga meira úr framboði erlends fjár á innlendum skuldabréfamarkaði en reiknað var með þegar frumvarpið var samið.
Efnahagsmál Tengdar fréttir Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11 Þingmenn Miðflokks á eintali við sjálfa sig Þingmenn í endurnýjuðum og fjölmennari þingflokki Miðflokksins mættu tvíefldir til leiks í umræðum á Alþingi í gær og héldu um þrjú hundruð ræður um frumvarp fjármálaráðherra um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál. 27. febrúar 2019 12:15 Þingfundi slitið í morgun eftir 14 tíma málþóf Eftir rúmlega fjórtán klukkustunda langt málþóf þingmanna Miðflokksins um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál bauð forseti Alþingis þeim að halda umræðunum áfram þegar þingið kemur saman síðar í dag. 27. febrúar 2019 06:24 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11
Þingmenn Miðflokks á eintali við sjálfa sig Þingmenn í endurnýjuðum og fjölmennari þingflokki Miðflokksins mættu tvíefldir til leiks í umræðum á Alþingi í gær og héldu um þrjú hundruð ræður um frumvarp fjármálaráðherra um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál. 27. febrúar 2019 12:15
Þingfundi slitið í morgun eftir 14 tíma málþóf Eftir rúmlega fjórtán klukkustunda langt málþóf þingmanna Miðflokksins um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál bauð forseti Alþingis þeim að halda umræðunum áfram þegar þingið kemur saman síðar í dag. 27. febrúar 2019 06:24