Körfubolti

Jabbar selur fjóra meistarahringa

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jabbar er góður maður sem lætur gott af sér leiða.
Jabbar er góður maður sem lætur gott af sér leiða. vísir/getty
Körfuboltagoðsögnin Kareem Abdul-Jabbar hefur ákveðið að selja heila fjóra meistarahringa sem hann vann með LA Lakers.

Um er að ræða hringina frá tímabilunum 1980, 1985, 1987 og 1988. Hann er einnig að selja áritaða minjagripi frá sínum ótrúlega ferli.

Kallinn er ekki að þessu þar sem hann er orðinn gjaldþrota heldur af því hann vill láta gott af sér leiða.

„Þegar valið stendur á milli þess að láta hringa rykfalla eða bjóða börnum upp á tækifæri til þess að breyta lífi sínu þá er valið frekar einfalt. Selja allt draslið,“ skrifaði Jabbar en fjöldi barna mun njóta góðs af þessu uppboði hans.

Hæsta boð í hring er sem stendur í 10 milljónum króna og áritaður bolti úr lokaleik Jabbars á ferlinum er nú tæpar 9 milljónir króna.

Jabbar á samt enn tvo hringa enda varð hann sex sinnum NBA-meistari og sex sinnum var hann valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×