Malek sagður nálgast samkomulag um að leika Bond-illmenni Birgir Olgeirsson skrifar 27. febrúar 2019 23:32 Rami Malek var valinn besti leikarinn í nýafstaðinni Óskarsverðlaunahátið. Hinn nýbakaði Óskarsverðlaunahafi Rami Malek er sagður nálgast samkomulag um að leika illmennið í næstu James Bond-mynd. Greint er frá þessu á vef Collider en Malek þessi var valinn besti leikarinn á Óskarsverðlaunahátíðinni síðastliðinn sunnudag fyrir leik sinn í Bohemian Rhapsody þar sem hann brá sér í gervi tónlistarmannsins goðsagnakennda Freddie Mercury. Áður hafði verið greint frá því á vef Variety að framleiðendur Bond-myndarinnar vildu fá Malek í myndina en að tökuáætlun sjónvarpsþáttanna Mr. Robot, sem Malek er í aðalhlutverki í, stangaðist á við tökur þessar myndar um njósnara hennar hátignar. Collider segist hins vegar hafa heimildir fyrir því að umboðsstofa Maleks hafi náð að semja þannig að hann nái að uppfylla skilyrði beggja verkefna. Collider segir engar lýsingar að finna á þessu væntanlega illmenni en marokkóski leikarinn Said Taghmaoui, sem hefur meðal annars sést í Wonder Woman, hafði áður greint frá því að hann hefði komið til greina í hlutverk illmennisins þegar leikstjórinn Danny Boyle var ennþá viðloðinn verkefnið. Malek er af egypskum uppruna og því er dregin af því ályktun að handrit myndarinnar geri ráð fyrir að illmennið sé manneskja af norður-afrískum uppruna. Lea Seydoux er sögð endurtaka hlutverk sitt úr Bond-myndinni Spectre sem sálfræðingurinn Madeleine Swann og þá munu Naomie Harris, Ben Whishaw og Ralph Fiennes einnig bregða aftur fyrir í þessari Bond-mynd. Um er að ræða 25. Bond-myndina en hún hefur fengið vinnuheitið Shatterhand. Nafnið er komið frá dulnefni sem Bond-illmennið Ernst Blofeld notaðist við í einni af bókum Ians Fleming um njósnarann með einkennisnúmerið 007, You Only Live Twice. Daniel Craig mun leika James Bond í fimmta sinn en leikstjóri myndarinnar verður Cary Fukunuga. Áður hafði verið greint frá því að íslenska framleiðslufyrirtækið True North hefði fengi vilyrði fyrir risastyrk til að taka hluta myndarinnar upp í Noregi. James Bond Óskarinn Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Hinn nýbakaði Óskarsverðlaunahafi Rami Malek er sagður nálgast samkomulag um að leika illmennið í næstu James Bond-mynd. Greint er frá þessu á vef Collider en Malek þessi var valinn besti leikarinn á Óskarsverðlaunahátíðinni síðastliðinn sunnudag fyrir leik sinn í Bohemian Rhapsody þar sem hann brá sér í gervi tónlistarmannsins goðsagnakennda Freddie Mercury. Áður hafði verið greint frá því á vef Variety að framleiðendur Bond-myndarinnar vildu fá Malek í myndina en að tökuáætlun sjónvarpsþáttanna Mr. Robot, sem Malek er í aðalhlutverki í, stangaðist á við tökur þessar myndar um njósnara hennar hátignar. Collider segist hins vegar hafa heimildir fyrir því að umboðsstofa Maleks hafi náð að semja þannig að hann nái að uppfylla skilyrði beggja verkefna. Collider segir engar lýsingar að finna á þessu væntanlega illmenni en marokkóski leikarinn Said Taghmaoui, sem hefur meðal annars sést í Wonder Woman, hafði áður greint frá því að hann hefði komið til greina í hlutverk illmennisins þegar leikstjórinn Danny Boyle var ennþá viðloðinn verkefnið. Malek er af egypskum uppruna og því er dregin af því ályktun að handrit myndarinnar geri ráð fyrir að illmennið sé manneskja af norður-afrískum uppruna. Lea Seydoux er sögð endurtaka hlutverk sitt úr Bond-myndinni Spectre sem sálfræðingurinn Madeleine Swann og þá munu Naomie Harris, Ben Whishaw og Ralph Fiennes einnig bregða aftur fyrir í þessari Bond-mynd. Um er að ræða 25. Bond-myndina en hún hefur fengið vinnuheitið Shatterhand. Nafnið er komið frá dulnefni sem Bond-illmennið Ernst Blofeld notaðist við í einni af bókum Ians Fleming um njósnarann með einkennisnúmerið 007, You Only Live Twice. Daniel Craig mun leika James Bond í fimmta sinn en leikstjóri myndarinnar verður Cary Fukunuga. Áður hafði verið greint frá því að íslenska framleiðslufyrirtækið True North hefði fengi vilyrði fyrir risastyrk til að taka hluta myndarinnar upp í Noregi.
James Bond Óskarinn Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira