Lýsir Vigdísi Hauksdóttur sem sirkusstjóranum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2019 15:00 Magnús Már Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, og Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, í borgarstjórn. Magnús Már Guðmundsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og núverandi varaborgarfulltrúi, lýsir Vigdísi Hauksdóttur, oddvita Miðflokksins í borgarstjórn, sem sirkusstjóranum þegar kemur að framkomu kjörinna fulltrúa í garð embættismanna og starfsmanna Reykjavíkurborgar. Segir hann að allir sem það vilji vita, viti að ástandið í Ráðhúsinu sé óviðunandi, og að gagnrýni á stjórnmálamenn sé hluti af leiknum en það sama sé ekki hægt að segja um starfsfólk borgarinnar. Magnús hefur ritað ítarlega færslu á Facebook um málið auk þess sem hann ræddi það í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun en hann er í leyfi frá störfum sínum í borgarstjórn eftir að hann tók við starfi sem framkvæmdastjóri BSRB.Eitrað starfsumhverfi vegna fordæmalausrar hegðunar Undanfarna daga hefur töluvert verið fjallað um færslu sem Stefán Eiríksson, borgarritari, ritaði í síðustu viku á lokaðan Facebook-hóp starfsmanna borgarinnar. Sagði Stefán þá stöðu blasa við að fáir borgarfulltrúar eitri starfsumhverfi starfsfólks Reykjavíkurborgar með fordæmalausri hegðun, atferli og framgöngu. Á meðal þeirra sem brugðust við þessum orðum Stefáns voru þau Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, sem og Vigdís Hauksdóttir. Kolbrún kvaðst ekki hafa tekið orð Stefáns til sín enda hefði hún ekki hallmælt starfsfólki sem ynni sína vinnu af samviskusemi og alúð. Sagði Eyþór að honum fyndist sem Stefán væri að lýsa sjálfum sér með eiturummælunum og Vigdís sagði að Stefán ætti að hætta vegna spillingar. Það er einmitt viðtal RÚV við Vigdísi þar sem hún lætur þau ummæli falla sem Magnús deilir með Facebook-færslu sinni. „Það vita allir sem vilja vita að ástandið í Ráðhúsinu er óviðunandi. Óháð gagnrýni á stjórnmálafólk í meirihlutanum sem er jú hluti af leiknum þá er ekki hægt að segja það sama um starfsfólk Reykjavíkurborgar. Fyrir helgi steig Stefán Eiríksson borgarritari fram og sagði að nú væri nóg komið. Fyrir að taka upp hanskann fyrir undirmenn sína hefur Stefán fengið gusurnar yfir sig frá völdum borgarfulltrúum sem og þeim allra reiðustu í athugasemdakerfunum. Síðasta daga hafa þessir borgarfulltrúar toppað sig í gífuryrðum og samsæriskenningum. Skiptir þá engu að tugir starfsmanna borgarinnar hafa kvartað undan ástandinu, sumir hætt og aðrir sótt um laus störf og farnir að hugsa sér til hreyfings. Það er kerfisbundið verið að lama borgarkerfið þar sem starfsmönnum hefur að auki verið drekkt í formlegum fyrirspurnum og tillögum sem hægja á öllu. Fyrir utan ítrekaða tölvupósta sem valdir borgarfulltrúar senda starfsmönnum um allt og ekkert í nafni aðhalds og gagnsæis,“ segir Magnús í færslu sinni. Hann segir að það sem honum hafi fundist vanta í umræðuna sé hegðun þessara einstaklinga á lokuðum fundum, til dæmis í fagráðum og nefndum borgarinnar sem embættismenn og starfsmenn sitja gjarnan. „Þar sem ítrekað er gripið frammí, hlegið, slegið í borð, myndir teknar af viðkomandi, rokið út, málrómur hækkaður, jafnvel hrópað o.s.frv. Að auk er talað um viðstadda embættismenn í þriðju persónu líkt og þeir sitji ekki fundina og síðan er dæmi um borgarfulltrúa sem hefur sagst með afgerandi hætti ekki getað setið með tilteknum starfsmönnum á fundum vegna starfa þeirra fyrir borgina. Utanaðkomandi aðilar hafa líka fengið að finna fyrir því en þeir koma reglulega inn á fundi í fagráðunum t.d. til að fylgja eftir skýrslum sem þeir hafa unnið að beiðni Reykjavíkurborgar. Þá er reynt að gera þessa fagaðila tortryggilega með því að spyrja hvað þeir hafi gengið greitt fyrir að vinna þessa vinnu, hversu margar skýrslur þeir hafi unnið fyrir borgina og hvort þeir hafi raunverulega þekkingu á því sem þeir eru að fjalla um. Dæmin eru ólík en ótal mörg og sjálfur sat ég auðvitað bara hluta af þeim fundum sem fram hafa farið á þessu kjörtímabili,“ segir Magnús á Facebook. Í viðtalinu við Morgunútvarpið sagði Magnús að oddvitar Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins sem og Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gengu hvað harðast fram með óviðeigandi framkomu í garð embættismanna og starfsmanna borgarinnar. Hann var svo spurður út í það í Morgunútvarpinu hvort það væri einhver einn verri en annar í þessu. „Ég held að það sé hægt að tala um Vigdísi Hauksdóttur, að hún sé svona sirkusstjórinn í þessu og taki það býsna alvarlega,“ sagði Magnús. Borgarstjórn Miðflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Óska eftir vinnufriði í kjölfar færslu borgarritara Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn starfsmannafélagsins sem send var fjölmiðlum í dag. 22. febrúar 2019 16:04 Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælum Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ummæli Stefáns Eiríkssonar borgarritara óheppileg. Stefán lét ummælin falla í gær á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. 22. febrúar 2019 11:30 Stefán segist aldrei hafa upplifað annað eins ástand Stefán Eiríksson, borgarritari, sagði starfsmenn Reykjavíkurborgar ekki eiga að þurfa að sæta því að talað sé til þeirra með niðrandi hætti, gert sé lítið úr störfum þeirra og ýmislegt annað sem hafi verið gert. 23. febrúar 2019 12:07 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira
Magnús Már Guðmundsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og núverandi varaborgarfulltrúi, lýsir Vigdísi Hauksdóttur, oddvita Miðflokksins í borgarstjórn, sem sirkusstjóranum þegar kemur að framkomu kjörinna fulltrúa í garð embættismanna og starfsmanna Reykjavíkurborgar. Segir hann að allir sem það vilji vita, viti að ástandið í Ráðhúsinu sé óviðunandi, og að gagnrýni á stjórnmálamenn sé hluti af leiknum en það sama sé ekki hægt að segja um starfsfólk borgarinnar. Magnús hefur ritað ítarlega færslu á Facebook um málið auk þess sem hann ræddi það í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun en hann er í leyfi frá störfum sínum í borgarstjórn eftir að hann tók við starfi sem framkvæmdastjóri BSRB.Eitrað starfsumhverfi vegna fordæmalausrar hegðunar Undanfarna daga hefur töluvert verið fjallað um færslu sem Stefán Eiríksson, borgarritari, ritaði í síðustu viku á lokaðan Facebook-hóp starfsmanna borgarinnar. Sagði Stefán þá stöðu blasa við að fáir borgarfulltrúar eitri starfsumhverfi starfsfólks Reykjavíkurborgar með fordæmalausri hegðun, atferli og framgöngu. Á meðal þeirra sem brugðust við þessum orðum Stefáns voru þau Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, sem og Vigdís Hauksdóttir. Kolbrún kvaðst ekki hafa tekið orð Stefáns til sín enda hefði hún ekki hallmælt starfsfólki sem ynni sína vinnu af samviskusemi og alúð. Sagði Eyþór að honum fyndist sem Stefán væri að lýsa sjálfum sér með eiturummælunum og Vigdís sagði að Stefán ætti að hætta vegna spillingar. Það er einmitt viðtal RÚV við Vigdísi þar sem hún lætur þau ummæli falla sem Magnús deilir með Facebook-færslu sinni. „Það vita allir sem vilja vita að ástandið í Ráðhúsinu er óviðunandi. Óháð gagnrýni á stjórnmálafólk í meirihlutanum sem er jú hluti af leiknum þá er ekki hægt að segja það sama um starfsfólk Reykjavíkurborgar. Fyrir helgi steig Stefán Eiríksson borgarritari fram og sagði að nú væri nóg komið. Fyrir að taka upp hanskann fyrir undirmenn sína hefur Stefán fengið gusurnar yfir sig frá völdum borgarfulltrúum sem og þeim allra reiðustu í athugasemdakerfunum. Síðasta daga hafa þessir borgarfulltrúar toppað sig í gífuryrðum og samsæriskenningum. Skiptir þá engu að tugir starfsmanna borgarinnar hafa kvartað undan ástandinu, sumir hætt og aðrir sótt um laus störf og farnir að hugsa sér til hreyfings. Það er kerfisbundið verið að lama borgarkerfið þar sem starfsmönnum hefur að auki verið drekkt í formlegum fyrirspurnum og tillögum sem hægja á öllu. Fyrir utan ítrekaða tölvupósta sem valdir borgarfulltrúar senda starfsmönnum um allt og ekkert í nafni aðhalds og gagnsæis,“ segir Magnús í færslu sinni. Hann segir að það sem honum hafi fundist vanta í umræðuna sé hegðun þessara einstaklinga á lokuðum fundum, til dæmis í fagráðum og nefndum borgarinnar sem embættismenn og starfsmenn sitja gjarnan. „Þar sem ítrekað er gripið frammí, hlegið, slegið í borð, myndir teknar af viðkomandi, rokið út, málrómur hækkaður, jafnvel hrópað o.s.frv. Að auk er talað um viðstadda embættismenn í þriðju persónu líkt og þeir sitji ekki fundina og síðan er dæmi um borgarfulltrúa sem hefur sagst með afgerandi hætti ekki getað setið með tilteknum starfsmönnum á fundum vegna starfa þeirra fyrir borgina. Utanaðkomandi aðilar hafa líka fengið að finna fyrir því en þeir koma reglulega inn á fundi í fagráðunum t.d. til að fylgja eftir skýrslum sem þeir hafa unnið að beiðni Reykjavíkurborgar. Þá er reynt að gera þessa fagaðila tortryggilega með því að spyrja hvað þeir hafi gengið greitt fyrir að vinna þessa vinnu, hversu margar skýrslur þeir hafi unnið fyrir borgina og hvort þeir hafi raunverulega þekkingu á því sem þeir eru að fjalla um. Dæmin eru ólík en ótal mörg og sjálfur sat ég auðvitað bara hluta af þeim fundum sem fram hafa farið á þessu kjörtímabili,“ segir Magnús á Facebook. Í viðtalinu við Morgunútvarpið sagði Magnús að oddvitar Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins sem og Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gengu hvað harðast fram með óviðeigandi framkomu í garð embættismanna og starfsmanna borgarinnar. Hann var svo spurður út í það í Morgunútvarpinu hvort það væri einhver einn verri en annar í þessu. „Ég held að það sé hægt að tala um Vigdísi Hauksdóttur, að hún sé svona sirkusstjórinn í þessu og taki það býsna alvarlega,“ sagði Magnús.
Borgarstjórn Miðflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Óska eftir vinnufriði í kjölfar færslu borgarritara Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn starfsmannafélagsins sem send var fjölmiðlum í dag. 22. febrúar 2019 16:04 Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælum Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ummæli Stefáns Eiríkssonar borgarritara óheppileg. Stefán lét ummælin falla í gær á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. 22. febrúar 2019 11:30 Stefán segist aldrei hafa upplifað annað eins ástand Stefán Eiríksson, borgarritari, sagði starfsmenn Reykjavíkurborgar ekki eiga að þurfa að sæta því að talað sé til þeirra með niðrandi hætti, gert sé lítið úr störfum þeirra og ýmislegt annað sem hafi verið gert. 23. febrúar 2019 12:07 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira
Óska eftir vinnufriði í kjölfar færslu borgarritara Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn starfsmannafélagsins sem send var fjölmiðlum í dag. 22. febrúar 2019 16:04
Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælum Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ummæli Stefáns Eiríkssonar borgarritara óheppileg. Stefán lét ummælin falla í gær á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. 22. febrúar 2019 11:30
Stefán segist aldrei hafa upplifað annað eins ástand Stefán Eiríksson, borgarritari, sagði starfsmenn Reykjavíkurborgar ekki eiga að þurfa að sæta því að talað sé til þeirra með niðrandi hætti, gert sé lítið úr störfum þeirra og ýmislegt annað sem hafi verið gert. 23. febrúar 2019 12:07