Bænastund verður haldin í Selfosskirkju á morgun, fimmtudaginn 28. febrúar klukkan 18, vegna Páls Mars Guðjónssonar, sem leitað hefur verið að í Ölfusá síðan á mánudagskvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu kirkjunnar.
Bænastundin verður í umsjón presta Selfosskirkju og eru allir hjartanlega velkomnir, að því er segir í tilkynningu.
Leitin að Páli hefur ekki borið árangur en fjölmennt lið björgunarmanna hefur leitað í og við Ölfusá síðan á mánudag. Leit var hætt í kvöld á sjöunda tímanum en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi verður fylgst með ánni fram að helgi þegar leit hefst aftur af fullum þunga.
Leitin Páli Mar Guðjónssyni sem var einn í bíl sem fór í Ölfusá um klukkan tíu síðastliðið mánudagskvöld hefur ekki borið árangur. Leitinni hefur verið hætt í dag.
Formlegri leit að Páli Mar Guðjónssyni, sem leitað hefur verið að í Ölfusá í dag og í gær, hefur verið hætt í dag. Lögreglan vill skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að ánni.