Pakistanar kalla eftir viðræðum Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2019 13:40 Íbúar virða brak indversku orrustuþotunnar fyrir sér. AP/Mukhtar Khan Yfirvöld bæði Indlands og Pakistan segjast hafa skotið niður orrustuþotu hins ríkisins en enn sem komið er viðurkenna Indverjar einir að hafa tapað þotu. Flugmaður þotunnar sem var af gerðinni MiG-21, er í haldi Pakistana.Mikil spenna er á milli ríkjanna tveggja eftir að Indverjar gerðu loftárás á yfirráðasvæði Pakistan í Kasmír-héraði í gær. Það gerðu þeir í kjölfar sjálfsmorðsárásar vígamanna þann 14. febrúar þar sem 40 indverskir hermenn féllu. Indverjar segja árásina eingöngu hafa beinst gegn vígamönnum Jaish-e-Mohammad, JeM, sem hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Indverjar hafa sakað yfirvöld Pakistan um að skýla JeM og segja jafnvel að meðlimir öryggissveita Pakistan hafi komið að árásinni. Til átaka kom í morgun þar sem minnst ein orrustuþota var skotin niður. Pakistanar segjast flogið inn á yfirráðasvæði Indverjar og varpað þar sprengjum á óbyggt svæði. Þeir segjast hafa ráðist á indversku þoturnar þegar þeim var flogið inn á yfirráðasvæði Pakistana í kjölfar árásarinnar.Indverjar segja hins vegar að orrustuþotur hafi verið sendar gegn orrustuþotum Pakistan og árás þeirra hafi misheppnast. Indland og Pakistan hafa háð þrjár styrjaldir frá því Bretar yfirgáfu svæðið og skiptu ríkjunum upp eftir trúarbrögðum heimamanna árið 1947. Af þeim hafa tvær snúist um Kasmír, sem bæði ríkin gera tilkall til en stjórna sitthvorum hluta héraðsins. Undanfarna daga hafa forsvarsmenn beggja ríkja fyrirskipað loftárásir og hersveitir þeirra hafa skipst á skotum á minnst tólf stöðum. Bæði ríkin búa yfir kjarnorkuvopnum. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, hvatti til þess að dregið yrði úr spennu í morgun og sagði yfirvöld Pakistan og Indlands þurfa að ræða saman. „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningi. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman,“ sagði Khan í sjónvarpsávarpi í morgun, samkvæmt Reuters.Hér má sjá stutt myndband frá Economist þar sem deilan um Kasmír er útskýrð. Wreckges of Indian fighter planes burning. Well done Pakistan Air Force. The entire nation is proud of you. pic.twitter.com/TTIb1zvNZS— Information Ministry (@MoIB_Official) February 27, 2019 Indland Pakistan Tengdar fréttir Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Þjóðarsportið í hættu vegna Kasmírdeilu Indverjar vilja ekki spila við Pakistana á HM í krikket. Vilja raunar ekki sjá þá taka þátt vegna meints skeytingarleysis Pakistana í garð hryðjuverkastarfsemi. Indverjar ætla einnig að skera á rennsli vatns til Pakistans. 23. febrúar 2019 08:45 Pakistanar heita því að bregðast við árásum Indverja Indverjar hafa gert loftárásir gegn hryðjuverkasamtökum sem lýst hefur yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás þar sem 40 indverskir hermenn féllu fyrr í þessum mánuði. 26. febrúar 2019 15:49 Indverjar hótar að einangra Pakistan vegna sjálfsmorðsárásar Hátt í fimmtíu hermenn féllu í sjálfsmorðssprengjuárás samtaka íslamista sem Indverjar saka Pakistana um að hafa leyft að leika lausum hala. 15. febrúar 2019 11:57 Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Indverjar segjast hafa ráðist á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM í Pakistan og fellt 350 eftir árás JeM í Pulwama. Pakistanar segja það tilbúning og hyggjast svara árásinni. 27. febrúar 2019 06:45 Fjórir indverskir hermenn féllu í skotbardaga Fjórir indverskir hermenn féllu í Kasmír-héraði í morgun eftir að til skotbardaga kom á milli indverskra hermanna og vígamanna. 18. febrúar 2019 08:13 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Yfirvöld bæði Indlands og Pakistan segjast hafa skotið niður orrustuþotu hins ríkisins en enn sem komið er viðurkenna Indverjar einir að hafa tapað þotu. Flugmaður þotunnar sem var af gerðinni MiG-21, er í haldi Pakistana.Mikil spenna er á milli ríkjanna tveggja eftir að Indverjar gerðu loftárás á yfirráðasvæði Pakistan í Kasmír-héraði í gær. Það gerðu þeir í kjölfar sjálfsmorðsárásar vígamanna þann 14. febrúar þar sem 40 indverskir hermenn féllu. Indverjar segja árásina eingöngu hafa beinst gegn vígamönnum Jaish-e-Mohammad, JeM, sem hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Indverjar hafa sakað yfirvöld Pakistan um að skýla JeM og segja jafnvel að meðlimir öryggissveita Pakistan hafi komið að árásinni. Til átaka kom í morgun þar sem minnst ein orrustuþota var skotin niður. Pakistanar segjast flogið inn á yfirráðasvæði Indverjar og varpað þar sprengjum á óbyggt svæði. Þeir segjast hafa ráðist á indversku þoturnar þegar þeim var flogið inn á yfirráðasvæði Pakistana í kjölfar árásarinnar.Indverjar segja hins vegar að orrustuþotur hafi verið sendar gegn orrustuþotum Pakistan og árás þeirra hafi misheppnast. Indland og Pakistan hafa háð þrjár styrjaldir frá því Bretar yfirgáfu svæðið og skiptu ríkjunum upp eftir trúarbrögðum heimamanna árið 1947. Af þeim hafa tvær snúist um Kasmír, sem bæði ríkin gera tilkall til en stjórna sitthvorum hluta héraðsins. Undanfarna daga hafa forsvarsmenn beggja ríkja fyrirskipað loftárásir og hersveitir þeirra hafa skipst á skotum á minnst tólf stöðum. Bæði ríkin búa yfir kjarnorkuvopnum. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, hvatti til þess að dregið yrði úr spennu í morgun og sagði yfirvöld Pakistan og Indlands þurfa að ræða saman. „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningi. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman,“ sagði Khan í sjónvarpsávarpi í morgun, samkvæmt Reuters.Hér má sjá stutt myndband frá Economist þar sem deilan um Kasmír er útskýrð. Wreckges of Indian fighter planes burning. Well done Pakistan Air Force. The entire nation is proud of you. pic.twitter.com/TTIb1zvNZS— Information Ministry (@MoIB_Official) February 27, 2019
Indland Pakistan Tengdar fréttir Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Þjóðarsportið í hættu vegna Kasmírdeilu Indverjar vilja ekki spila við Pakistana á HM í krikket. Vilja raunar ekki sjá þá taka þátt vegna meints skeytingarleysis Pakistana í garð hryðjuverkastarfsemi. Indverjar ætla einnig að skera á rennsli vatns til Pakistans. 23. febrúar 2019 08:45 Pakistanar heita því að bregðast við árásum Indverja Indverjar hafa gert loftárásir gegn hryðjuverkasamtökum sem lýst hefur yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás þar sem 40 indverskir hermenn féllu fyrr í þessum mánuði. 26. febrúar 2019 15:49 Indverjar hótar að einangra Pakistan vegna sjálfsmorðsárásar Hátt í fimmtíu hermenn féllu í sjálfsmorðssprengjuárás samtaka íslamista sem Indverjar saka Pakistana um að hafa leyft að leika lausum hala. 15. febrúar 2019 11:57 Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Indverjar segjast hafa ráðist á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM í Pakistan og fellt 350 eftir árás JeM í Pulwama. Pakistanar segja það tilbúning og hyggjast svara árásinni. 27. febrúar 2019 06:45 Fjórir indverskir hermenn féllu í skotbardaga Fjórir indverskir hermenn féllu í Kasmír-héraði í morgun eftir að til skotbardaga kom á milli indverskra hermanna og vígamanna. 18. febrúar 2019 08:13 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00
Þjóðarsportið í hættu vegna Kasmírdeilu Indverjar vilja ekki spila við Pakistana á HM í krikket. Vilja raunar ekki sjá þá taka þátt vegna meints skeytingarleysis Pakistana í garð hryðjuverkastarfsemi. Indverjar ætla einnig að skera á rennsli vatns til Pakistans. 23. febrúar 2019 08:45
Pakistanar heita því að bregðast við árásum Indverja Indverjar hafa gert loftárásir gegn hryðjuverkasamtökum sem lýst hefur yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás þar sem 40 indverskir hermenn féllu fyrr í þessum mánuði. 26. febrúar 2019 15:49
Indverjar hótar að einangra Pakistan vegna sjálfsmorðsárásar Hátt í fimmtíu hermenn féllu í sjálfsmorðssprengjuárás samtaka íslamista sem Indverjar saka Pakistana um að hafa leyft að leika lausum hala. 15. febrúar 2019 11:57
Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Indverjar segjast hafa ráðist á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM í Pakistan og fellt 350 eftir árás JeM í Pulwama. Pakistanar segja það tilbúning og hyggjast svara árásinni. 27. febrúar 2019 06:45
Fjórir indverskir hermenn féllu í skotbardaga Fjórir indverskir hermenn féllu í Kasmír-héraði í morgun eftir að til skotbardaga kom á milli indverskra hermanna og vígamanna. 18. febrúar 2019 08:13