Ekki sé komið til móts við þarfir allra barna Sveinn Arnarsson skrifar 28. febrúar 2019 06:00 Lára Kristín Jónsdóttir og sonur hennar Úlfar Hólmgeirsson sem þarf á sterkum gleraugum að halda til að lifa eðlilegu lífi. Fréttablaðið/Auðunn Foreldrar barna sem þurfa sterk gleraugu til að lifa eðlilegu lífi þurfa oft á tíðum að greiða hátt verð fyrir hjálpartæki fyrir börn sín og fá afar litla aðstoð frá hinu opinbera. Lára Kristín Jónsdóttir, móðir Úlfars Hólmgeirssonar, segir það skjóta skökku við að greiða háar upphæðir fyrir gleraugu á meðan til dæmis heyrnartæki fyrir börn eru greidd að fullu úr ríkissjóði. Hún segir málið snúast um mannréttindi. „Úlfar þarf á gleraugum að halda til þess að geta tekið þátt í daglegu lífi. Það eru mannréttindi að börn geti fengið að lifa eðlilegu lífi og fjárhagsleg staða foreldra á ekki að skipta máli þegar kemur að því,“ segir Lára Kristín og heldur áfram. „Sonur minn er með það slæma sjón að hann getur lítið sem ekkert gert án gleraugna.“ Úlfar stundar sund og eftir að hafa fengið sundgleraugu við hæfi getur hann stundað íþrótt sína af kappi. „En það þýðir líka að við erum að eyða rúmlega eitt hundrað þúsund krónum í gleraugu. Heimilisbókhaldið okkar ræður við þetta,“ segir Lára Kristín, „en efnaminni foreldrar gætu átt í miklum erfiðleikum með að greiða þetta.“ Samkvæmt reglugerð frá árinu 2005 eiga öll börn rétt á gleraugnaendurgreiðslum að átján ára aldri. Í reglugerðinni voru upphæðir ákveðnar og hafa þær ekki tekið breytingum síðan. Á tæpum 15 árum hefur mikið vatn runnið til sjávar og gleraugu hækkað í verði líkt og allt annað hér á landi. Til stendur innan félagsmálaráðuneytisins að laga þetta. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir vinnu í gangi í ráðuneytinu. „Ég held að ástæða sé til að að flýta þeirri vinnu eins og kostur er. Ég mun beita mér fyrir því á næstu vikum og mánuðum að það verði gert og að við leitum leiða til að koma betur til móts við þau börn sem þarna um ræðir,“ segir ráðherrann. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Foreldrar barna sem þurfa sterk gleraugu til að lifa eðlilegu lífi þurfa oft á tíðum að greiða hátt verð fyrir hjálpartæki fyrir börn sín og fá afar litla aðstoð frá hinu opinbera. Lára Kristín Jónsdóttir, móðir Úlfars Hólmgeirssonar, segir það skjóta skökku við að greiða háar upphæðir fyrir gleraugu á meðan til dæmis heyrnartæki fyrir börn eru greidd að fullu úr ríkissjóði. Hún segir málið snúast um mannréttindi. „Úlfar þarf á gleraugum að halda til þess að geta tekið þátt í daglegu lífi. Það eru mannréttindi að börn geti fengið að lifa eðlilegu lífi og fjárhagsleg staða foreldra á ekki að skipta máli þegar kemur að því,“ segir Lára Kristín og heldur áfram. „Sonur minn er með það slæma sjón að hann getur lítið sem ekkert gert án gleraugna.“ Úlfar stundar sund og eftir að hafa fengið sundgleraugu við hæfi getur hann stundað íþrótt sína af kappi. „En það þýðir líka að við erum að eyða rúmlega eitt hundrað þúsund krónum í gleraugu. Heimilisbókhaldið okkar ræður við þetta,“ segir Lára Kristín, „en efnaminni foreldrar gætu átt í miklum erfiðleikum með að greiða þetta.“ Samkvæmt reglugerð frá árinu 2005 eiga öll börn rétt á gleraugnaendurgreiðslum að átján ára aldri. Í reglugerðinni voru upphæðir ákveðnar og hafa þær ekki tekið breytingum síðan. Á tæpum 15 árum hefur mikið vatn runnið til sjávar og gleraugu hækkað í verði líkt og allt annað hér á landi. Til stendur innan félagsmálaráðuneytisins að laga þetta. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir vinnu í gangi í ráðuneytinu. „Ég held að ástæða sé til að að flýta þeirri vinnu eins og kostur er. Ég mun beita mér fyrir því á næstu vikum og mánuðum að það verði gert og að við leitum leiða til að koma betur til móts við þau börn sem þarna um ræðir,“ segir ráðherrann.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira