Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í Reykjavík árið 2020 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 07:57 Stórleikarinn Ralph Fiennes á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum í fyrra en þá hlaut hann sérstök heiðursverðlaun hátíðarinnar. vísir/getty Verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna verður haldin í Hörpu í Reykjavík í desember árið 2020. Frá þessu er greint í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu en í desember síðastliðnum var greint frá því að Reykjavíkurborg og íslenska ríkið hefðu sótt um að halda hátíðina hér á landi. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að um samstarfsverkefni á milli borgarinnar og ríkisins sé að ræða. Viðræður við Evrópsku kvikmyndaakademíuna hafa staðið yfir í nokkurn tíma en tvær aðrar borgir sóttu um að halda hátíðina. Stofnað var til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 1988 og er megintilgangur þeirra að efla og vekja athygli á evrópskri kvikmyndagerð. Er hátíðin haldin annað hvert ár í Berlín en þess á milli til skiptis í öðrum borgum Evrópu. „Hátíðin hefur laðað til sín erlenda gesti víða að úr kvikmyndaheiminum og vel á annað hundrað erlenda blaðamenn. Því má búast við að hátíðin í Reykjavík hljóti mikla umfjöllun og stuðli að öflugri kynningu og markaðssetningu á Íslandi og Reykjavík sem ákjósanlegum áfangastað ferðamanna og tökustað fyrir kvikmyndir. Þá mun hátíðin beina athygli að íslenskri kvikmyndagerð og menningu,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Íslendingar hafa nokkrum sinnum hlotið Evrópsku kvikmyndaverðlaunin. Hilmar Örn Hilmarsson fékk verðlaun fyrir bestu tónlistina í kvikmyndinni Börn náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson og árið 2000 var Björk Guðmundsdóttir hlutskörpust í flokki leikkvenna fyrir hlutverk sitt í mynd Lars von Trier, Dancer in the Dark. Björk hlaut einnig áhorfendaverðlaunin það ár fyrir leik sinn og Ingvar E. Sigurðsson hlaut áhorfendaverðlaun fyrir leik í Englum alheimsins í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar. Hátíðin fór fram í Sevilla á Spáni á síðasta ári en hún hefur einnig farið fram í London, París, Róm, Barcelóna, Varsjá, Kaupmannahöfn, Tallin, Möltu, Riga og Wroclaw, svo dæmi séu nefnd. Bíó og sjónvarp Menning Reykjavík Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Tengdar fréttir Vilja halda verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg hafa formlega sótt um að fá að halda verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 2020. 16. desember 2018 17:40 Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna verður haldin í Hörpu í Reykjavík í desember árið 2020. Frá þessu er greint í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu en í desember síðastliðnum var greint frá því að Reykjavíkurborg og íslenska ríkið hefðu sótt um að halda hátíðina hér á landi. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að um samstarfsverkefni á milli borgarinnar og ríkisins sé að ræða. Viðræður við Evrópsku kvikmyndaakademíuna hafa staðið yfir í nokkurn tíma en tvær aðrar borgir sóttu um að halda hátíðina. Stofnað var til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 1988 og er megintilgangur þeirra að efla og vekja athygli á evrópskri kvikmyndagerð. Er hátíðin haldin annað hvert ár í Berlín en þess á milli til skiptis í öðrum borgum Evrópu. „Hátíðin hefur laðað til sín erlenda gesti víða að úr kvikmyndaheiminum og vel á annað hundrað erlenda blaðamenn. Því má búast við að hátíðin í Reykjavík hljóti mikla umfjöllun og stuðli að öflugri kynningu og markaðssetningu á Íslandi og Reykjavík sem ákjósanlegum áfangastað ferðamanna og tökustað fyrir kvikmyndir. Þá mun hátíðin beina athygli að íslenskri kvikmyndagerð og menningu,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Íslendingar hafa nokkrum sinnum hlotið Evrópsku kvikmyndaverðlaunin. Hilmar Örn Hilmarsson fékk verðlaun fyrir bestu tónlistina í kvikmyndinni Börn náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson og árið 2000 var Björk Guðmundsdóttir hlutskörpust í flokki leikkvenna fyrir hlutverk sitt í mynd Lars von Trier, Dancer in the Dark. Björk hlaut einnig áhorfendaverðlaunin það ár fyrir leik sinn og Ingvar E. Sigurðsson hlaut áhorfendaverðlaun fyrir leik í Englum alheimsins í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar. Hátíðin fór fram í Sevilla á Spáni á síðasta ári en hún hefur einnig farið fram í London, París, Róm, Barcelóna, Varsjá, Kaupmannahöfn, Tallin, Möltu, Riga og Wroclaw, svo dæmi séu nefnd.
Bíó og sjónvarp Menning Reykjavík Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Tengdar fréttir Vilja halda verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg hafa formlega sótt um að fá að halda verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 2020. 16. desember 2018 17:40 Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Vilja halda verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg hafa formlega sótt um að fá að halda verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 2020. 16. desember 2018 17:40