Nú verður þetta fyrst vandræðalegt: Dirk útilokar ekki að spila eitt ár í viðbót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2019 12:30 Dirk Nowitzki og Dwyane Wade fengu báðir að spila í Stjörnuleik NBA 2019 þrátt fyrir að hafa ekki verið valdir þangað samkvæmt hefðbundnum leiðum. Getty/Streeter Lecka Dirk Nowitzki hefur fengið ótal hjartnæmar kveðjur og oft verið sýndur mikill virðingarvottur á leikjum sínum í NBA-deildinni í vetur. Það héldu allir að þetta yrði hans síðasta tímabil en það gæti breyst. Dirk Nowitzki hefur aldrei gefið það út sjálfur að körfuboltaskórnir færu upp á hillu í lok tímabilsins sem er hans 21. í NBA-deildinni. Kveðjustundin verður því kannski bara vorið 2020 en ekki vorið 2019.Starting again, Dirk still pondering one more year: Mavericks star Dirk Nowitzki has never said this would be his final season, despite receiving farewell tours around the NBA, and he said Wednesday night he'd still love to play next season if he feels… https://t.co/Xx26diCQkapic.twitter.com/IcIz0gDQbM — Daily NBA Fantasy (@DailyNBAFantasy) February 28, 2019 Ökklaaðgerðin síðasta vor kom vel út. Dirk missti af byrjun tímabilsins en hann er allur að braggast. Það hlýtur síðan að spila stóra rullu í öllu saman að Dallas Mavericks ætlar að bjóða upp á spennandi tíveyki á næstu leiktíð með þeim Luka Doncic og Kristaps Porzingis. „Ég myndi elska það að geta verið með þessum ungu strákum eitt ár í viðbót en það fer alveg eftir hvernig líkaminn verður,“ sagði Dirk Nowitzki eftir leikinn í nótt þar sem hann var með 11 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar á 22 mínútum í 110-101 sigri á Indiana Pacers. „Það hafa verið smá vandamál. Hnéð bólgnaði aðeins upp á síðustu vikum en mér líður núna betur og er að verða sterkari,“ sagði Dirk. Í leiknum á undan þá tók Doc Rivers, þjálfari Los Angeles Clippers, leikhlé 9,4 sekúndum fyrir leikslok svo að Dirk Nowitzki gæti fengið heiðursskiptingu. Doc gekk svo langt að hann náði í hljóðnema vallarþularins og bað áhorfendum um að hylla Þjóðverjann.@DocRivers calls timeout so the crowd can show @swish41 love! #ThisIsWhyWePlaypic.twitter.com/VYK5bC3o6P — NBA (@NBA) February 26, 2019Það eru svona dramatískar kveðjur að undanförnu sem gætu litið svolítið vandræðalega út fari svo að Dirk Nowitzki spili sitt 22. tímabil í NBA-deildinni. Slóvenski nýliðinn Luka Doncic hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili og þá fékk liðið á dögunum Lettann Kristaps Porzingis í skiptum frá New York Knicks. Kristaps Porzingis er að stíga upp úr hnémeiðslum og er ekki byrjaður að spila með Dallas en það efast enginn um að þar er frábær leikmaður á ferðinni. Porzingis er enn ungur (23 ára) og þess 221 sentímetra framherji ætti að geta myndað mjög spennandi tvíeyki með hinum 201 sentímetra Luka Doncic í framtíðinni. Dallas Mavericks hefur verið liðið hans Dirk Nowitzki undanfarna áratugi en er að verða liðið þeirra Doncic og Porzingis.Tonight will be @swish41 1500th career game...making him the 4th in NBA history! Congrats Dirk! #DirkNowitzkipic.twitter.com/XbHPq46Nfe — Dallas Mavericks (@dallasmavs) February 26, 2019 NBA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Fleiri fréttir „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Leik lokið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Sjá meira
Dirk Nowitzki hefur fengið ótal hjartnæmar kveðjur og oft verið sýndur mikill virðingarvottur á leikjum sínum í NBA-deildinni í vetur. Það héldu allir að þetta yrði hans síðasta tímabil en það gæti breyst. Dirk Nowitzki hefur aldrei gefið það út sjálfur að körfuboltaskórnir færu upp á hillu í lok tímabilsins sem er hans 21. í NBA-deildinni. Kveðjustundin verður því kannski bara vorið 2020 en ekki vorið 2019.Starting again, Dirk still pondering one more year: Mavericks star Dirk Nowitzki has never said this would be his final season, despite receiving farewell tours around the NBA, and he said Wednesday night he'd still love to play next season if he feels… https://t.co/Xx26diCQkapic.twitter.com/IcIz0gDQbM — Daily NBA Fantasy (@DailyNBAFantasy) February 28, 2019 Ökklaaðgerðin síðasta vor kom vel út. Dirk missti af byrjun tímabilsins en hann er allur að braggast. Það hlýtur síðan að spila stóra rullu í öllu saman að Dallas Mavericks ætlar að bjóða upp á spennandi tíveyki á næstu leiktíð með þeim Luka Doncic og Kristaps Porzingis. „Ég myndi elska það að geta verið með þessum ungu strákum eitt ár í viðbót en það fer alveg eftir hvernig líkaminn verður,“ sagði Dirk Nowitzki eftir leikinn í nótt þar sem hann var með 11 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar á 22 mínútum í 110-101 sigri á Indiana Pacers. „Það hafa verið smá vandamál. Hnéð bólgnaði aðeins upp á síðustu vikum en mér líður núna betur og er að verða sterkari,“ sagði Dirk. Í leiknum á undan þá tók Doc Rivers, þjálfari Los Angeles Clippers, leikhlé 9,4 sekúndum fyrir leikslok svo að Dirk Nowitzki gæti fengið heiðursskiptingu. Doc gekk svo langt að hann náði í hljóðnema vallarþularins og bað áhorfendum um að hylla Þjóðverjann.@DocRivers calls timeout so the crowd can show @swish41 love! #ThisIsWhyWePlaypic.twitter.com/VYK5bC3o6P — NBA (@NBA) February 26, 2019Það eru svona dramatískar kveðjur að undanförnu sem gætu litið svolítið vandræðalega út fari svo að Dirk Nowitzki spili sitt 22. tímabil í NBA-deildinni. Slóvenski nýliðinn Luka Doncic hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili og þá fékk liðið á dögunum Lettann Kristaps Porzingis í skiptum frá New York Knicks. Kristaps Porzingis er að stíga upp úr hnémeiðslum og er ekki byrjaður að spila með Dallas en það efast enginn um að þar er frábær leikmaður á ferðinni. Porzingis er enn ungur (23 ára) og þess 221 sentímetra framherji ætti að geta myndað mjög spennandi tvíeyki með hinum 201 sentímetra Luka Doncic í framtíðinni. Dallas Mavericks hefur verið liðið hans Dirk Nowitzki undanfarna áratugi en er að verða liðið þeirra Doncic og Porzingis.Tonight will be @swish41 1500th career game...making him the 4th in NBA history! Congrats Dirk! #DirkNowitzkipic.twitter.com/XbHPq46Nfe — Dallas Mavericks (@dallasmavs) February 26, 2019
NBA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Fleiri fréttir „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Leik lokið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Sjá meira