Börnum í íslensku samfélagi mismunað Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2019 11:00 Margrét Júlía Rafnsdóttir. „Barnasáttmálinn er tæki fyrir sveitarfélög og alla aðila sem eru að vinna að málefnum barna og með börnum að hafa sem leiðarljós í öllu starfi. Þegar sveitarfélög ákveða að innleiða sáttmálann, þurfa þau að tryggja réttindi allra barna, í öllu starfi á vegum sveitarfélagsins,“ segir Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri Barnaheilla. Hún segir að börnum í íslensku samfélagi sé í dag mismunað vegna efnahagslegrar stöðu foreldra. „Börn bera ekki ábyrgð á við hvaða aðstæður þau búa. Við verðum að tryggja öllum börnum grundvallarmannréttindi óháð stöðu þeirra eða stöðu foreldra þeirra. Efnahagsleg staða foreldra á ekki að koma í veg fyrir að börn njóti þeirra réttinda sem þeim ber samkvæmt Barnasáttmálanum,“ segir Margrét Júlía. Í Barnasáttmálanum er kveðið á um réttindi barna, ábyrgð og skyldur stjórnvalda, svo og ábyrgð foreldra. Samfélagið verði að búa svo um hnútana að foreldrar geti sinnt uppeldisskyldum sínum og hlúð vel að börnum sínum. „Sem dæmi má nefna að samkvæmt Barnasáttmálanum eiga öll börn rétt á hvíld, tómstundum, leikjum og skemmtunum, sem hæfa aldri þeirra og þroska og til frjálsrar þátttöku í menningarlífi og listum. Ekki geta öll börn stundað tómstundastarf, m.a. vegna kostnaðar sem því fylgir. Þarna verða sveitarfélög að marka sér stefnu, þannig að öll börn geti tekið þátt án mismununar,“ segir Margrét Júlía. „Börn eiga jafnframt rétt á gjaldfrjálsri grunnmenntun. Því hafa Barnaheill barist fyrir því að sveitarfélög leggi af þann sið að láta foreldra kaupa hluta af námsgögnum barna sinna hvert haust. Sú barátta hefur borið árangur, en tryggja þarf að þessi kostnaður verði ekki lagður á aftur og það er einungis hægt með því að tryggja það í lögum.“ Öll börn eiga rétt á að njóta umönnunar foreldra sinna. Þó má til dæmis nefna að barn á engan sjálfstæðan veikindarétt, heldur er rétturinn foreldranna og fer eftir atvinnustöðu þeirra, stéttarfélagi og er samkvæmt kjarasamningum og mjög mismunandi. „Staða barna sem veikjast eða fæðast veik getur því verið mjög mismunandi og er það algjörlega óásættanlegt. Það þarf að tryggja í lögum um almannatryggingar og að rétturinn sé ávallt barnsins. Að búa vel að börnum og fjölskyldum þeirra frá upphafi er fjárfesting til framtíðar. Síðast en ekki síst: Ef við ætlum að tryggja börnum jarðar lífvænlega framtíð, þurfum við sem erum fullorðin að taka höndum saman, vinna gegn loftslagsbreytingum og annarri umhverfisvá. Börnin okkar og barnabörn eiga það skilið.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
„Barnasáttmálinn er tæki fyrir sveitarfélög og alla aðila sem eru að vinna að málefnum barna og með börnum að hafa sem leiðarljós í öllu starfi. Þegar sveitarfélög ákveða að innleiða sáttmálann, þurfa þau að tryggja réttindi allra barna, í öllu starfi á vegum sveitarfélagsins,“ segir Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri Barnaheilla. Hún segir að börnum í íslensku samfélagi sé í dag mismunað vegna efnahagslegrar stöðu foreldra. „Börn bera ekki ábyrgð á við hvaða aðstæður þau búa. Við verðum að tryggja öllum börnum grundvallarmannréttindi óháð stöðu þeirra eða stöðu foreldra þeirra. Efnahagsleg staða foreldra á ekki að koma í veg fyrir að börn njóti þeirra réttinda sem þeim ber samkvæmt Barnasáttmálanum,“ segir Margrét Júlía. Í Barnasáttmálanum er kveðið á um réttindi barna, ábyrgð og skyldur stjórnvalda, svo og ábyrgð foreldra. Samfélagið verði að búa svo um hnútana að foreldrar geti sinnt uppeldisskyldum sínum og hlúð vel að börnum sínum. „Sem dæmi má nefna að samkvæmt Barnasáttmálanum eiga öll börn rétt á hvíld, tómstundum, leikjum og skemmtunum, sem hæfa aldri þeirra og þroska og til frjálsrar þátttöku í menningarlífi og listum. Ekki geta öll börn stundað tómstundastarf, m.a. vegna kostnaðar sem því fylgir. Þarna verða sveitarfélög að marka sér stefnu, þannig að öll börn geti tekið þátt án mismununar,“ segir Margrét Júlía. „Börn eiga jafnframt rétt á gjaldfrjálsri grunnmenntun. Því hafa Barnaheill barist fyrir því að sveitarfélög leggi af þann sið að láta foreldra kaupa hluta af námsgögnum barna sinna hvert haust. Sú barátta hefur borið árangur, en tryggja þarf að þessi kostnaður verði ekki lagður á aftur og það er einungis hægt með því að tryggja það í lögum.“ Öll börn eiga rétt á að njóta umönnunar foreldra sinna. Þó má til dæmis nefna að barn á engan sjálfstæðan veikindarétt, heldur er rétturinn foreldranna og fer eftir atvinnustöðu þeirra, stéttarfélagi og er samkvæmt kjarasamningum og mjög mismunandi. „Staða barna sem veikjast eða fæðast veik getur því verið mjög mismunandi og er það algjörlega óásættanlegt. Það þarf að tryggja í lögum um almannatryggingar og að rétturinn sé ávallt barnsins. Að búa vel að börnum og fjölskyldum þeirra frá upphafi er fjárfesting til framtíðar. Síðast en ekki síst: Ef við ætlum að tryggja börnum jarðar lífvænlega framtíð, þurfum við sem erum fullorðin að taka höndum saman, vinna gegn loftslagsbreytingum og annarri umhverfisvá. Börnin okkar og barnabörn eiga það skilið.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent